Um tengsl atvinnulífs og stjórnmála og skoðanakúgun!

Í sveitarstjórnum á að klippa sem mest á tengsl atvinnulífs og stjórnmála. Það er úrelt að þeir sem eigi fyrirtækin stjórni öllu í sveitarfélögum.  Í stjórn sveitarfélaga á að vera fólk sem vill byggja upp gott samfélag.  Sveitarstjórnir eiga ekki að vera hagsmunatæki undir stjórn þeirra valdamestu það er að segja þeirra sem ráða því hvort að fólk hefur vinnu eða ekki.  Þeir sem stjórna fyrirtækjum eiga að halda sér við það, samkvæmt þeim leikreglum sem þeir sem hafa áhuga fyrir því að byggja upp gott samfélag, setja. Nú eru sjálfsagt til atvinnurekendur sem hafa áhuga fyrir að byggja upp lifandi og góð samfélög. Þá eiga þeir að taka þátt.

Það á að hvetja fólk til að hafa skoðanir.  Skoðanir eru heilbrigðar. Það er heilbrigt að hafa skoðanir. Grundvöllur lýðræðislegs samfélags er að fólk þori að hafa skoðanir og geti látið þær í ljósi án þess að þurfa að óttast atvinnuleysi, baknag eða annað slíkt. Margir óttast um stöðuhækkunarferli sitt og hafa ástæðu til. Allt of margir kjósa það að þegja. Fréttir ofanúr Gnúpverjahreppi að Sigurður sveitarstjóri hafi verið látinn taka pokann sinn m.a. af því að hann bloggaði eru skelfilegar. Ég er sjaldan sammála Sigurði en hann setur skoðanir sínar skemmtilega fram og kurteislega.  Hann var sjálfum sér og Gnúpverjum til sóma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

þetta er mikið rétt Baldur. En eins og við vitum, þá hefur þetta nú æxlast svona til á smærri stöðunum vegna þess að það hafa ekki aðrir en þeir sem vinna "hjá sjálfum sér", þ.e. eru með eigin rekstur, haft aðstöðu til að vera í sveitarstjórnarmálum, venjulegt fólk hefur ekki getað gefið sig að þessum málum vegna þess það þarf í þau mikinn tíma, ef þeim á að sinna. Þetta er m.a. ástæða þess að ég tel þurfa að stækka sveitarfélögin svo hægt sé að launa þessi störf þannig að allir geti gefið sig að þeim. Þeir eru hinsvegar enn of margir sem halda að þetta fyrirkomulag haldi í þeim lífinu.

Við þekkjum svo aftur dæmi þar sem fyrirtækin hafa ekki fengið þann tíma sem þörf var á og lent í vandræðum, vegna þess að framkvæmdastjórinn var að sinna pólitíkinni og fyrirtækið galt þess. Þannig að þetta verður ekki alltaf að gagni.

Það þarf að losna við þetta klíku-kunningja-pólitíska fyrirkomulag sem við nú sitjum uppi með í sveitarstjórnarstiginu, svo allt of oft.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.2.2009 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband