Kreppur og stríð!
9.12.2008 | 17:50
Það versta við kreppur og stríð, snjókomu, hríð og ófærð er að þá kemst ekkert annað að. Það eitt talar fólk um. Allt annað lendir utan vitundarsviðs. Það bitnar á bókmenntum, listum, vísindum og íþróttum. Það alversta við kreppur, stríð og hríð er að menn og konur og börn þjást og einangrast. Það besta við kreppu, hríð og stríð er engu að síður það að þessi ósköp þjappa fólki saman þ.e. þeim sem eiga sameiginlegt hlutskipti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:42 | Facebook
Athugasemdir
Meira samkennd á milli fólks og minni ágirnt.
Kreppan fer líka betur með umhverfið.
Heidi Strand, 9.12.2008 kl. 20:43
Þetta er nú ekki alls kostar rétt Baldur að menningin hafi dáið í kreppunni. Bæði virðist mér margt krepputalið fullt af menningu og svo hafa sumir kreppubloggarar reynt að hreinsa hugann af og til. Ég fékk tam. langa og lærða bókmenntaritgerð senda í dag um blogg mitt um Vögguþulu. Þeir lausnarsteinar Vögguþulu eru ættaðir frá Sandi í Aðaldal. Svo er hér annað sem létt gæti klerki lífið og er von á meiru:
http://sigurbjorns.blog.is/blog/sigurbjorns/entry/734514/
Sigurbjörn Sveinsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 20:46
Í mínu nærumhverfi er mikið talað um bókmenntir og heilmikið um íþróttir líka. En vissulega talsvert um kreppuna...
Sigþrúður Harðardóttir, 9.12.2008 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.