Myndi ég hjálpa Gyðingi?

Ég hef oft velt vöngum yfir þessu og um leið dáðst að þeim sem földu Gyðinga og máttu vita að þeir yrðu skotnir ef upp kæmist.  Nú  veit enginn hvernig hann brygðst við eða bregst við á ögurstundu.  Sumir verða hetjur - aðrir heiglar. Fantur á friðartímum getur orðið hjálpsöm hetja á stríðstímum og öfugt.  Maður gæti haldið að fjölskylduástæður spiluðu inn í hvernig fólk brygðist við. Að maður hjálpaði ekki til að vernda sín eigin börn. En, ég er ekki viss. Mín tilfinning er sú að það hafi ekkert síður verið fjölskyldufólk sem lagði sig í lífshættu en barnlaust eða einhleypt fólk.  En þetta voru hörmulegir tímar og hlutskipti gyðinga í Evrópu með því versta sem hægt er að finna í mannkynssögunni. Svipað má segja um Roma fólkið.  Það var miskunnarlaust drepið. Og auðvitað varð lífið erfitt fyrir margan Evrópubúann þó ekki væri Gyðingur eða Roma. Og margar urðu hetjurnar í Evrópu þessa tíma sem enginn getur í raun og veru mælt sig við.  Svarið við spurningunni er því ekki til nema sem tilgáta.
mbl.is Myndir þú hjálpa Gyðingi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég er sannfærður um að við myndum flest hjálpa fólki sem ætti eingöngu von á dauða sínum. En mig langar að spyrja þig. Finnst þér ekki ósiðlegt að líkja gyðingum og útrásarvíkingum saman eins og einn bloggari gerir?

Hilmar Gunnlaugsson, 10.3.2009 kl. 21:49

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Jú, það er ágætis regla að vera ekki með slíka samlíkingu.

Baldur Kristjánsson, 10.3.2009 kl. 22:18

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

þ.e. samlíkingu af neinu tagi við hörmungar þessa tímabils.  kv. B

Baldur Kristjánsson, 10.3.2009 kl. 22:19

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þakka þér Baldur. Um þetta erum við sammála.

Hilmar Gunnlaugsson, 10.3.2009 kl. 22:21

5 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Svo víða í sögunni hefur mannlegt eðli komið manni á óvart, því skyldi ekkert fullyrt. Ég vona líka að til þess komi aldrei að á reyni...

Sigþrúður Harðardóttir, 10.3.2009 kl. 22:47

6 Smámynd: el-Toro

ein spurning.  hvað er Roma fólkið?

el-Toro, 10.3.2009 kl. 22:52

7 Smámynd: corvus corax

Ég held að einhverjir mundu tengja gyðinga núna við helför zíonista gegn palestínsku þjóðinni og hjálpsemi þeirra sömu við gyðinga mundu því sennilega taka mið af þeim hildarleik.
...og svona í framhjáhlaupi, Roma fólkið gengur einnig undir heitinu sígaunar og það er landlaus þjóð í Evrópu sem sætir ofsóknum hvar sem það fólk staldrar við. Líklega má um kenna sérstökum siðum þeirra, siðferði og menningu.

corvus corax, 10.3.2009 kl. 22:58

8 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Menn hafa fullan rétt til að gagnrýna Ísraelsríki og það sem betur má fara hjá stjórninni corvus. Við getum flest verið sammála um að farið hefur verið illa með marga palestínumenn en við notum ekki slíkt hugtak eins og helför um þá deilu.

Hilmar Gunnlaugsson, 10.3.2009 kl. 23:10

9 identicon

Nei það er náttúrulega bara góð skynsemi að slátra óbreytum borgurum áður en þeir geta stolið allri vinnu og átt allar búðir, nei fyrirgefðu þeir eru víst að því til að koma í veg fyrir að fólk gangi í Hamas.  Að sjálfsögðu ekki sami hluturinn þó að endamarkið sé það sama.  Held að það sé löngu komin tími á að bjóða Palestínumönum part af Utah eða vestmannaeyjar til að byggja sitt eigið ríki.  Er það ekki sanngjarnt í ljósi sögunar?

Einar Viðarsson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 00:01

10 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það er mikilvægt að stuðlað verði að tvíhliða lausn þessarar erfiðu deilu.

Hilmar Gunnlaugsson, 11.3.2009 kl. 00:04

11 identicon

Já eða eitt ríki í Palestínu - þar sem allir eru jafnir þvert á trúarbrögð?? Kristinir og múslimskir Palestínumenn - og gyðingar, hvort sem þeir eru aðfluttir eða fæddir í Ísrael / Palestínu.

Annars finnst mér í meira lagi smekklaust að nota Helförina sem sambanburð, ja eða afsökun, í þeim átökum og kúgun sem ríkir í hertekinni Palestínu. Ekkert jafnast á við Helförina! Því miður hafa Zíonistar stundum reynt að nýta sér þennan hrylling, sínum eigin voðaverkum til stuðnings. 

En það er samt spurning, hvort maður myndir hjálpa Palestínumanni sem ætti að drepa / fangelsa / reka af landi sínu ef maður væri Ísraelsmaður í Ísrael eða hertekinni Palestínu??

Nanni (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 00:50

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Áhugaverðar vangaveltur hjá þér Baldur sem oft áður.

Nú ert þú kristinn prestur og sem slíkur mundir þú sjálfsagt vilja hafa skotið skjólshúsi yfir frelsarann þegar hann ásamt Gyðingunum Jósefi og Maríu flúðu til Egyptalands forðum, sérstaklega ef að þú hefðir vitað þá, það sem sem þú segist vita í dag, jafnvel þótt við lægi dauðarefsing. Spurningin er þá hvort þú mundir gera eins ef þú vissir ekki hver hann væri.

 Þrátt fyrir að lífsgildi þín endurspeglist hvað þetta varðar ágætlega í orðum Krists ; "það sem þér gerið mínum minnsta bróður, það gerið þér mér", segir þú svarið við spurningunni hvort þú mundir hjálpa Gyðingi í nauð,  ekki til nema sem tilgátu.

Áttu við að þegar að trúarsannfæring þín sé engin trygging fyrir því hvernig þú mundir bregðast við rétt eins virðist hafa gerst hjá milljónum Þjóðverja á árunum 1934-1944.

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.3.2009 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband