Til hamingju Árborg og Hveragerði!

Óska íbúum Árborgar og Hveragerðis til hamingju með að vera komin í strætósamband við Reykjavíkursvæðið.  Þetta er gjörbylting  og gerir búsetu í þessum sveitarfélögum miklu vænlegri. Miklu fleiri en vilja aka á milli á eigin bílum og börn og unglingar eiga í stórvandræðum með að komast.  Strætósamgöngur með allt að 11- 12 ferðum á dag leysa úr brýnum vanda margra ekki síst á tímum  peningaleysis og orkusóunar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála.  Gott mál.

Sigurður Þórðarson, 20.12.2008 kl. 14:17

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta verður þó frekar dýrt fyrir þá sem fara bara stöku sinnum, afslátturinn miðast bara við þá manneskju sem kaupir afsláttarkort.

Við Skagamenn höfum getað farið á strætógjaldi (280 kr.) í þrjú ár með niðurgreiðslu bæjarfélagsins okkar. Eftir að Strætó bs ákvað að þrefalda gjaldskrána dugir sú niðurgreiðsla ekki lengur og við þurfum að borga tvöfalt EF við kaupum kort á kennitölu sem bara einn í fjölskyldunni getur notað. Þetta hefði verið mun skárra ef Hveragerði og Akranes hefðu lent á gjaldsvæði 2 (sem er ekki til) og Selfoss og Borgarnes á gjaldsvæði 3.

Strætó verður með einokun á þessum leiðum, sem ég held reyndar að sé ólöglegt, og ekki hægt að taka rútu beina leið á BSÍ ef fólk kýs það. Norðurleið má t.d. bara fara frá Akureyri til Borgarness og þurfa farþegar að dragnast með farangurinn yfir í strætó, skipta síðan í Mosfellsbæ og jafnvel aftur í Ártúni.

Ef veður gerast válynd undir Hafnarfjalli, vindhviður fara yfir c.a. 32 m/sek þá verða Skagamenn hundruðum saman veðurtepptir þótt Kjalarnes sé fært. Svo á að taka af okkur tvær mikilvægar stoppistöðvar á Skaganum sem skerðir þjónustu rúmlega helmings farþega.

Þetta er auðvitað frábært að mörgu leyti, sérstaklega á pappírunum, en mér finnst of mikið að fjórfalda strætógjaldið (upp í 1.120 kr.) fyrir Selfyssinga og Borgnesinga.

Margir Skagamenn ætla að fara að keyra á milli eftir áramót, enda ef fimm manns eru á hvern bíl og skiptast á að keyra einu sinni í viku þá verður það ódýrara og þægilegra en að dröslast með strætó.

Ég flutti gagngert til Akraness fyrir þremur árum vegna tilkomu strætó og finnst hafa verið komið illilega aftan að mér við breytingarnar. Sveitarfélögin gátu engu mótmælt, þetta var einhliða ákvörðun Strætó bs og ekki var hlustað á rökin fyrir því að þetta væri of dýrt.

Við, nokkrir farþegar, sendum Strætó bs bréf um þá galla sem við sáum á nýja kerfinu en höfum ekkert svar fengið. Held að það hefði mátt hlusta á farþega í stað þess að kaupa rándýra ráðgjöf frá fólki sem keyrir alveg örugglega um á bíl.

Ég er alla vega hundfúl með þetta en ef þetta reynist bót fyrir Sunnlendinga og Borgfirðinga þá mun ég sannarlega samgleðjast þeim. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.12.2008 kl. 14:40

3 identicon

Heill og sæll; Síra Baldur, líka sem aðrir skrifarar og lesendur !

O; læt ég nú vera, hamingju minna sveitunga (Hvergerðinga, Efri- Ölvesinga), hvað þá hinna Selfyssku.

Eins; og nú er komið málum, væri enn meiri fjarlægð þessarra plássa, frá Reykjavík, ákjósanlegri, en nálægðin.

Þess njóta; pláss, eins og Búðardalur og Hvammstangi, að minnsta kosti - sem sagt; hæfileg fjarlægð, frá Reykvízka amstrinu og gauragangnum, klerkur góður.

Með beztu kveðjum, úr ofanverðu Ölvesi /

 Óskar Helgi Helgason    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 15:53

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þá er bara að flytja í Búðardal eða til Hvammstanga!  kv. B

Baldur Kristjánsson, 20.12.2008 kl. 16:04

5 identicon

Þetta er góð þjónusta og hagkvæm ef fólk verður duglegt að nota hana. Auðvitað vilja allir helst fá sem mesta þjónustu fyrir sem minnstan pening. Ég tek undir að þá eru allir velkomnir í jaðarbyggðir eins og Hvammstanga, þar kostar rútan til Reykjavíkur kr. 4.700. Hún fer daglega og til baka daginn eftir!

Guðni (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 16:35

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta er of dýrt. Meðalkostnaður við að reka bíl er 40,51 kr. á kílómetrann samkvæmt tölum FÍB. Það gera um 2.400 kr. fyrir Selfoss-Reykjavík, báðar leiðir.

Strætófargjald mun kosta 2.240 kr. báðar leiðir. Ef tveir eru í bíl er hagkvæmara að nota einkabílinn.

Sveitarfélögin vilja greinilega að við mengum sem allra mest.

Theódór Norðkvist, 20.12.2008 kl. 20:27

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það gera um 4.800 kr. báðar leiðir, Selfoss-Reykjavík, afsakið.

Theódór Norðkvist, 20.12.2008 kl. 20:29

8 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er hægt að taka undir þetta Baldur, við þyrftum að vera í pakka þarna og eiga kost á ferðum innan svæðisins sem tengdist þessari þjónustu. En við erum svo rík og öflug að við rekumst ekki með öðrum. Það er kannski rétt hjá Theódór, að þetta henti ekki þeim sem eru að ferðast saman í bílum en örugglega mörgum öðrum.

Ég sé að þú ert flottur í jólagallanum á nýju myndinni...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 20.12.2008 kl. 20:34

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Flestir sem munu vilja nýta sér þessar ferðir eiga bíl. Þá er enn hagkvæmara að nota einkabílinn, bara eldsneytiskostnaður, 10-15 krónur á kílómetra, 6-700 kr. hvora leið hvort sem einn eða fleiri ferðast saman.

Theódór Norðkvist, 20.12.2008 kl. 20:43

10 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Það er satt, þetta virkar full dýrt.  Þá fellur það um sjálft sig. Hugmyndin er samt skynsamleg og óskandi væri að hún gengi. kv.

Baldur Kristjánsson, 20.12.2008 kl. 21:14

11 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Theódór. Það er meiri kostnaður fólgin í breytilegum kostnaði við að aka bíl tiltekna vegalengd en eldsneytiskostnaður. Það kostar slit á bíllnum og dekkjum. Það þarf að smyrja með tilteknu millibili. Það þarf að skipta um tímareim, kúplingsdisk eða smurningu í sjálfskiptingu og fleira. Síðast en ekki síst hafa eknir kílómetrar áhrif á endursöluverð bílsins.

Það kostar því gott betur en 700 kr. hvora leið að aka bíl milli Selfoss og Reykjavíkur. Það er oft talað um að menn geti margfaldað eldsneytiskostnaðinn með tveimur til þremur til að fá út kostnað við aksturinn.

Hvað strætófargljöldin varðar þá er út hött að bera þetta saman við einstök fargjöld. Flestir notendur þessara strætósamgangna munu nota afsláttarkort eða kort, sem gilda ótakmarkað í tiltekin tíma. Samkvæmt því, sem bæjarstjóri Árborgar talaði um þá er hægt að fá ferðina niður í rúmar 400 kr. hvora leið með því að kaupa þriggja mánaða kort. Þá er hún væntanlega að miða við tvær ferðir á dag alla virka daga það er eina ferð í hvora átt.

Sigurður M Grétarsson, 22.12.2008 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband