Mannréttindi fyrst á höggstokkinn!
7.1.2009 | 14:43
Evrópuráðið er 60 ára árið 2009 og var tilgangur þess að skapa samstöðu aðildarríkjanna. Meginmarkmið er barátta fyrir mannréttindum og lýðræði og réttlátum lögum. Í Evrópuráðinu eru 47 þjóðir þar sem búa um 800 miljónir manna. Hápunktar í starfi ráðsins er Mannréttindasáttmáli Evrópu og Mannréttindadómstóllinn, þessi sem Íslendingar ætla að skjóta máli sínu gegn Bretum til. Mannréttindadómstóllinn byggir dóma sína á á Mannréttindasáttmála Evrópu og viðaukum við hann sérstaklega viðauka nr. 12 sem bannar alla mismunum. Íslendingar skrifuðu undir þann viðauka en eru í hópi þeirra þjóða sem hafa ekki staðfest hann. Hingað til hafa íslenskir einstaklingar notið góðs af úrskurðum dómsstólsins. Ekki er mikil ástæða til þess að ætla að hann sinni erindi íslensku ríkisstjórnarinnar eins og Björg Thorarenssen hefur bent á.
Ég hef það á tilfinningunni að Íslendingar séu í hópi þeirra þjóða sem hafa ekki stutt dómstólinn of vel. Hann á við fjársvelti að stríða. Mörg hundruð mál (ef ekki mörg þúsund) bíða þess að verða tekin fyrir.
Ísland gerðist aðili að Evrópuráðinu 1950. Við höfum rekið sendiráðsskrifstofu í Strassborg en þar eru höfuðstöðvar Evrópuráðsins. Nú stendur til að loka henni vegna hrunsins. Mannréttindastarf er alltaf fyrst á höggstokkinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Enda lítil þörf á mannréttindum þegar höggstokkur hefur verið nýttur - a.m.k. fyrir þann sem á stokknum lenti...!!! Þetta er því fyrirbyggjandi aðgerð, eða er ekki svo Baldur? Að vísu nokkuð drastísk og illa hugsuð eins og svo margt annað.
Ómar Bjarki Smárason, 7.1.2009 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.