,,Af mér er það helst að frétta"
7.1.2009 | 01:02
Af mér er það helst að frétta eftir Gunnar Gunnarsson (sem vinnur á útvarpinu) er býsna læsileg, góð og skemmtileg lesning. Söguþráðurinn er athyglisverður og óformúlulegur. Spekingsleg komment sem höfundur leggur höfuðpersónu sinni í munn gleðja hugann. Höfuðpersónan er hálf ráðvilltur í þjóðfélagi þar sem alls konar hlutir eru taldir sjálfsagðir hlutabréfaheimurinn verður söguhetjunni að fótakefli. Það er eins og bókin sé skrifuð eftir hrun glöggskyggni höfundar er dásamleg. Óhefðbundin glæpsaga vanmetin, snöggtum betri en bækur hinna ofmetnu höfunda.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.