Áætlun um ESB aðild grundvallaratriði

Flest okkar vilja búa í réttlátu og góðu samfélagi  þar sem menn og konur jafnt eru frjáls til athafna og velferðarnet traust. Við viljum að áætlanir okkar um framtíðina standist.  Við viljum eiga landið okkar og helstu auðlindir saman og hirða afrakstur af þeim sameiginlega.  Við viljum ekki ríka flottræfla – við viljum ekki ofurlaun.  Við viljum aðskilnað dómsvalds, löggjafarvalds og framkvæmdavalds og svokallað gagnsæi.  Við viljum ekki að skoðanir manna bitni á þeim.  Við viljum að konur og menn séu jöfn fyrir lögum og reglum hvort heldur þeim er beitt af almannavaldi eða einstaklingum.  Mín skoðun er sú að við náum þessum markmiðum best með þátttöku í nútíma samstarfi frjálsra og fullvalda þjóða í Evrópu bæði innan ESB og Evrópuráðsins og er í hópi þeirra að telja yfirlýsingu um þá áætlun að leita inngöngu í ESB grundvallaratriði til þess að við getum unnið okkur út úr núverandi erfiðleikum´.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Baldur og hvað endir á öllu lýðræði ekki satt?

Sjá http://www.youtube.com/watch?v=ceejnrM858k&feature=PlayList&p=667D2BA67C54ACFD&index=9

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 10:42

2 identicon

Baldur

"Við viljum ekki ríka flottræfla – við viljum ekki ofurlaun. " en hvað með þessa MEP. flottræfla í ESB?

Sjá http://www.youtube.com/watch?v=bjXMcpVdLDI

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 11:15

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Baldur, hefurðu kynnt þér Evrópusambandið??

Hjörtur J. Guðmundsson, 7.2.2009 kl. 11:32

4 identicon

Baldur, ég rétt skimaði þetta blog þitt og mér sýnist allar greinar vera beiðni hóps fólks um eitthvað. Þ.e. margar setningar hefjast á "Við viljum....". Ég spyr hver eruð þið? Afhverju ert þú einn nafngreindur?

Viðar Þorsteinsson (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 13:18

5 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Baldur minn þú þarft ekkert að taka mark á ofanrituðum sem af einhverjum ástæðum er skipulagður hópur fólks sem rægir og ber dilgjur um ESB á "öllum tímum sólarhringsins". Þetta er býsna harðsnúið lið og ber oftast fyrir sig rökunum "hefuðru kynnt þér evrópusambandið". Þar með áttu að vita að þú hafir einmitt ekki gert það en það hafi þeir gert. Heimsýn heitir bloggsíða þeirra og er mjög einhliða áróður í gangi þar. Sjálfstæði Íslands er þeirra megin viðfangsefni og hljómar það í fyrstu ósköp eðlilega. Hinsvegar fer lítið fyrir gagnrýnislegri hugsun á hvað í sjálfstæði felst og kemst maður fljótt á þá skoðun að þeir skynji sjálfstæði sem frasa og innantómt slagorð. Það gerir á endanum útúm málflutning þeirra en ég skil ekki ennþá hvaða hagsumunir sameina þetta lið enda býsna sundurleitt að innri samsetningu. Ég gef mér það reyndar að þarna séu aðallega velmeinandi fólk úr röðum allra pólitískra fylkinga sem hefur tekið mjög eindregna afstöðu. Hún á að gilda æfilangt líkt og fermingarheitið forðum og þá sé bara að henda öllu lauslegu í átt að þeim sem telja sig enn geta hugsað málin frá öllum hliðum og vonast til að stöðva umræðuna með þeim hætti. Í þessum hópi er tildæmis Dollar gjarnan betri en Evra. Af því að Dollar er ekki mynt ESB. Ef dollar væri mynt ESB þá væri dollar ótækur með öllu. Sem sagt ekki láta þessa heiðursmenn kafsigla þig í hvelli.

Gísli Ingvarsson, 7.2.2009 kl. 14:37

6 identicon

Sammála þér Baldur.

Evrópusinnar verði hins vegar að láta heyra í sér!

http://fridrik.eyjan.is/2009/02/esb-aild-hefi-bjarga-miklu.html

Friðrik Jónsson (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 14:38

7 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þakka þér fyrir Gísli. ´Þú tekur af mér ómakið. Viðar! Ég fer aldrei inn á heimasíður til að reyna að gera lítið úr fólki.  Texti minn þarna er vel skiljanlegur. Ég fullyrði að flestir vilji sem verður að  við viljum...svo breytist það í mína skoðun þegar kemur að umdeilanlegum atriðum.  Einfaldur, sjálfsagður og eðlilegur texti. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 7.2.2009 kl. 14:49

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Guðsríki er ekki í Evrópusambandinu.Því er vandséð hvernig þjónar Guðs geta tekið sér það vald að ganga í ESB.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 7.2.2009 kl. 15:28

9 identicon

Viðir

Já hann Bjarni er farinn að vera eins og hann Gollum í Lord of the Rings "Við viljum....".

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 15:54

10 identicon

Viðir

Nei sorry hann Baldur er farinn að vera eins og hann Gollum í Lord of the Rings "Við viljum....". hehe

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 16:10

11 identicon

Hvernig í ósköpunum kemstu að eftirfarandi niðurstöðu: "...og er í hópi þeirra að telja yfirlýsingu um þá áætlun að leita inngöngu í ESB grundvallaratriði til þess að við getum unnið okkur út úr núverandi erfiðleikum"?

Ég fæ ekki skilið hvernig svona yfirlýsing hjálpar okkur nokkurn skapaðan hlut, hvað þá að hún skuli vera GRUNDVALLARATRIÐI!?!

Þetta er klisja. Við kjöftum okkur ekki út úr vandanum.

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 17:57

12 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ég er ekki viss um að það skipti neinu máli hvað þu skilur! Það væri gaman að vita hvort þú ert sammála eða ekki, þó er það ekkert grundvallaratriði heldur hitt hvort þú hefur einhverju jákvæðu og uppbyggjandi við að bæta. kv . B

Baldur Kristjánsson, 7.2.2009 kl. 20:08

13 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sammála Baldur. Þeir eru sumir kokhraustir andstæðingar samvinnu í álfunni okkar. Sigurgeir frá Skálafelli áttar sig ekki á að slíkt samstarf sem tryggt hefur frið og mnnúð innan sinna vébanda í meira en hálfa öld er guðdómlegt.

Veit ekki hvort árangur næst með rökum. Menn hrökkva í yfirlýsingagleði og dómhörku. Það er spurning hvort ekki væri æskilegt að hafa "Evrópukaffi" á einhverjum stað í miðbænum fram að kosningum, þar sem að frambjóðendur geta gert grein fyrir stöðu sinni í þessu mikilvæga máli. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 7.2.2009 kl. 21:12

14 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

EF við fáum að ráða yfir auðlindum okkar þá tel ég í lagi að ganga í ESB, annars held ég að þetta sé ekki svona auðvelt eins og þið haldið hérna, að það sé best af öllu illu að ganga í ESB. Við missum auðlindirnar frá okkur, það er ósköp einfalt mál. Þess vegna segi ég NEI, EKKI ESB.  Það er hægt að sækja allt efnið um ESB inná á mbl.is og lesa það.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 7.2.2009 kl. 21:25

15 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Menn fá óáreittir að planta þessu rugli í fólk Gunnlaugur.  Við verrðum að útskýra það betur að engin auðlind er í hættu út af ESB.  Auðlindirnar eru í hættu og hafa nær glatast út af innlendum aðilum og skorti á löggjöf, kv. B

Baldur Kristjánsson, 7.2.2009 kl. 21:45

16 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Þar er ég sammála þér Baldur, ef þú átt við fiskveiðikvótann. Er ekki nóg að hafa tapað honum ? Viljum við tapa meiru frá okkur ??

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 7.2.2009 kl. 23:00

17 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Já, ekki svo vitlaust að halda Evrópukaffi Gunnlaugur, ég mæti. Þá getur þú og Baldur útskýrt ykkar mál, varðandi inngöngu í ESB.  

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 7.2.2009 kl. 23:06

18 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ég mæti ef Gunnlaugur skipuleggur. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 7.2.2009 kl. 23:19

19 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Flott mál !

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 7.2.2009 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband