Gordon Brown boðar umbætur!
28.2.2009 | 12:13
Gordon Brown forsætisráðherra Breta boðar nýtt bankasiðferði. Bankarnir annist heiðarlega ráðsmennsku með fé almennings en stundi ekki ábyrgðarlausa áhættuhegðun með það fé eins og verið hefur. Á sama tíma boðar hann verkaskiptingu banka, einn láni til húsnæðis, annar til iðnaðar o.s.frv. Þannig geti bankarnir einbeitt að í stað þess að dreifa kröftum sínum. Bretar eru í raun og veru að boða afturhvarf til þess sem kerfis sem við þekkjum héðan þegar einn bankinn þjónustaði Útveginn, annar íðnaðinn sá þriðji bændur og svo framvegis. Við ættum kannski að hugsa á sömu nótum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.