ESB -brýnt að sækja um aðild!
7.2.2009 | 23:06
Mjög brýnt er að aðildarumræður að ESB komist aftur á dagskrá í pólítískri umræðu hér á landi. Eins og bent er á í leiðara Morgunblaðsins í dag, sunnudag, eru hagsmunir okkar mjög brýnir að ákvörðun um aðildarumsókn sé tekin fljótt. Ákvörðun um að sækja um aðild myndi ,,að öllum líkindum þegar í stað auka trú á íslensku efnahagslífi, bæði innanlands og utan, segir þar. Ástæða er til að taka undir þessa skoðun. Undanfarið hafa ESB andstæðingar leikið lausum hala með þann dæmalausa hræðsluáróður að við missum allt og töpum öllu við ESB aðild. Þetta er dæmalaus fjarstæða. Að öllum líkindum mun staða okkar styrkjast á flestum sviðum. Við eigum samleið með ríkjum Evrópu. Það er aldrei brýnna en nú að átta sig á því.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það hlýtur að vera brýnt fyrst ritstjóri Morgunblaðsins segir það.
Icesave-reikningar? Við borgum!
Fiskveiðistjórnun? Til Brussel!
Lýðræði? Eitt prósent atkvæða er kappnóg. Þetta er nútímalýðræði.
Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 01:41
Baldur
Hérna er super- dúper ESB áróðursmynd handa þér, þetta er örugglega eitthvað sem þú vilt sjá:
http://www.youtube.com/watch?v=5S8N-CNjYq0&feature=related
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 01:48
Já Mogginn fer mikinn í skefjalausum ESB áróðri sínum.
Hverra hagsmuna gengur hann. Er það auðmannana sem að honum standa sem sjá nú þann kostinn vænstan að kljúfa þjóðina sundur í tvær ófriðar fylkingar til þess að takast á um ESB.
Ég skil ekki þeim friðarins manni, prestinum úr Ölfusinu að mæla því bót.
Að ætla nú í flaustri að knýja fram ESB aðildarumsókn væri mikið feigðarflan og alls ekki það sem þjóðin þarf helst á að halda nú.
Þjóðin þarf nú fyrst og fremst eindrægni og frið til þess að við sameiginlega getum unnið okkur útúr vandanum og sleikt sárin.
Aðildarumsókn nú greinilega gegn vilja meirihluta þjóðarinnar eins og skoðanakannanir sýna, væri aðeins til að hella olíu á eld.
Við sem erum harðir andstæðingar aðildar myndum aldrei sætta okkur við slík vinnubrögð og við myndum berjast á móti með öllum tiltækum ráðum.
Við munum aldrei gefast upp fyrir þessu endemis úrtöluliði, frelsi og fullveldi þjóðarinnar verður ekki gefið eftir baráttulaust.
"Those who would give up Essential Liberty to purchase a little Temporary Safety, deserve neither Liberty nor Safety" (Benjamín Franklín 1760)
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 10:46
Morgunblaðið er orðið að nokkurs konar ESB málpípa, ég tek svona hæfilega mark á því sem stendur í þeim miðli, eins og við vitum er Ólafur Stephensen Ritsjóri mikill ESB sinni og að sjálfsögðu rita þetta lið um ESB eins og það sé lausn á heimsins vanda, þvílíkt bull.
ESB >> Nei takk.
Ægir Óskar Hallgrímsson, 8.2.2009 kl. 12:17
Baldur
Hér eru fleiri súper -dúper ESB áróðursmyndir. Þar sem ESB þingið að talar um NWO (eða NWG) sjá: EU and UN call for New World Order, Sarkozy calls for New World Governance, EU and UN call for New World Order
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 19:06
Hérna er myndband á íslensku um ESB aðild. Mjög skýrt og merkilegt.
http://www.youtube.com/watch?v=onx_yd39g4c
Trausti (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 19:23
Ja það er nú ekki hægt að segja það að þetta ESB bænaákall þitt fái mikinn hljómgrunn hér á blogginu þínu Baldur minn.
Ja nema síður. sé ég sé hér engan sem tekur undir þetta hjá þér. Ég vona að þú kynnir þér mjög vel videó myndirnar hér og kanski muntu þá sjá að lýðræðið á ekki uppá pallborðið hjá þessu kerfislæga miðstýrða apparati.
Minnir alltaf meir og meir á starfaðferðir SOVÉT-sins gamla !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 19:38
Gunnlaugur! þið eruð sérkennilegur söfnuður sem hrúgast inn á bloggið mitt í hvert sinn sem ég nefni ESB en það sem virðist sameina ykkur er að þið glápið á svona myndbönd. þau eru ekki fyrir upplýst fólk. Þið eruð þó fremur kurteisir þó þið séuð ekki víðsýnir. Það megiði eiga. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 8.2.2009 kl. 20:00
Heyrt hef ég virtan hagfræðing segja frá því að evrunni séð spáð hruni þegar á næstu mánuðum! Nú er ég hvorki hagfræðingur né spámaður og læt þær íþróttir öðrum eftir. En mér finnst nú hreinasti óþarfi að vera með eitthvert ákall um þessa ákvörðun meðan svo er. Okkur Íslendingum hættir mjög til að leggjast í tilbeiðsluástand og finna okkur blæti þegar á móti blæs.
Árni Gunnarsson, 8.2.2009 kl. 21:30
Mikið er ég sammála þér Baldur,- beint í ESB takk fyrir.
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 8.2.2009 kl. 23:33
Þórhildur Helga
Hérna bráðum hættir þú að tala um ESB og ferð að heimta New World Order aðild sem fyrst og svo RFID Chip, ekki satt?
sjá: EU and UN call for New World Order, Sarkozy calls for New World Governance, EU and UN call for New World Order
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 02:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.