,,þótt lánið breyti sér"

Það kemur fyrir að sálmar í sálmabókinni tali tæpitungulaust inn í tíðarandann.  En stundum svona óvart eins og sálmur 594 þar sem fyrstu fjórar línurnar hljóða svo:

,,Ó, vef mig vængjum þínum/til verndar, Jesús hér,/og ljúfa hvíld mér ljáðu,/þótt lánið breyti sér."

Þetta ætti fólk að syngja á skuldsettum heimilum sínum sjálfum sér til hugarhægðar. Annnars er vafasamt að vera að grínast með þetta hörmungarástand.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll séra minn.

Sem betur fer útlokar alvaran ekki grín. Stundum er grínið góð, viðurkennd flóttaleið í erfiðleikum.

Oft hef ég brosað og stundum skellihlegið (meira að segja þegar ég mátti í raun alls ekki hlægja) að orðlagi sálma.

Hitt veit ég að séra Magnúsi Runólfssyni var mikil alvara með þessum orðum og ég veit líka að margir gera orð sálmsins að sínum þó ekki sé sungið hátt.

Þessi sálmur hefur verið kvöldsöngur í sumarbúðum KFUM og KFUK í fjöldamörg ár.

Einmitt núna þegar lánið hefur breytt sér, ekki yfirgefið okkur, eru fleiri en margan grunar sem einmitt biðja Jesú að vera bæði yfir og allt um kring.

Bestu kveðjur, H.P.

Hólmfríður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 20:35

2 identicon

Sæll aftur Baldur, stundum er langur í mér fattarinn. Lán í þeirri merkingu sem þú sást kom mér ekki hug fyrr en svona löngu eftir á og þá hló marbendill.

Ég man ekki lengur hvaða sálm við vorum að syngja kennarar og nemendur í Víðimýrarkirkju hérna forðum daga, en það man ég að skólastjórinn fékk óstöðvandi hlaturskast sem kom þó ekki að sök því nemendur voru ýmsu vanir þegar stýran átti í hlut.

kveðjur á ný, H.P.

Hólmfríður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 22:55

3 identicon

 

EE elle (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 23:52

4 identicon

Rite... tilbiðja eitthvað sem aldrei var til... það ætti að róa suma ha :)

DoctorE (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 09:21

5 identicon

Sæll DoctorE.

Til að forðast allan misskilning ætla ég að taka fram að skóli sá er hér er talað um var rekinn af Kirkjunni og allir nemendur vissu að hverju þeir gengu þegar þeirr sóttu um skólavist.

Minni svo á málfrelsi og trúfrelsi. 

Flest sæmilega upplýst fólk sýnir trú annarra og skoðunum virðingu þó þeir séu ósammála þeim og finnist þær jafnvel óttalegt bull.

Ég ætla ekki að munnhöggvast við þig en sendi þér bestu kveðjur,

H.P.

Hólmfríður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 10:41

6 identicon

Ekki ertu að meina að það sé trúfrelsi á íslandi Hólmfríður?
Er trúfrelsi í landi þar sem ríkisguð er framar öllu öðru, þar sem starfsmenn meints ríkisguðs vaða yfir börn í skólum, óþroskuðum hugum.. og segja þeim að ef þau borga ekki til ríkisguðsins, að þá séu það pyntingar sem taka við á næsta leveli.
Ég get ekki komið auga á að hjátrú og annað sé eitthvað sem beri að virða... ef einhver segir að 2 + 2 = 10... er ég þá leiðinlegur ef ég leiðrétti viðkomandi... væri það virðingarverðugra ef ég segði: Já hurru, þú hefur nokkuð til þíns máls.

DoctorE (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 11:14

7 identicon

DoctorE.  Ég verð að segja að  þú hefur nokkuð til þíns máls og kemur með góð rök þarna sem fyrr.  Og þó ég treysti mér ekki í neinar guðs umræður.  En ertu viss um að 2 + 2 séu ekki 10?  

EE elle (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband