Góð prédikun biskups!
24.12.2008 | 23:05
Býsna glúrin prédikun biskupsins við aftansöng í Sjónvarpinu. Útrás stóð yfir í Betlehem og ekki pláss þar nema fyrir þá auðugu og fjölskyldan fátæka hraktist í fjárhús. Biskupinn sagði aðstæður væru ekki alltaf upp á það besta jólin kæmu samt alltaf. Jafnvel þó sorg, söknuður og tómleiki hefðu sett svip sinn á aðdragandann.
Hann benti á að bak við myndina sem guðspjallið drægi upp hefði síður en svo verið neinn fullkomleiki heldur erfiðleikar. Biskup benti á að einn af lærdómum jólaguðspjallsins væri sá að við værum öll upp á aðra komin- stundum- og að afl og auður væri ekki málið- heldur mildi og mannúð. Enn væru það líkt og fyrrum þeir snauðu og varnarlausu sem mest þjáðust í veröldinni. Þetta var ágæt prédikun reyndar prýðileg. Gagnrýni hans á atburði síðustu missera á Íslandi greinileg og sett í guðfræðilegt gott samhengi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ljótt að segja það nafni, en nákvæmlega þegar biskupinn byrjaði slökktum við á sjónvarpinu og fundum DVD til að sýna. Herra Karl er búinn með þolinmæði-kvótann, ágætis karl en svona er þetta bara.
Baldur Hermannsson, 24.12.2008 kl. 23:21
Þeir sem misstu af prédikuninni eða vilja rifja hana upp geta gert það á trú.is: http://tru.is/postilla/2008/12/augnhaed. Þar er líka að finna fleiri jólaprédikanir.
Árni Svanur Daníelsson, 25.12.2008 kl. 01:39
Slóðin er semsagt: http://tru.is/postilla/2008/12/augnhaed
Árni Svanur Daníelsson, 25.12.2008 kl. 01:39
Svona talaði alltaf frændi minn þegar hann var fullur!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.12.2008 kl. 10:12
Á þá bara að gleyma og fyrirgefa,eru útrásarfýrarnir helgir menn sem eru svo heppnir að komast umdan með sínar vænu summur.
Æfilaun okkar margra voru þeirra tvenn mánaðarlaun eða svo.
Prestarnir eiga að tala tæpitungulaust um samfélagsástand hverju sinni.
Réttlæti (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 12:04
Kolrangt. Prestar eiga að tala um Guðsríki. Það er kappnóg að fjölmiðlar og bloggarar ræði samfélagsástandið.
Baldur Hermannsson, 25.12.2008 kl. 13:14
Eg skildi biskup þannig, almment séð, að þegar upp er staðið væri það ekki auður sem skipti máli heldur andleg verðmæti.
Annars finnst mér Erkibiskupinn af Kantaraborg vera beittari. Eða allavega, hann fer einhvernveginn beinna að umhugsunaratriðinu.
Segir að kreppan sé: " „raunveruleikapróf“ fyrir samfélag sem er keyrt áfram á endalausri græðgi."
"„Þetta er eins konar raunveruleikapróf, ekki satt – sem er ávallt gott fyrir okkur. Áminning um að það sem sumt fólk kallar álfagull er nákvæmlega það,“ sagði Rowan þegar hann var spurður hvort einhvern ávinning væri að finna í fjármálakreppunni sem sligaði efnahaginn. Að hans sögn þyrfti fólk fyrr eða síðar að spyrja sig til hvers það safnaði auði."
http://www.dv.is/frettir/2008/12/23/kreppan-ekki-alslaem/
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.12.2008 kl. 13:30
Þú stóðst þig vel í gær Baldur, mjög góður eins og oftar, takk fyrir okkur. Um biskupinn veit ég ekki í gærkvöldi, sá hann hinsvegar í þætti hjá Ingva Hrafni í gærmorgun og vorkenndi honum virkilega, eins og flestum sem lenda í að sitja undir rausinu, endurtekningunum og einræðunum hjá Ingva þessum. Hann áttu samúð mína alla, ekki síður en þeir sem álpast í þætti Bubba Mortens....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.12.2008 kl. 13:37
Baldur minn frá Skútustöðum. Ekki man ég nú gjörla öll þau flóknu minni sem kristindómur okkar byggir kenningu sína á. En nokkð vel man ég þó að Jesús Kristur fór afskaplega í taugarnar á sjálfstæðismönnum og Kauphallarbröskurum í sínu fjölmenna prestakalli. Og honum ofhasaði gersamlega þegar hann sá að þeir voru farnir að selja hlutabréf í Exista inni í sjálfum helgidómnum. Hann var nefnilega dálítið agressívur í sinni pólitík hann Jesús og það svo að hann hefði líklega gengið ennþá meira fram af fólki en Eva Hauksdóttir ef hann hefði verið í hópi mótmælenda á Austurvelli á haustdögum 2008.
En það hefur alveg farið framhjá sjálfstæðismönnum að boðun kristindómsins snýst ekki eingöngu um helgisvip og spenntar greipar í tilbeiðslu á helgistundum. Boðun kristindómsins er afar skýr skilaboð um samfélagslegt réttlæti ásamt ódulinni andúð á upphafningu ótugtarinnar sem þar er nefnd Mammon.
Það er mikil gæfa að Karl biskup hefur náð afskaplega vel innihaldi kristindómsins og kann flestum öðrum betur að ræða hann í sínum predikunum á fallegu og vel skiljanlegu máli. Af því kristindómur er öðru fremur hinn góði pólitíski boðskapur kærleika og jafnréttis meðal manna.
Með hlýrri jólakveðju!
Árni Gunnarsson, 25.12.2008 kl. 16:27
Ævinlega mælir þú spaklega Árni og ekki efa ég að biskupi hafi mælst vel - en svo ég vitni nú í The Wild Bunch: það er ekki aðalatriðið hver boðskapurinn er heldur hver flytur hann (lauslega stælt og staðfært).
Baldur Hermannsson, 25.12.2008 kl. 17:01
Baldur var sem sagt að horfa á The Wild Bunch á DVD-inu! Eða hvað!
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.12.2008 kl. 17:12
Wild Bunch á jólanótt, hehehe - ónei góðurinn. Við horfðum á Emmu. Fallegt sæt konumynd um þá tíð þegar gömlu góðu gildin voru enn þá einhvers virði.
Baldur Hermannsson, 25.12.2008 kl. 17:20
Ég verð að játa að ég er þreyttur á þessari "sættun"; að allir verði að sætta sig við ástandið. Þetta "að það hafi verið erfitt á öllum tímum er þreytt og gömul lumma. Ekkert er nýtt undir sólinni, en gefumst við upp og "sættum okkur við" ástand líðandi stundar munum við aldrei ná að komast upp úr þeim skítapytt sem við erum stödd í núna.
Tel að þjóðin þurfi hvatningu til endurnýjunar og eflingar í stað þess að hanga með lútandi höfuð og bíða örlaganna. Upp rísi þjóð og mannlíf. Það er vilji þess sem skapaði okkur; að við séum stolt, í einum anda og krafti. Sterk vegna þess sem gaf okkur þennan lífsanda sem er lífsstrú, trú á framgang og nývöxt.
Baldur Gautur Baldursson, 26.12.2008 kl. 20:50
Emma, já! Those were the days!
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.12.2008 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.