Byggðamál 1. grein - landsbyggðin á hausnum!

Nú er Kaupfélag Héraðsbúa farið á hausinn. Flutningar fólks á suðvesturhornið  byrjuðu fyrir alvöru í upphafi 20. aldar – verulega herti á þeim á tímum síðari heimstyrjaldar – nokkuð hægði á þróuninni á sjötta og sjöunda áratug aldarinnar en síðan þá hefur þéttbýlisþróunin verið jöfn og örugg.  Allan þennan tíma hefur landsbyggðin kveinkað sér undan þessari þróun (eins og hún komi fólki alltaf jafn mikið á óvart).  Heilu kynslóðirnar hafa eytt lífi sínu í þennan harmagrát.  Í hverjum einustu kosningum lofa stjórnmálamenn því að rétta  við hag landsbyggðar. Það kátbroslega í þessu er að milli þess að fólk kveinar kýs það í auknum mæli flokka sem aðhyllast markaðsbúskap jafnvel frjálshyggju en hvort tveggja hugmyndafræðin byggir á því að sem styðst sé á milli neytenda – eru því stjórnmálastefnur sem óhjákvæmilega leiða til þéttbýlismyndunar.

Gríðarleg orka fer í þetta vonlausa andóf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er greinilegt að kvótakerfið og mannréttindabrotin sem því fylgja er algjört tabú hjá Samfylkingunni.

Á nú eina ferðina enn að hlaupa yfir það kerfi sem hefur misboðið réttlætiskennd almennings og rústað blómlegum byggðum?

Sigurjón Þórðarson, 10.2.2009 kl. 14:19

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ég er ekki Samfylkingin - ekki ennþá! Kv. B

Baldur Kristjánsson, 10.2.2009 kl. 14:33

3 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Það er ekki bara kvótinn sem gerir þetta fólksflóttinn byrjaði löngu á undan kvótanum það er fjölbreytni atvinnulífsins og skólarnir sem eru þeir þættir sem hafa mest áhrif hvers vegna er mun færra kvenfólk á landsbyggðinni er það vegna kvótans ég efa það stórlega það er einhæft atvinnulíf fólk er menntað til að vinna í þéttbýli háskólar eru ekki að hugsa um hina dreifðu byggðir. Þeir sem búa þar eru þar vegna þess kúatúr sem þeir sækjast í ekki eru það vegna launa.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 10.2.2009 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband