Snýr Jón Sigurðsson aftur?

Á næsta ári verður spurt um allt þetta þrennt: hæfileika, reynslu og hreinleika. Reynslulausir menn sem ekki hafa sannað sig með einhverjum hætti verða vart leiddir til forystu í íslensku samfélagi.  Ætlast verður til af þeim sem kosnir verða til ábyrgðar í vor að þeir leiði þjóðina upp úr hruninu og stýri samningaviðræðum við ESB.  Að þessu athuguðu ætti framsóknarmenn að snúa baki við ungum óprófuðum mönnunum sem nú sækjast eftir formannssæti í Framsókn og fá Jón Sigurðsson aftur í formannsstólinn, margreyndan mann og hæfileikaríkan, virtan alvörumann sem þjóðin mun treysta betur en ungviðinu.  Það spor til baka yrði spor framávið fyrir Framsóknarflokkinn.

Annars er Páll Magnússon reyndastur af þeim sem gefa kost á sér til formanns.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afburða mannval þar á ferð. Hahaha

itg (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 23:42

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Við erum í svipaðri stöðu og Bandaríkjamenn og verðum að velja hvort við viljum breytingar eða fá fólk sem hefur reynslu. Þeir sem hafa reynslu eru ólíklegir til að breyta neinu og þeir sem hægt er að vona að standi fyrir breytingum munu ekki hafa neina reynslu úr gamla kerfinu. Jón stefndi að því að halda áfram því kerfi sem nú hefur hrunið. Að velja hann er að stefna að því að endurreisa það kerfi sem við nú stöndum í rústunum af. Ekki held ég að það sé líklegt til að breyta kerfinu á neinn þann hátt að hægt sé að vonast til að það standi betur en það fyrra.

Héðinn Björnsson, 5.1.2009 kl. 23:51

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Mikið væri gott að fá Jón forseta. En það er víst ekki hægt. DeCode er enn ekki farið að klóna mann og annan, þótt ýmsir hafi verið gerðir að fíflum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.1.2009 kl. 23:57

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jón hefur marga kosti og er greindur gaur, en hann er "quitter", hann guggnar þegar á móti blæs. Hann þurfti alls ekki að hverfa úr formannssæti þótt hann kæmist ekki á þing. Guðni og Bjarni Harðar eru líka "quitters". Taumlaus alþjóðahyggja er búin að eyðileggja Framsóknarflokkinn. Það er vafalaust hægt að stofna nýjan Framsóknarflokk en það er ekki hægt að blása lífi í þann sem nú er í andarslitrunum. Eina von sannra Framsóknarmanna felst í mönnum á borð við Guðna og Bjarna.

Baldur Hermannsson, 6.1.2009 kl. 03:40

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Snýr Baldur Krisjánsson aftur?

Hallur Magnússon, 6.1.2009 kl. 08:44

6 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Hvera vegna ætti að vera að púkka upp á Framsóknarflokkinn? Og hver getur það?

María Kristjánsdóttir, 6.1.2009 kl. 08:49

7 Smámynd: Hallur Magnússon

Kæra María!

Þú ert nú ekki alveg óhlutdræg er það!

Mér finnst þú reyndar taka undir með Guðmundi og fjölmörgum þeim sem hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með Samfylkingun þegar þú segir í bloggi þínu:

"Nú veit ég að sjálfsögðu ekki hvernig er innanbúðar í Samfylkingunni. En get verið sammála Guðmundi þó mér þyki hann taka nokkuð vægt til orða þegar hann segir að

" atburðarás síðustu mánaða sem hefur á köflum verið fáránleg og einkennst af fáti, fyrirhyggjuleysi og skorti á gagnsæi. Ég get ekki séð að þessi atburðarás rími við grundvallarhugsjónir Samfylkingarinnar" "

Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem þegar hefur hafið endurnýjun sína. Grundvallarhugsjónir flokksins eru góðar og gildar og hafa alltaf verið það.  Það er væntanlega á grundvelli þeirra sem Guðmundur gengur aftur í flokkinn - enda er nú lag á Framsókn nýrra tíma sem byggi á gömlu góðu grunngildunum.

Hallur Magnússon, 6.1.2009 kl. 09:41

8 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Hvaða grunngildi eru það svona á mannamáli? kv. B

Baldur Kristjánsson, 6.1.2009 kl. 09:47

9 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Eigum við Samfylkingarmenn ekki bara að vona að Framsóknarmenn endurnýi ekki framlínu sína - nema til málamynda?

Páll eða Jón mundu t.d. varla teljast "endurnýjun" - - og brott hvarf frá fyrri háttum fyrirgreiðslupólitíkurinnar?

Benedikt Sigurðarson, 6.1.2009 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband