Sæmilega innrætt ungviði!
2.3.2009 | 11:21
Evrópubandalagið er þýðingarmikill útvörður mannréttinda í veröldinni. Þetta mætti kenna Vinstri grænum sem eru yfirleitt góðir í sér. (Gamlir kommar hafa logið því að Katrínu Jakobsdóttur og Guðfríði Lilju Grétarsdóttur að þessu væri öfugt farið). Í nýútkomnu fréttabréfi FRA (Fundamental Rights Agency) er varað við gyðingaandúð. Rannsóknir stofnunarinnar sýna að gyðingaandúð var á undanhaldi í Evrópu 2007 og lengst af á árinu 2008 en hefur farið vaxandi síðan í desember sl. Ástæður eru svo sem augljósar: Innrásin á Gaza og efnahagskreppna í heiminum, segja þeir. Það síðarnefnda er athyglisvert, þar er gamli orðrómurinn á kreiki.
Í Evrópu er það grundvallaratriði að allir eiga rétt á því að finnast þeir öruggir og verndaðir án tillits til trúarskoðana. Þetta hefur verið baráttumál Evrópuráðsins og Evrópubandalagið hefur verið trútt hinum evrópska arfi. Þó við séum lítil þá þurfum við að gæta þess að ungviðið sem hér sprettur sé sæmilega innrætt hvað þetta varðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.