Sjálfstæðismenn í réttu hlutverki!
6.2.2009 | 14:50
Ég verð að játa það að mér finnst Sjálfstæðismenn býsna góðir í stjórnarandstöðu - harðir - töff - ósvífnir- ólatir. Þeir virka eins og þeir hafi gengið í endurnýjun lífdaganna. Þeir eru sum sé miklu betri í stjórnarandstöðu en í stjórn og rétt að hafa þá þar sem lengst - alla vega svona tvö kjörtímabil.
Pétur Blöndal ákallar Ögmund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
þeir voru búnir að hvílast svo vel í hálfgerðu hýði í 18 ár....
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 6.2.2009 kl. 17:24
Eftirfarandi lét Davíð út úr sér rétt fyrir bankahrunið
Íslenskt bankakerfi og íslensk efnahagsmál standa traustum fótum þótt á móti blási um þessar mundir. Kerfisbundið afnám ýmiss konar hafta í efnahagsstarfseminni á síðustu fimmtán árum eða svo, einkavæðing, markvissar skattalækkanir og alþjóðavæðing íslensks atvinnulífs hafa þegar skilað stórfelldum ávinningi og lagt grunninn að nýju framfaraskeiði á komandi árum. Við munum hiklaust halda áfram á þeirri braut þegar við höfum unnið okkur út úr þeim tímabundnu erfiðleikum sem nú steðja að.”
Valsól (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 22:12
Eitthvað virðist vera á reiki með ,,hlustun" !
Mín ,,hlustun" segir að þarna séu falskir og ómerkilegir ,,pappírar" .
JR (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 03:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.