Sama gamla heystæðan!
8.12.2008 | 13:27
Það skelfilegasta sem maður heyrði í Silfrinu í gær var frá Jóni Steinssyni að gamla eignakompaníið væri að vinna að því leynt og ljóst innan banka sem utan að eignast þetta allt saman aftur. Kaupa góssið á hálfvirði. Koma öllu í sama farveg. Og stjórnvöld spila með þó að Jón Steinsson færi ekki út í það. Ekki gefið færi á neinni kerfisbreytingu. Sama lýðræðið. Áfram keyrt yfir þrískiptingu valdsins. Sömu aðilar í öllum embættum. Engin uppstokkun, hvert sem litið er sama gamla heystæðan. Svo verður skeleggum álitsgjöfum smám saman ýtt til hliðar og öðrum notalegri hampað.
Íslendingar láta alltaf rúlla yfir sig. Nú er þeir hættir að mótmæla. Skýringar eru reyndar einfaldar. Þeir eiga nóg með að lifa af kuldann, veturinn, storminn, hafa alltaf átt. Svo eru þeir látnir vinna mikið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Baldur.
Svona er Ísland og hefur því miður lengi verið. Þetta er sorgleg staðreynd sem full þörf er á að breyta....
Ómar Bjarki Smárason, 8.12.2008 kl. 16:08
Sæll.
Það er víst örugglega engin tilviljun að Björgólfur Thor er að selja verksmiðju í Búlgaríu einmitt núna, auðvitað er hann að ná sér í skotsilfur í íslensku rústakaupin (eða ætti ég að segja rustakaupin?).
Matthías
Ár & síð, 8.12.2008 kl. 18:15
Þetta er með ólíkindum. Þrælslundin sú íslenska er söm við sig. Við látum vaða yfir okkur og með þeim hætti að þjóðir erlendar standa gersamlega gáttaðar yfir öllu saman. Ég er spurður af vinum og kunningjum hér úti sem hafa verið að fylgjast með málefnum á Íslandi: "Það hafa þá verið mikil mannaskipti og uppstokkun í yfirstjórn ríkis og efnahagslífs?" "Nei" svara ég, "engin. Yfirmennirnir vilja ekki fara." "Vilja ekki fara" er þá spurt, "hvað áttu við; 'vilja ekki fara' ?"
Þá er hlegið að Íslendingum og Íslandi.
Baldur Gautur Baldursson, 9.12.2008 kl. 07:38
Auðmenn og stjórnvöld vaða enn yfir almenning á sömu skítugu skónum og við gerum ekkert. Jú, nokkrir gera eitthvað og í hvert skipti sem það gerist brjálast bloggheimur yfir því að það eigi ekki að gera þetta eða hitt, ekki beita ofbeldi þrátt fyrir að við erum beitt ofbeldi af hálfu stjórnvalda, lætur ekki sjá sig innan um þennan eða hinn og kallar svo mótmælendur menntaskólaskríl. Það sem við þurfum núna er alvöru bylting!
corvus corax, 9.12.2008 kl. 08:46
Bestu mótmælin sem koma til með að duga HÆTTUM AÐ VERSLA VIÐ ÞESSA ANDSK
SNIÐGÖNGUM BÓNUS OG ALLA HINA SEM VIÐ GRUNUM
Guðrún (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 09:48
Varla ætla þeir að búa hér?
Glúmur (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.