Skuggalífhvolfið

Er þar ekki komið skýring á tilvist huldufólks, álfa og jafnvel drauga.  Kannski förum við í þetta skuggalífhvolf eftir dauðann eða kannski erum við nú í skuggalíhvolfinu.  Alla vega upp á síðkastið.
mbl.is Framandi lífverur hugsanlega að finna á jörðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórgnýr Thoroddsen

Kannski, en það er afar órökrétt að negla fyrstu skýringu sem maður finnur sem orsök afleiðingar.

Þórgnýr Thoroddsen, 17.2.2009 kl. 12:05

2 Smámynd: Páll Jónsson

Sammála síðasta ræðumanni 

Páll Jónsson, 17.2.2009 kl. 12:07

3 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Já, hvers vegna hafa miðlar ekki fengið nóbelsverðlaun í líffræði í röðum?

Kristján Hrannar Pálsson, 17.2.2009 kl. 15:02

4 Smámynd: Kári Harðarson

Ég held að maðurinn sem greinin vísar í eigi við efnisheiminn, bara ekki DNA heldur önnur efnasambönd :  "Chrystalline entities" eins og í Star Trek...

Kári Harðarson, 17.2.2009 kl. 15:34

5 identicon

Ég vil meina að geimurinn sé fullur af lífi (örlífi reyndar yfirleitt) og mismunandi efnasamböndum.  Ég sé heiminn eiginlega fyrir mér eins og Surtsey, hingað hafa borist mismunandi örverur sem lífið hafi "myndast" af og þá er auðvitað eðlilegt að enn séu að berast hingað nýjar örverur sem aðlagast nýjum aðstæðum, þó þær eldri geri það ekki.  En er þá ekki "bottom-línan" að við séum öll geimverur??

Ásta (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 17:18

6 identicon

" En er þá ekki "bottom-línan" að við séum öll geimverur?? "  Mikið rétt en það minnir mig á aðra spurningu.  Áður en við förum að leita að vitsmunalífi á öðrum hnöttum þurfum við ekki fyrst að leita að vitsmunalífi á Jörðinni?

Jón H. Þórisson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 20:38

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Skemmtilega frumlegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.2.2009 kl. 23:23

8 Smámynd: Tryptophan

Og það væri í rauninni svolítið magnað, ef maður pælir í því frá sjónarhorni nútíma líffræðinga, ef lífið hefði bara kviknað bara einusinni, á einum stað og einum tíma á jörðinni, og lifað af alveg þangað til núna. Þessvegna kæmi það mér ekki á óvart ef lífið hefði kviknað á nokkrum stöðum, jafnvel nokkrum sinnum, þar sem kringumstæður voru réttar.
Við erum að tala um 4'200'000'000 ár. :)

Tryptophan, 18.2.2009 kl. 03:22

9 Smámynd: Árni Þór Þorgeirsson

Skuggalífhvolfið er átt við sem ég best man það ecosystem þar sem ljós er ekki grunnurinn, til dæmis í okkar kerfi þá fæst grunnorkan út frá ljósi sem er notað í ljóstillífun sem svo er notað til að mynda lífmassa sem við svo borðum hvort sem er beint eða gegnum aðrar lífverur, í þessu tilfelli getur grunnur skuggalífhvolfs verið heitavatsuppsprettur eða annar orkugjafi.

Árni Þór Þorgeirsson, 18.2.2009 kl. 06:38

10 identicon

Bah, lesið bara Jules Verne, hann er búinn að fjalla um þetta fyrir all löngu.

Gústaf Gústafsson (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband