Hvar er rödd Íslands?

,,Það er málfrelsi í Sjálfstæðisflokknum” sagði Geir Haarde í einu viðtalinu. Það er það góða við tímana, menn þora orðið að tjá sig hvar sem þeir standa í flokki– þó ekki ríkisstjórn Íslands þegar kemur að árásum Ísraelsstjórnar á börn á Gaza svæðinu.  Mér finnst skammarlegt að íslenska ríkisstjórnin skuli ekki fordæma árásirnar fyrir hönd íslensku þjóðarinnar.  Fordæming eins ráðherra hefur alls ekki sömu vigt.

Hamas menn bera mikla ábyrgð, mikla ábyrgð.  En það afsakar ekki hrikalegt framferði Ísraelsstjórnar sem lang flestir fordæma þ.á..m. sennilega meirihluti Gyðinga í heimninum.  Menn skyldu átta sig á því.

Íslendingar ættu að sýna það og sanna að þeirt hefðu orðið til einhvers gagns í Öryggisráðinu.- Alþjóðasamfélagið verður að öskra hástöfum gagnvart svona löguðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Fordæming árásanna er fordæming á Bandaríkjunum. Ertu til í það?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 9.1.2009 kl. 22:55

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Að fordæma stefnu bandaríkjanna í þessu máli. Já. kv. B

Baldur Kristjánsson, 9.1.2009 kl. 22:57

3 Smámynd: Jóhann G. Frímann

Algerlega sammála þér Baldur og það ætti allt eðlilegt fólk að vera.

Það er algerlega fráleitt að stilla þessu upp sem spurningu um það með hverjum þú heldur; hvort þú aðhyllist Bandaríkjamenn eða Rússa, hvaða stjórnmálastefnu, flokk eða trú o.s.frv. eða spurningu um peningalega eða stjórnmálalega hagsmuni.

Ég er reyndar hissa, miðað við hvað síðan þín er vel sótt, hvað fáir virðast þora að tjá sig um þetta stóra mál og styðja hið augljósa. Við hvað er fólk hrætt?

Jóhann G. Frímann, 12.1.2009 kl. 02:39

4 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Ég er hjartanlega sammála þér Baldur.

Það sorglega er að í athugasemd Kristjáns kristallast væntanlega viðhorf ríkisstjórnarinnar. Því miður.

Það er lítilmannlegt að hreyfa engum mótmælum við framferði Ísraelsmanna, ekki síst í ljósi þess hve viljug við höfum verið að tjá okkur um aðra hluti. Ekki víluðum við t.d. fyrir okkur að styðja Bandaríkjamenn til hernaðarbrölts í Írak.

Þjóðir heims verða að taka á sig rögg og leggja sig fram um að finna varanlega lausn á málum Palestínumanna og Ísraela, án eilífs ótta við viðbrögð Bandaríkjamanna.

Ég er þeirrar skoðunar að á alþjóðavettvangi eigum við að gera okkur far um að haga okkur ávallt á þann veg að sómi sé að, jafnvel  þótt rödd okkar kunni að vera smá - og jafnvel máttvana. Okkur er því miður enginn sómi að því að sitja með hendur í skauti og horfa upp á miskunnarlaus morð og limlestingar á Gaza, án athugasemda. 

Heimir Eyvindarson, 13.1.2009 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband