Sýnum manndóm -fordæmum athæfið!

Sýnum manndóm.  Stöndum með Halldóri Kristni Björnssyni.  Fordæmum athæfið.  Við viljum lifa í samfélagi þar sem menn mega gagnrýna, einnig sitt eigið fyrirtæki, undir nafni.  það á ekki að reka menn fyrir skoðanir sínar. Það á ekki að þagga niður í fólki. Viljum við fyritæki sem það gera? Viljum við þjóðfélag þar sem það er stundað?  Örvum álit, skoðanir, gagnrýni, dagsljós. Lifum í birtu upplýsingar, ekki í myrkri.

Sjónvarpsfréttahorn Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur á Mbl. ber af flestu sem maður sér í fjölmiðlum.  Hún er stöðugt með óþægilegar, óvæntar fréttir. Hennar stíll er ekki að þóknast.


mbl.is Bloggari rekinn fyrir skrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki mundi ég vilja hafa þennan starfsmann í vinnu hjá mér, ég hefði rekið hann vegna trúnaðarbrests.

Aðvitað þarf að standa vörð um málfrelsið en hann var bara með upplýsingar sem átti að halda inna fyrirtækisins og taka upp það ekki vera að blaðra þessu út um allt.

Svavar (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 11:15

2 identicon

Tek heilshugar undir það að fordæma athæfið!

Þór Hauksson (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 11:17

3 identicon

Hættum að kaupa Toyota bíla. Einfalt.

Rex (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 11:18

4 identicon

Andstyggileg framkoma hjá Toyota-stjóranum .En kemur ekki á óvart ef Úlfar er þar .

Þetta eru semsagt Toyota gæðin .

Kristín (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 11:20

5 identicon

Við treystum á fólk sem talar um réttlæti þó það komi niður á því sjálfu. Þó það henti ekki valdhöfum og yfirmönnum.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 11:23

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Svona mál á EKKI bara að halda innan fyrirtækis. Það á einmitt að að segja almenningi frá því.

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.2.2009 kl. 11:48

7 Smámynd: Hlédís

Svavar (ip-tala skráð)! Þú trúir varla sjálfur að maður með sömu gagrýni innan fyrirtækisins, hefði ekki verið rekinn!

Hlédís, 5.2.2009 kl. 12:26

8 Smámynd: Hlédís

Gagnrýni  var það.

Hlédís, 5.2.2009 kl. 12:27

9 identicon

Hann á heiður skilinn fyrir hreinskilnina.   Um dómgreindina gætir öðru máli.   Því miður búum við í samfélagi sem verðlaunar syndir og fordæmir dyggðir.   Ég tel að fólk eigi að bakka upp hinn miskunnsama samherja og fordæma ekki fyrir einlægni hans og samviskusemi.      Það er forstjóralarfurinn sem á að skammast sín og hann mun ekki endurheimta neina velvild með svona háttarlagi.  Slíkur ruddi er dæmigerður sjálfstæðis og eigingirnis púki svo að jaðrar við að vera sjúklegt.   Það er til heiti yfir persónuleikaröskun mannsins sem er kennd við gríska goðsagnarpiltinn Narcissus og heitir Narcissismi eða sjálflægni.    Slíkur maður er litlu skárri en psycopathi.    Munurinn felst einkum í því að psychopathinn hefur yndi af því að valda öðrum kvöl en hinum er slétt sama.   Hvorugur finnur til samkenndar með öðrum.   ´

Gudjon Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 16:02

10 identicon

Mikið er ég sammála þér.

Í dag verða allir að leggjast á eitt, að er ekki sanngjarnt að forstjórar og yfirmenn sæti öðrum reglun á þessum tímum. 14 milljónir eru laun fyrir tvo starfsmenn í heild ár.

Þetta er til skammar..

sirry (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 08:39

11 identicon

Ósvífið að reka mann fyrir skoðanir.  Og jafn ósvífið að loka á bloggara fyrir skoðanir, sjá "Gjörspilltur forstjóri" í bloggi Sigurðar Þórs Guðjónssonar. 

EE elle

EE (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 10:29

12 identicon

Nafni minn sem á fyrsta kommentið hérna, virðist gleyma því að upphafið á þessu máli er siðblinda forstjórans.

p.s. Um daginn fékk ég tölvuskeyi frá reiðum blogglesanda, sem skammaði mig fyrir eitthvað komment, sem ég kannaðist ekkert við. Það virðast margir Svavarar kommentera í bloggheimum, en ég sá eini sem kem fram undir fullu nafni.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 11:56

13 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þóra Kristín er fyrst og fremst enn obinber starfsmaður, fréttamaður hjá ríkinu sem má ekki reka, það heldur hún í sínum þankagangi.Starfsmaðurinn sem var rekinn var að skaða fyrirtækið og átti þess vegna brottreksturinn skilið.Árvakur á að reka Þóru Kristínu sem fyrst, hún er eins og rotta sem kann best við sig ef hún heldur að hún geti skrifað níð um einhvern.Enginn vafi er á að Morgunblaðið mun losa sig við hana. Hún mun þá að sjálfsögðu verða ráðin til rúv.Hún fær að sjálfsögðu stuðnung frá öðrum obinberum starfsmönnum.Ef hún verður en viðloðandi Moggann eftir mánuð segi ég blaðinu upp.Ég skora á aðra að gera það sama og öll fyrirtæki.

Sigurgeir Jónsson, 6.2.2009 kl. 15:05

14 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sigurgeir Jónsson hvað er að hjá þér ert þú einn af þeim sem ekki vilt jafna kjörin milli ríkra og fátækra.

Sigurður Haraldsson, 7.2.2009 kl. 03:18

15 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Halldór K Björnsson flott hjá þér svona verðum við að byrja að ná óréttlætinu út úr nýja Íslandi.

Sigurður Haraldsson, 7.2.2009 kl. 03:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband