Skálholt- höfuðstaður kristni á Íslandi!
9.3.2009 | 11:56
Höfuðstaður kristni á Íslandi síðan 1056. Þú skynjar söguna. Hérna hefur fólk lifað, hrærst, dáið, tekist á, bruggað launráð, lofsungið, tilbeðið í 1000 ár. Níú kirkjur hafa staðið þar sem núverandi dómkirkja stendur. Núverandi er fyrsta steinkirkjan og hefði rúmast inn í sumum hinna. Í kjallara steinkista Páls Jónssonar. Í skólanum eru núna 40 ungmenni frá Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri að nema kristindóm fyrir fermingu. Nær allir krakkar fermast af þessum slóðum. Þetta er trúarleg og samfélagsleg vígsla. Barnsárum lokið- unglingsár taka við.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fermingargjafir eru gulrótin.
Það er fátt sem ég sé meira eftir en að láta ferma mig í ríkistrúnni :)
Ef ég hefði vitað meira um kristni og biblíu á þeim tíma, þá hefði ég alveg örugglega ekki látið blekkja mig í þessa hjátrú.
DoctorE (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 14:20
Skálholt er yndisslegur staður í huga mínum. Sagan býr í hverri þúfu og forn frægð staðarins uppspretta fróðleiks, þekkingar og sagna af ýmsum toga. Tel að hlúa ætti enn meir að þessu forna frægðarsetri.
Baldur Gautur Baldursson, 9.3.2009 kl. 16:27
Margir útlendingar sem koma til Skálholts minnast þess helst að hafa séð hina ótrúlegu áletrun á legsteini Jóns biskups Arasonar þess efnis að þar hvíli kaþólskur biskup og SYNIR HANS.
Það þarf víst oft útskýringar við.
Ómar Ragnarsson, 9.3.2009 kl. 20:06
Skálholt er ákaflega fallegur staður en þangað hef ég komið tvisvar sinnum.
Hilmar Gunnlaugsson, 9.3.2009 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.