Við eigum samleið með þjóðum Evrópu, ekki spurning!
23.2.2009 | 11:41
Væntanlega munu Íslendingar fá 10-20% meira fyrir útflutningsafurðir sínar við inngöngu í ESB og vöruverð mun lækka hér innanlands um 15-20%. En þetta er ekki aðalatriðið. Aðalatriðið er að við eigum samleið með þjóðum Evrópu. Við höfum starfað með þeim á vettvangi Evrópuráðsins frá því um 1950 og í NATO frá sama tíma og sem aukameðlimir í ESB frá 1994 og þar áður í EFTA frá áttunda áraugnum. Full aðild að ESB er rökrétt og eðlilegt framhaldsskref.
Andstæðingar ESB eru fastir í sjálfstæðisbaráttu fyrri hluta síðustu aldar. Henni er lokið. Við erum sjálfstæð og fullvalda þjóð. Nú er spurningin: Hvernig varðveitum við sjálfstæði okkar og fullveldi. Það gerum við best í samstarfi sjálfstæðra og fullvalda þjóða innan ESB. Þar verður við í hópi Dana, Svía, Finna, Þjóðverja, Breta, Frakka, Eistlendinga, Letta og Litháa og átján annarra frjálsra og fullvalda þjóða sem hafa ákveðið að standa saman og eru í fararbroddi hagsældar og mannréttinda í heiminum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Baldur. Þetta er merkilegur pistill en kemur kannski ekki svo mjög á óvart miðað við fyrri skrif þín. Gott væri að fá frá þér nánari útlistun á fyrstu staðhæfingunni um 10-20% hækkun á verði útflutnings við inngöngu í ESB. Áróðurinn um lækkun á innfluttum vörur um tugi prósenta hefur verið marghrakinn, nema þá þú viljir leggja af allt skjól fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir.
Við getum áfram átt samleið með Evrópuþjóðum án þess að ganga í ESB sem ekki er sérstaklega girnilegt kompaní eins og nú háttar til. Um það sagði ég í gær í bloggi eftirfarandi:
"Hver höndin er upp á móti annarri innan ESB eins og fram kemur nú í aðdraganda leiðtogafundar þess. Efnahagskreppan í einstöku aðildarríkjum dýpkar dag frá degi. Í gær þyrptust 100-200 þúsund Írar út á götur í kröfugöngu gegn ástandinu. Á Írlandi er gjaldmiðillinn evra og gerir það stjórnvöldum ókleift að grípa til sértækra aðgerða. Í Lettlandi hafa geisað götubardagar undanfarið þar sem krafist er afsagnar ríkisstjórnar landsins sem tengt hefur gjaldmiðilinn lati við evru en sú ráðstöfun bindur hendur stjórnvalda. Þetta er þó sú leið sem ýmsir ESB-sinnar hérlendis hafa lagt til með krónuna. Svipað ástand og í Lettlandi getur skapast fyrr en varir í öðrum Eystrasaltsríkjum og víðar innan sambandsins, m.a. í Búlgaríu. Í Grikklandi hefur allt verið í uppnámi mánuðum saman. Í kjarnaríkum ESB, Frakklandi og Þýskalandi grefur óánægja almennings um sig og skýrir það m.a. orðaflaum Sarkosys Frakklandsforseta um siðbættan kapítalisma. Hann hefur ástæðu til að óttast að franskur almenningur rísi upp þegar ástandið versnar.
Hvernig í ósköpunum dettur Samfylkingunni og Framsóknarflokknum í hug að krefjast við þessar aðstæður að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu?"
Hjörleifur Guttormsson, 23.2.2009 kl. 12:02
Ég tel mun vænna fyrir okkur að binda trúss okkar við N-Ameríkuþjóðir (þá ekki síst Kanada) annars vegar og N-Atlantshafsþjóðir hinsvegar (Norgeg með Grænland og Færeyjar inni í myndinni líka).
Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 13:03
Ísland er hluti af Evrópu og hefur verið það frá því land byggðist.
Sögu og menningarleg tengsl Íslands og Evrópu auk efnahagslegra gera það að verkum að það þarf ekki einu sinni að ræða þetta mál.
Ísland á heima í ESB.
Allt tal um Kanada, Alaska eða what ever er bara útí hött.
Með Færeyjar, þá yrði ég ekki hissa þó þeir yrðu komnir í ESB innan skamms.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.2.2009 kl. 13:53
Ég er bara alveg ósammála þér Ómar Bjarki. Forfeður okkar voru einmitt fyrstu vesturfararnir, yfirgáfu Evrópu og fóru hingað. Við eigum margt menningarlegt og nær allt landfræðilegt meira sameiginlegt með Kanadmönnum en t.d. portugölum, spánverjum og áður en langt um líður ... tyrkjum.
Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 14:44
Ég rak, Baldur, augun í sömu vitleysuna í upphafi þessara skrifa þinna og Hjörleifur tók eftir: þá fullyrðingu, að Íslendingar myndu "fá 10-20% meira fyrir útflutningsafurðir sínar við inngöngu í ESB"!
Er það á þessum ranga grunni,sem þú hefur reist þínar landsfrægu væntingar til innlimunar okkar í þetta bandalag? Þá skil ég þig kannski örlítið betur. En þetta er einfaldlega mjög alvarleg staðreyndavilla hjá þér, og nú þarftu að fara að kynna þér málin upp á nýtt.
Jón Valur Jensson, 23.2.2009 kl. 17:30
Nei, lestu seinni hlutann - þar kemur aðalatriðið. Annars er gott að sjá þig inn á vefnum aftur. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 23.2.2009 kl. 17:33
Þakka þér þau góðu orð í minn garð, Baldur, og vegni þér vel með öll góð mál.
En enga þolinmæði get ég haft gagnvart villuslóðum þínum í þessu máli. Seinni hlutinn í þessum pistli þínum leiðréttir ekkert af því, sem við Hjörleifur vorum að gera þarna aths. við. Það er jafn-vitlaust hjá þér eftir sem áður. En svo bætirðu auðvitað annarri ofugmælavísu ofan á:
Þessi sjálfstæðisbarátta stóð líka yfir á 19. öld, og Jón Sigurðsson myndi snúa sér við í gröfinni, ef hann læsi skrif sem þessi. Fullveldisskerðing af því alvarlerga tagi, sem innlimun í EBé fæli í sér, myndi leika þjóð okkar grár en nokkra aðra þjóðí bandalaginu, af því að við yrðum bæði þeirra langsmæsta (Möltubúar eru fólkfæstir, 406.000) og eigum mestu fiskimiðin (og lögsögu sem er rúml. sjöfalt stærri en landið) og erum með langstærsta hlut þjóðartekna af fiskveiðum af öllum Evrópuþjóðum, enda meðal mestu fiskveiðiþjóða heims. En bandalagið heimtar yfirráð (stjórnunarrétt og lögsögu) yfir svæðinu milli 12 og 200 mílna. Do you get it?
Sjálfstæðisbaráttunni er aldrei lokið. Hún framlengist m.a. með samningum okkar um utanríkisviðskipti – og um þau getum við samið, af því að við erum sjálfstæð, en gætum það alls ekki, ef við værum í EBé. Bandalagið gefur ekki einstökum ríkjum sínum neinn rétt til að eiga tollfrjáls viðskipti við Kína eða Indland, en við höfum þann rétt, ef um semst við þau afar mikilvægu stórríki.
Sjálfstæðisbaráttan hélt líka áfram með landhelgisútfærslunni og þorskastríðunum 1972 og 1975–6. Við gátum farið út í þá útfærslu, af því að við vorum sjálfstæð þjóð, en hefðum ekki fengið að gera það, ef við hefðum þá verið komin í Evrópubandalagið.
Allt þetta áttirðu að vita. Hve oft þarf að segja þér það?
Jón Valur Jensson, 23.2.2009 kl. 17:50
Efnahags- og peningakerfi Íslands hrundi - - - - og gjaldeyriskreppa ríkir enn og sér ekki fyrir endann á henni. Það er ekki verið að mótmæla Evrópusambandsaðild með "búsaáhaldabrauki á Austurvelli" . . . Hjörleifur Gutt. . . . . það er verið að mótmæla hruni, ráni og ráðaleysi. . . . . og ég spái að það verði bráðlega efni til að mótmæla þeim tilburðum ESB-andstæðinga til að útiloka okkur frá því að nálgast EVRU og Evrópusamstarfið . . . .
Vittu til Hjörleifur . . . .
Benedikt Sigurðarson, 23.2.2009 kl. 18:01
Gaui, þú verður að lesa söguna aftur.
Veistu hvað það er stutt síðan kanada varð til ? Í fyrradag !
Ísland var alla tíð hnýtt traustum böndum við Evrópu. Náttúrulega sérstaklega skandinavíu og N-Evrópu en einnig M-Evrópu, svo sem Þýskaland - og já líka Tyrkland. Fjölmenntu til Miklagarðs á sínum tíma.
Það er nefnilega mikill misskilningur að Ísland hafi meir og minna verið einangrað hérna uppi. Íslendingar voru afar tengdir Evrópu alveg frá byrjun og í gengumaldirnar. Við eru Evrópubúar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.2.2009 kl. 19:05
Já, við erum Evrópubúar, vorum það án EBé og verðum það án EBé. Við kunnum að meta Beethoven og Goethe, Shakespeare, Chopin og Schubert, Mozart og Mendelsohn og Cervantes án Ebé og Tsjaikovskí, Brahms og Bach, Purcell og Britten, Verdi og Vivaldi svo sannarlega án Ebé! Niður með ofríkisbandalagið, sem reyndar á eftir að drepa niður sjálft sig með svokallaðri "neikvæðri fólksfjölgun", þ.e.a.s meira en tugmilljónar fólksfækkun á hverjum áratug nú fram undan.
Jón Valur Jensson, 23.2.2009 kl. 19:13
Hjörleifur! Ég stend við það að verð á útflutningsvörum muni væntanlega hækka og verð á innflutningi lækkar örugglega. Lífskjör batna. Hvað Hjörleifur er verið að gera núna annað en að ræna íslenska alþýðu með því að lækka gengið niðrúr öllu valdi og með því að binda fólk í skuldaklafa. Þeta er ekki hækkun í hafi. Þetta hefur gerst með reglulegu millibili í okkar tíð og ungt fólk lætur ekki bjóða sér þetta lengur.
Upptalning þín Hjörleifur að allt sé í volli er marklaus. Ég gæti sett á þúsund sinnum lengri pistil um frið og kyrrð í ESB löndum - það væri bara marklaust líka. Meginstefið er þetta: Allar þjóðir sem gengið hafa í ESB hafa hagnast á því. En það er samt heldur ekki meginpunktur minn, heldur sá að við eigum einfaldlega samleið með' Evrópu.
Gáðu að því Hjörleifur að hvergi er mannréttindi betur virt og varin en í Evrópu.
Jón Valur: það breytir engu þó að sjálfstæðisbaráttan hafi staðið 19. öldina líka. Þeirri baráttu er líka lokið. Nú tekur við spurningin hvernig varðveitum við sjálfstæðið best. Mitt svar er: Í samvinnu sjálfstæðra og fullvalda þjóða innan ESB.
ESB hefur ekki rænt neina þjóð lífsbjörg sinni svo ég svari nú þessu með fiskinn. Í þeim efnum erum við sjálfum okkur verst. Við getum og ættum að setja lög sem tryggja það að fólk í sjávarbyggðum þessa lands geti stundað sjóinn og að auðlindin sé og verði í reynd og raun í eigu þjóðarinnar. Kveðja til ykkar beggja stórmenna. B
Baldur Kristjánsson, 23.2.2009 kl. 23:19
Þetta er alls ekki rétt hjá þér um fiskinn, Baldur. Hafa Englendingar og Skotar haldið einkarétti yfir sinni fiskveiðilögsögu? Nei, Spánverjar o.fl. eru komnir þangað inn með þeim, og það veldur mikilli gremju brezkra sjómanna. Misstu Möltubúar og Slóvenar ekkert af einkarétti sínum við inngöngu/innlimun í bandalagið? Jú, víst gerðu þeir það. Hins vegar væri rangt að orða þetta þannig, að t.d. Möltumenn hafi misst þar með lífsbjörg sína (þótt fiskimenn þar hafi misst stærstan hluta af einkarétti sínum), vegna þess að sjávarútvegur er svo sáralítill hluti af heildar-tekjum/lífsbjörg þjóðarinnar þar.
Sjávarútvegur er sér á parti hjá bandalaginu, og það kemur nákvæmlega niður á okkur, ef við álpumst þangað inn, með okkar afgerandi stóra hluta þjóðartekna byggðan á fiskveiðum. Að halda, að okkar löggjöf geti verið hinzta og æðsta orðið í fyrirkomulagi fiskveiðimála við og eftir innlimun í bandalagið, er glópabjartsýni sem byggist á vanþekkingu um bandalagið.
Þá myndum við einnig missa réttindi okkar bæði til hvalveiða og selveiða – og fengjum ekki að veiða hákarl til að selja hann. Um orkumál (olíu- og gaslindir, jafnvel einnig orku fallvatna og jarðhita) yrðum við ennfremur undirseld þeim ekkert svo fjarlæga möguleika, að Evrópubandalagið setji um þau löggjöf, sem skerða myndi einka-yfirráðarétt okkar og jafnvel einka-nýtingarrétt (líttu á tengilinn gefna).
Þetta um 19. öldina hafði ég með, vegna þess að verk Jóns Sigurðssonar og fylgismanna hans var afgerandi mikilvægt fyrir sjálfstæðisbaráttu okkar. En notaðu það ekki sem smjörklípu til að draga athyglina frá hinu, sem ég sagði í 7. innlegginu, kl. 17:50, en það varðar löggjafar- og lögsöguréttindi okkar – réttindi til að koma mikilvægum málum fyrir með þeim hætti, sem við hefðum ekki rétt til, ef við værum í Evrópubandalaginu. Það átti t.d. við um alla útfærslu fiskveiðilögsögunnar úr þremur í fjórar, úr fjórum í 12 og síðan í 50 og 200 mílur, og það á einnig við um einkarétt okkar til að gera viðskiptasamninga við önnur ríki– rétt sem við höfum ennþá, en myndum missa við innlimum í EBé. Það átti líka við um rétt okkar til að hefja í stórum stíl makrílveiðar á síðastliðnu ári – við hefðum misst af þeim 25.000 tonna veiðum, ef við hefðum verið í Evrópubandalaginu.
Hvenær ætlar þér að skiljast þetta, Baldur minn?
Smáir eða stórir, ég og hann Hjörleifur – hvort heldur við erum, þá erum við þó báðir að reyna. Og ekki hyggst ég svíkja minn Jón Sigurðsson.
Með góðum óskum,
Jón Valur Jensson, 23.2.2009 kl. 23:55
Já, ég er ekki eins hræddur við þetta og þú. En margt af þessu ætti nú að koma í ljós í aðildarviðræðum. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 23.2.2009 kl. 23:59
Svo segirðu Hjörleifi, að þú "st[andir] við það að verð á útflutningsvörum muni væntanlega hækka." Hvernig, Baldur? Er ekki rétt fyrir þig að tilgreina, hvaða tollar myndu lækka sem nemur u.þ.b. 10–20% (sbr. það sem þú sagðir hér fyrst alls í grein þinni og hefur ekki dregið til baka)?
Eftir EES-samninginn – sem "var í eðli sínu afar ósanngjarn gagnvart Íslendingum," af því að "þar var nær öllum viðskiptahindrunum rutt úr vegi á sviði verslunar og viðskipta (iðnaðarvörur voru löngu orðnar tollfrjálsar), en ESB hélt þó áfram að brynja sig með tollmúrum gagnvart aðalútflutningsatvinnuvegi Íslendinga" (Ragnar Arnalds: Sjálfstæðið er sístæð auðlind, 1998, s. 90) – eftir þann EES-samning, endurtek ég, hefur þó verið lítill tollur á mestallan okkar fiskútflutning til Evrópubandalagsins miðað við það sem þú fullyrtir hér um 10–20% aukningu útflutningstekna okkar, ef við gengjum í bandalagið. Ég vitna aftur í sama rit Ragnars, s. 90–91 (feitletrun hans, en undirstrikun mín):
Lesturinn er heldur lengri hjá Ragnari, en hér hefur flest það markverðasta komið fram, en þó má geta þess (s. 92), að "hins vegar er lýsi og mjöl tollfrjálst í ESB og hefur verið það frá árinu 1976." Og hvar eru nú þín 10–20%, Baldur minn?
Svo er það alls ekki sjálfgefið, að tollar af íslenzkum sjávarafurðum myndu sjálfkrafa falla niður hjá EBé, ef Ísland gengi í bandalagið, því að það myndi ráðast af því, hvort floti þess fengi heimild til að veiða í íslenzkri landhelgi, sbr. ennfremur reynslu Norðmanna af samningaviðleitni við bandalagið 1994 (sjá R. Arnalds, sama rit, s. 93).
Jón Valur Jensson, 24.2.2009 kl. 00:36
Mikil er ábyrgðin hjá Jóni Val og Hjörleifi ef þeim tekst að telja þjóðinni trú um að allt sem frá þeim kemur sé "hinn mikli sannleikur" um ESB.
Páll A. Þorgeirsson, 24.2.2009 kl. 11:51
Þetta svar frá Páli sýnist mér til marks um, að hann hafi engin rökstudd svör gegn málflutningi okkar Hjörleifs, sér í lagi um tollamálin. En báðir hygg ég við séum sáttir við að þekkja til þess nauðsynlegasta sem segja ber um þessi mál, hvað Ísland snertir, og séum ekki með neinn belging yfir því að vera alvitrir, eða er það einhver?
Jón Valur Jensson, 24.2.2009 kl. 13:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.