Íslenskt misrétti?

Í ráðleggingum Evrópuráðsins frá 13. febrúar 2007 er því mjög ákveðið beint til íslenskra stjórnvalda að draga það nú ekki lengur að veita leyfi fyrir byggingu Mosku og að Múslimum verði þar með tryggðar viðunandi aðstæður til að iðka trú sína.  Á skýrslunni má sjá að stjórnvöld hafa fullvissað útsendara Evrópuráðsins (ECRI) aðmálið væri í góðum farvegi, lóð væri til reiðu og að byggingarleyfi væri nú til skoðunar hjá Reykjavíkurborg. Skýrslan er rituð um mitt ár 2006.

Sé sagan skoðuð þá standa þeir upp úr sem hafa iðkað umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum. Kristnir menn hafa talið það einn meginkjarnann í kristni. Nútímaríki byggist  á því að allir séu jafnir fyrir lögum. Með undirritun Mannréttindasáttmála Evrópu skuldbindur íslenska ríkið sig til þess. Í leiðara Morgunblaðsins (8/1) eru embættismenn Reykjavíkurborgar með réttu togaðir sundur og saman í háði fyrir það að hafa látið í ljós áhyggjur af því, í samtali við blaðið fyrr í vikunni, að Moskan yrði of áberandi.  Bent er á að það hafi hingað til ekki verið talið keppikefli að trúarbyggingar láti lítið yfir sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Eigum við ekki að bíða með moskuna þangað til ESB hefur samþykkt aðildarviðræður við Tyrkland. Svo verðum við að fá að vita hvort sunni eða shiitar geti samnýtt moskuna. Sunni er harðdrægir um þessar mundir og notað moskur til að skipuleggja andfélagslegar athafnir. Þeir geta það hvort sem annarsstaðar líka svo það mun varla koma að sök þó þá vanti turninn.

Gísli Ingvarsson, 8.1.2009 kl. 18:01

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Þeir eiga ekkert að fá þessa lóð! Þetta er okkar frístunda svæði og Elliðaárdalurinn er alveg orðinn nógu aðþrengdur þó að  ekki verði farið út í að troða einu húsi í viðbót þar. Og þar að auki mosku!. Af hverju ekki á Arnarhólnum eða Austurvelli? Frekja!!

Eyjólfur Jónsson

Eyjólfur Jónsson, 8.1.2009 kl. 20:25

3 identicon

Ég sé nú ekki ástæðu til að við förum að gefa leyfi fyrir byggingu Mosku hér á landi,þetta fólk þarf að mínu áliti fyrst að sýna að það sé tilbúið að hlúta lögum okkar svo sem um mannréttindi og jafnréttindi.

Hannes (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 08:20

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Er ekki tilvalið að gefa þeim eina kirkjubyggingu?  Nóg er til af þeim.

Matthías Ásgeirsson, 9.1.2009 kl. 14:45

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Besti staðurinn fyrir mosku er Þorlákshöfn.Umburðalyndur prestur þeirra Þorlákshafnarbúa getur með hjálp drottins komið því að í næstu messu að sveitarstjórn Ölfus veiti muslimum lóð til að byggja mosku, helst sem næst kirkju þeirra Þorlákshafnarbúa.Ekki þarf að efa að tillaga prestsins mun fá góðar viðtokur.Í guðs friði.

Sigurgeir Jónsson, 9.1.2009 kl. 21:35

6 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Skelfing eru þetta yfirleitt vitlaus kommet hjá ykkur drengir mínir (konan undanskilin) og sýnir að þið hafið ekki græna góru um það hvað felst í því að búa í samfélagi þar sem þegnarnir njóta sama réttar án tillits til uppruna  litarháttar eða trúar. Þetta er sá grundvöllur sem vestrænt þjóðskipulag hvílir á.  Bestu kveðjur. BK

Baldur Kristjánsson, 9.1.2009 kl. 21:56

7 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

sýnir að þið hafið ekki græna góru um það hvað felst í því að búa í samfélagi þar sem þegnarnir njóta sama réttar án tillits til uppruna  litarháttar eða trúar.

Talaðu fyrir sjálfan þig Baldur.  Þú hefur ítrekað reynt að verja mismunun þegnanna á grundvelli trúarbragða.  Furðulegt að þú setjir þig á háan hest hér og nú.

Víða í Evrópu hefur gömlum kirkjubygginum verið breytt í moskur.  Hví ekki hér?

Matthías Ásgeirsson, 9.1.2009 kl. 22:19

8 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þú ættir frekar Matthías að styðja mig í uppeldi þegnanna en að bera það upp á mig að ég styðji ekki jafnrétti og samfélags án misréttis. Ekki efast ég um heilindi þín. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 9.1.2009 kl. 22:33

9 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Óskaplega er ég skrítinn að taka eitthvað þessu líkt til mín!

Skelfing eru þetta yfirleitt vitlaus kommet hjá ykkur drengir mínir (konan undanskilin) 

 Hvað um það, einu sinni fyrir ekki löngu var ritað:

Mismunun ... getur átt sér stað í samfélagi en þá verður hún að vera af málefnalegri ástæðu. 

Mismunun - misrétti.  Hver er munurinn?  Væri ekki nær að reyna að koma í veg fyrir alla mismunun, því allir geta fundið "málefnalegar ástæður" að þeirra mati.  T.d. Tinna, Hannes og Sigurgeir.

Alveg er ég viss um að Tinna, Hannes og Sigurgeir telja sig öll aðhyllast kristileg siðgæði og eflaust eru þau öll að reyna að verja kristna arfleifð íslenskrar menningar.

Matthías Ásgeirsson, 10.1.2009 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband