Gott skaup, en....

Auðvitað settist maður niður nú með óvenju miklar væntingar.  Skaupið var gott en tæpast nógu beitt. Tæpast nógu svínslegt.  Fremur kurteislegt en samt gott skaup. Hvernig gera mátti betur?  það er eins og með hrunið sjálft...maður veit ekki hvort annar ráðahópur hefði staðið sig betur...!?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Hefði viljað sleppa þessum blessuðu stjórnmálamönnum og hafa bar eitt heljarinnar grín og gaman fyri  landsmenn.Grínari landsins var frábær í gerfi Páls Óskars og endasenan var frábær hjá okkar skaupaðstandendum. Hitt mátti bara faratil "you know what" Gleðilegt nýtt ár

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 1.1.2009 kl. 12:01

2 Smámynd: Viðar Eggertsson

Vandinn fyrir þá sem gera áramótaskaup á tímum sem þessum, að það er ekki hægt að toppa raunveruleikann!

Hið eiginlega skaup var í beinni útsendingu allt árið með stigmögnun þegar á árið leið og náði hámarki með ávarpi forsætisráðherra á gamlársdag.

Viðar Eggertsson, 1.1.2009 kl. 17:14

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

æ - þetta var nú ósköp bragdauft, svona eins og indverskur matur sem kokkurinn hefur gleymt að krydda..... en kannski þoldi þjóðin ekki sterkari rétt að þessu sinni...?

Ómar Bjarki Smárason, 1.1.2009 kl. 22:39

4 Smámynd: Aprílrós

Maður bíður með eftirvæntingu eftir skaupinu sem var svona allt í lagi ekki meira en það. Ég tek undir með Viðari að raunverulega skaup er búið að vera í live sem náði hámarki með ávarpinu. 

Aprílrós, 1.1.2009 kl. 23:00

5 Smámynd: Svanfríður Guðrún Gísladóttir

 yfir ,,gáleysisle

Baldur,þú skrifar að þér hafi oft liðið illa yfir gáleysislegum   kommetum til þín á  nýliðnu ári, er svo finnst þér áramótaskaupið ekki vera nógu svínslegt. Finnst þér  þetta ekki stangast á?

 Með vinsemd og nýjárs-kveðju frá okkur hjónum

     Svanfríður

Baldur, þú skrifaðir að þér hafi oft liðið illá

Svanfríður Guðrún Gísladóttir, 2.1.2009 kl. 08:10

6 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Það er rétt Svanfríður - þarna er vandratað - Nýárskveðjur.  Bk

Baldur Kristjánsson, 2.1.2009 kl. 08:21

7 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég skellihló að skaupinu og var sérstaklega ánægður með að ekki vara farið út í að hafa neinn rammasketch, heldur bara látið nægja að fara milli atriða. Eina sem ég myndi gagnrýna var að það var kannski óþarfi að endurtaka sömu atriðin mörgu sinni (Páll Óskarsherman var frábær en fleiri atriði bættu litlu við og sama má segja um símsvarasketchana). Svo fannst mér bardagaatriðið milli Davíðs og Jóns Ásgeirs frekar hallærislegt. Samt fannst mér þeim takast vel til ná að vellta upp tíðarandanum án þess að henda fólki í veisluskapi út í þunglyndisraus.

Héðinn Björnsson, 2.1.2009 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband