Stjórn Jóhönnu fær engan frið!

Í hvert sinn þegar Sjálfstæðismenn fara í minnihluta umhverfist allt. Þeir kunna ekki við sig, eru pirraðir, valdakerfið titrar. Sjálfstæðismenn hafa undirtökin í atvinnulífinu, bankakerfinu, embættismannakerfinu, fjölmiðlum og sveitastjórnum. Allt kerfið vinnur að því að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur mistakist. Hinir flokkarnir spila með þeim á víxl.  Nú spilar Framsókn með Sjálfstæðisflokkum og gerir ríkisstjórninni eins erfitt fyrir og hún þorir. Það er í raun sorglegt hve lítinn starfsfrið ríkisstjórn stjórnin fær.  Fyrst og fremst er horft er til kosninga og valdahlutfalla.  Hvað sem öðru leið var þjóðarnauðsyn að gefa henni starfsfrið fyrstu vikurnar. Það varð ekki!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Þetta eru bullur. Þjóðarhagur er eitthvað sem er ekki ofarlega á blaði hjá þeim.

hilmar jónsson, 11.2.2009 kl. 18:17

2 identicon

Bullur haf þá afsökun, að þeir eru eingöngu á höttum eftir fætingi, ekki heimsyfirráðum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki þá afsökun.

1. Þeir hafa hugmyndafræði sem leið skipbrot vegna þess hve röng hún er og vegna þess að þeir gættu ekki að því að leiðrétta kúrsinn.

2. Þeir hafa völd og vilja halda þeim, sama hvað það kostar, sama hverjir bíta í gras. Þessvegna er þeim fyrirmunað að sjá aðra á valdastóli.

3. Þeir hafa setið lengi að kjötkötlunum og eru enn jafnsvangir og feiti gaurinn í "Meaning of Life" sem át á sig gat og sprakk að lokum vegna græðgi sinnar. Skítt með hverjir svelta í kringum þá. Guð þeirra er maginn.

Eina leiðin til að snúa þessu við og gera Sjálfstæðisflokkinn heiðarlegan, er að dæma hann til stjórnarandsstöðu um sinn. Reyndar þarf það að gerast fyrir Framsókn líka. Verst að það virðist taka nýja flokka um tuttugu ár að sanna sig. Annars væri hægt að bjóða bæði Samfylkingu og VG upp á sömu meðferð, kannski síst VG!

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 18:39

3 identicon

Baldur minn. Af hverju ætti stjórnin að hafa frið? Á bara stundum að hafa uppi gagnrýni og stjórnarandstöðu? Og á bara stundum að vera vinnufriður?

Þeir eru þó ekki farnir að berja löggur, bera eld að húsum og kasta skít, sbr hina friðsömu búsáhaldabyltingu. En hver veit, það kannski kemur næst :)

En stjórnin og forsetinn eru jú í bænum okkar....... eins og alltaf. Eða hvað?

Sigmundur Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 18:57

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Hveitibrauðsdagar Sigmundur, hveitibrauðsdagar, jafnvel þeir kokkáluðu virða hveitibrauðsdaga sunnlendingur góður ef þú ert sá sem ég held. kv. B

Baldur Kristjánsson, 11.2.2009 kl. 19:05

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Pstillinn beint í mark.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.2.2009 kl. 21:36

6 identicon

Skarpur Baldur...gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 08:41

7 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Menn eru greinilega svo óvanir því að Sjálfstæðisflokkurinn sé í stjórnarandstöðu að reyndin er þeim lítt bærileg. Á næstliðnum árum höfum við talið það sjálfsagðan hlut að horfa upp á þá Steingrím Sigfússon og Ögmund Jónasson hrópa og baða út höndunum í ræðustóli á Alþingi; jafnvel leggja (nett) hendur á andstæðinga sína.

Það er rétt sem Baldur segir, að það fer mönnum eins og Geir Haarde afskaplega illa að vera með nudd og nöldur. Slíkir menn fara fyrir öðrum alla jafna og þurfa að sýna settlegt fas og virðulegt. Vonandi verður Baldri að ósk sinni og ljúki þessu millibilsástandi sem fyrst og skipist þeir menn í forystu sem best eru til þess fallnir.

Flosi Kristjánsson, 12.2.2009 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband