Það er svo margt sem við gætum ef...
28.2.2009 | 17:09
Það er ekki skortur á tækni sem er þröskuldur á vegi okkar til fullkomnari veraldar heldur fastheldni okkar á það sem var og er og auk þess peningahagsmunir voldugra.
Við gætum brauðfætt öll heimsins börn. Tæknin leyfir það.
Við gætum bjargað lífi fimm milljóna barna sem nú deyja úr næringarskorti og niðurgangi fimm ára og yngri. Tæknin gerir það kleyft
Við gætum framleitt, með litlum tilkostnaði, rafmagn fyrir alla í búa jarðar. Það er sáraeinfalt tæknilega séð.
Þannig mætti telja nánast í það óendanlega.
Við Íslendingar gætum keyrt bílaflotann okkar án olíu. Það yrði tæknilega einfalt.
Við gætum framleitt rafmagn án þess að eyðileggja dýrmáætar náttúruperlur. Það er ekki spurning um tækni heldur spurning um vilja.
Við gætum stundað hér árangursstjórnmál en ekki hagsmunastjórnmál. Það er nú reyndar spurning um siðferðisþroska
Við gætum haft hér öflugra lýðræði. Það er fyrst og fremst spurning um lýðræði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
jebbs þannig er nú það.. grátlega einfalt!!
Hinrik Þór Svavarsson, 28.2.2009 kl. 18:50
Þetta er því miður nánast allt rangt hjá þér Baldur. Segðu hvernig og ég skal hlusta...
Sigurjón, 1.3.2009 kl. 03:24
Þetta er rétt hjá þér Baldur. Sigurjón þetta er allt hægt, þetta er bara spurning um vilja.
Neo, 1.3.2009 kl. 10:22
Til gamans um raf bíla,. jg
http://www.mpgomatic.com/2008/11/09/electric-ford-f-150/
http://www.pmlflightlink.com/motors.html
http://www.sdearthtimes.com/et0101/et0101s14.html
http://www.afstrinity.com/press-images.htm
Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 11:32
Sigurjón, skoðaðu þessa grein en hún fjallar einmitt um margt af því sem ég hef verið að skoða og hef verið á leiðinni að fjalla um á íslensku:
http://spiritofmaat.com/mar09/new_energy_sources.html
maður er bara svo asskoti upptekinn alltaf hreint..
Neo, 3.3.2009 kl. 18:23
Ég hnaut aðallega við þessa setningu:
,,Við gætum framleitt rafmagn án þess að eyðileggja dýrmáætar náttúruperlur. Það er ekki spurning um tækni heldur spurning um vilja."
Hvar ættum við að finna það rafmagn? Það virðist alveg sama hvar á að virkja; það eru alltaf komin andmæli um leið. Mér þætti gaman að heyra 3 helztu kostina sem allir yrðu ánægðir með.
Sigurjón, 3.3.2009 kl. 23:02
Lastu ekki greinina sem ég benti þér á Sigurjón? Þar eru nokkrar leiðir nefndar til að ná í rafmagn / orku
Neo, 4.3.2009 kl. 09:46
Jú, mikið rétt. Allt leiðir sem eru annað hvort pípudraumar eða vanþróaðar og í bezta falli nytsamlegar fyrir eitt og eitt hús. Alls ekki fyrir stór orkufrek fyrirtæki eða verksmiðjur. Ég saknaði líka tilvísana og heimilda til að geta tekið almennilega mark á þessu.
Sólarorka verður aldrei stór hér á landi af augljósum ástæðum. Vindorka í raun ekki heldur, þar sem hér á landi blæs annað hvort of mikið (oftast nær) eða of lítið til að vindorkuver geti nýtt sér blásturinn. Það sem væri kannske nærtækast væru ölduorkuver eða sjávarfallavirkjanir. Hins vegar dettur mér ekki annað í hug en að vinstrigrænt hampreykjandi hippalistapakk verði ekki seint á sér að mótmæla því með skyrslettingum og pottaglamri.
Sigurjón, 4.3.2009 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.