Af gáfnafari barna eldri feðra!
12.3.2009 | 09:21
Morgunblaðið slær upp fyrirsögn gæðabloggararns Svans Gísla Þorkelssonar um að eldri feður eignist heimskari börn væntanlega þá en þeir sem yngri eru. Þessi fyrirsagnariðja Svans Gísla og endurbirting Morgunblaðsins er mjög ámælisverð og til þess fallin að ýta undir einelti, háð og glósur í hinum miskunnarlausa garði barns og unglingsára í garð þeirra sem eiga feður sem freklega voru gegnir úr barndómi þegar þeir gátu afsprengi sitt.
Staðreyndin er sú að börn eldri feðra gefa öðrum börnum ekkert eftir. Ef eitthvað vantar prósentvís upp á genetískan brilljans þá er þeim margfaldlega bætt það upp af þroskuðum og vitrum feðrum sem ofan í kaupið hafa gjarnan meiri tíma með börnum sínum en ungu gosarnir. Það er talað meira við þau, hugsað meira með þeim, þeim leiðbeint betur. Þess utan er líklegt að eldri feður hafi vit á því að velja gáfaðri konur en yngri menn en ekki veit ég hvort unnið var með þá breytu í þeirri könnun sem Svanur Gísli vitnar til.
Til þrautavara má telja að líklegra er að börn eldri feðra missi þá. Og ekkert er eins hollt barni en að missa föður sinn nema ef vera skyldi það að missa móður sína. (eins og Nóbelsskáldið hefur bent á).
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tek fullkomlega undir með þessari grein þinni, séra Baldur, nema hvað ég læt Nóbelsskáldið eitt um að bera ábyrgð á sínum glannalegu orðum.
Jón Valur Jensson, 12.3.2009 kl. 11:19
Sem stoltur faðir á seinni hlutanum tek ég undir með ykkur, guðfræðingunum. Hér er á heimilinu er sem dæmi sé tekið eitt gæfulegasta (enn sem komið er) ungmenni, 9 ára, sem ég hef spurnir af! Er í þokkabót að alast upp ein með föður sínum! Gengur vel í skólanum og notar frítímann í tónlistarnám, hljóðfæranám og söng!
Auðun Gíslason, 12.3.2009 kl. 11:56
Svanur karlinn... hann trúir hverju sem er.. orbs á myndum og ég veit ekki hvað og hvað :)
Maður hefur vart við að leiðrétta karlinn hahaha
DoctorE (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 12:30
Dittó hér. Ég eignaðist einn þegar ég var 42 og hann er snillingur, eins og systir hans, geðgóður eins og móðirin og einstaklega hraustur, sem ekki var hægt að segja um föðurinn á yngir árum.
Það vellur oft eintóm vitleysa út á bloggi Svans Gísla Þorkelssonar. Hann hélt því einu sinni fram að apategund í Afríku hefði stærri orðaforða en gengur og gerist meðal New York-búi. Það byggði ekki á rannsóknum heldur á fordómum.
Við verðum einnig að muna, að þessi rannsókn sem Svanur er að greina frá, er gerð á fólki sem að miklu leyti er ættað frá Bretlandseyjum, og þar er fólk bara miklu gallaðra en fólk víða annars staðar. Tíðni erfðasjúkdóma og geðgalla Breta eru oft hærri en annars staðar. Tökum bara eitt dæmi: Gordon Brown.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.3.2009 kl. 12:31
New York-búa á þetta að vera
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.3.2009 kl. 12:32
Við sjáum kannanir um að vín sé hollt.. svo að það sé óhollt bla bla
Hér eru mistök Svans
http://en.wikipedia.org/wiki/Correlation_does_not_imply_causation
DoctorE (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 12:33
Enn á ég erfitt með að skilja þann fjölda sem styrkir útgáfu Morgunblaðsins! Ég reyndar fékk lánað dageintakið og átta mig ekki á þessari birtingu. Um skeið hef ég reyndar reynt að fá birtar almennar greinar um þjóðmál í þessu blaði. Hef ekki staðist að hafa þann stubb með að "vonandi sé greinin lesendavæn". Sagan á bak við það er sú að eitt sinn hvessti ég mig við einn yfirlesarann í síma sem svaraði því til að viðkomandi grein (um lífeyrisskatt) væri ekki "lesendavæn". Áskrifandi að Morgunblaðinu hef ég ekki verið frá 1986 en mér gefið til kynna að áskrifendur hefðu "forgang". Varð að koma þessu frá mér kæri bloggvinur.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 14:20
Það er fráleitt að fullyrða að börn eldri feðra séu heimskari en börn yngri feðra. Tek undir þessa góðu grein.
Hilmar Gunnlaugsson, 12.3.2009 kl. 16:01
Finnst engum neitt athugavert við orðalagið, að börn eldri feðra séu heimskari. Það er eins og börn séu almennt heimsk en eigi þau roskinn föður þá eru þau heimskari. Ég er alveg sammála þinni nálgun á greininni Baldur en fyrst hún var birt á annað borð hefði þá ekki átt að standa að börn eldri feðra væru ekki jafn greind og þeirra yngri. Hversu vitlaust sem það nú annars er.
Þorvaldur Guðmundsson, 12.3.2009 kl. 16:31
Góð athugasemd, vitaskuld. Flest sem hér hefur komið fram er annars mjög greindarlegt (Hér rita greinilaga börn eldri feðra, nei yngri, nei annars!)Kv. B
Baldur Kristjánsson, 12.3.2009 kl. 16:43
Já, ég styð þig heils hugar í þessu. Ég á frekar gamla foreldra (pabbi var 47 ára þegar ég fæddist) og hefur alltaf gengið mjög vel í skóla og vinn núna sem verkfræðingur. Það sem ég tel einna helst styðja þetta í mínu tilfelli, ég þekkti línu Halldórs Kiljans úr pistlinum þínum. Einmitt e-ð sem ég lærði af föður mínum.
Með bestu kveðju,
Ragnhildur
Ragnhildur Jónsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 17:28
Sæll Baldur.
Það er auðvitað hverjum og einum frjálst að draga í efa niðurstöður þeirra rannsókna sem ég vitna til, en fyrirsögn mín er alveg í samræmi við þær og er síður en svo skrumkenndari en þær sem birst hafa í fréttatilkynningum almennt um málið.
Þær rannsóknir sem ég vitna til og linka við í stuttri frásögn og umsögn minni, fóru ekki aðeins fram í Bretlandi eins og fornleyfafræðingurinn í Danmörku heldur fram, heldur einnig í Bandaríkjunum, Ástralíu og í Svíþjóð. Að þeim hefur verið unnið fjölda ára og niðurstöður þeirra kynntar á síðastliðnum tveimur árum jöfnum höndum.
PS.
DrE. Muna að lesa pistlana vel og gera fólki ekki upp skoðanir og að það er aldrei gott að hengja sendiboðann þótt fréttirnar séu slæmar.
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.3.2009 kl. 21:36
Allt sem þú sagðir um uppeldi eldri feðra get ég tekið undir. Enda löngu komið fram að eldri foreldrar séu hæfari foreldrar og uppalendur yfir höfuð. Hins vegar hefur mig alltaf hryllt við þeirri setningu Kiljans að ekkert sé eins hollt barni og að missa föður sinn. Bara ófyrirgefanlegt og órökstutt bull og rugl. Fátt er erfiðara og óhollara og verra barni en að missa foreldri eða foreldra. Barn sem missir foreldri ungt nær sér ekki að fullu og lífir í vissri deyfð og sorg og þunga, kannski þunglyndi. Og getur háð því allt lífið.
EE elle (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 21:41
Svanur, þessi færsla þín var rosalega vitlaus, fyrir því höfum við margar sannanir.
Jón Valur Jensson, 12.3.2009 kl. 22:50
Viltu þá ekki telja upp það sem vitlaust var í færslunni og vísa í þær sannanir sem þu hefur um það Jón Valur?
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.3.2009 kl. 23:07
Við skulum ekki vera vond við Svan þó hann hafi sagt okkur af e-i rannsókn sem hann gerði ekki. Við vitum hvort eð er að eldri foreldrar eru oftast fyrsta flokks foreldrar.
EE elle (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 23:35
Ég býð þér bara í síðdegiskaffi, Svanur, þá færðu að sjá mínar sannanir.
Jón Valur Jensson, 12.3.2009 kl. 23:47
Þó einhverjir "vísindamenn" segi eitthvað.. þá ber að nefna að mjög margir sem titla sig sem "vísindamenn" eru það ekki.
Rétt eins og í minni sérgrein, forritun þá eru flestir forritarar sem ég þekki til afar slakir sem slíkir.... páfagaukagráður.
Sama má segja um flestar greinar.
Question everything er málið.
DoctorE (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 09:46
Aha, "DoctorE" hefur forritun sem sína sérgrein!
Hann er sem sé EKKI læknir.
Og hann er áreiðanlega EKKI doktor í forritun, enda ber málfar hans því ekki vitni í 1. lagi, og í 2. lagi eru íslenzkir doktorar í þessari grein vafalaust mjög fáir, en "DoktorE" er afar smeykur við að upplýsa um nafn sitt og mundi ekki vilja, að þannig væri hringurinn þrengdur um hann; hann er reyndar svo smeykur við þetta, að hann vill frekar halda áfram að vera nafnlaus á netinu og lúta því, að hann fái ekki lengur að birtast á yfirlitsvefsiðum Moggabloggsins (og missi þannig af lesendum), heldur en að koma fram undir nafni.
Jón Valur Jensson, 13.3.2009 kl. 11:25
Ætli sé ekki staðaltenging í öfugu falli milli meðalársútkomu kjördæma og greinar íbúa? Bara..svona..spur..
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 11:37
Greindar átti þetta að vera!
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 11:37
Ekki vafi, mikil rigning = gáfað fólk, hellirigning = ofvitar.
EE elle (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 11:46
Nei, öfugu hlutfalli var það: Þið snúð þessu bara öfugt. Þið eruð nógu gáfuð.
EE elle (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 11:55
Auðvitað tekur JVJ þennan pól í hæðina... ef ég notaði aliasinn "guð" þá myndi hann telja mig vera guð :)
Það gleður mig að gleðja þig JVJ, sem og alla aðra.
Rosalega LAME að minnast á málfar, það gera bara menn sem hafa ekkert vitrænt að segja :)
En JVJ ég er líka á erlendum síðum, ótal stöðum og hvergi minnast menn á að nafnleysi sé issue.. ég minni JVJ líka á að biblían er skrifuð af nafnleysingjum, hún vitnar í nafnleysingja sem enginn veit hverjir voru.
Staðreynd, þeir sem hafna þessu eru bara silly :)
DoctorE (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 12:56
Nei, fjöldi erlendra blaða og síðna gera nafnleynd ekki að vandamáli og vara fólk jafnvel við. Og menn minnast ekki á það að ég viti. Og það eru virt erlend blöð eins og Financial Times og the New York Times. Það er ekki ólöglegt og ekki glæpur. En vorum við ekki að tala um eldri feður og gáfur? Ok, og það er gáfulegt.
EE elle (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 13:45
Vesalings gervidoktorinn, Biblíuhatarinn. Þegar hann þarf að réttlæta nafnleysi sitt þrátt fyrir að hafa notað það sem skálkaskjól til að níða bæði einstaklinga og kirkjufélög og Guð sjálfan, þá reynir hann enn og aftur að nota suma höfunda Biblíuritanna til að benda á fordæmi fyrir nafnleysi sínu!
En er þetta rétt hjá honum? Í reynd er mikill meirihluti hinna 72 bóka Biblíunnar með nafngreinda höfunda (ég tel þó t.d. Mósebækur ekki með). HIN ritin, sem ekki eiga nafngreinda höfunda, eru ekki tilkomin með því, að einhver hafi fundið nafnlaust handrit skilið eftir á flækingi eða opinberum stað, heldur er yfirleitt um spámannarit að ræða, og þeir áttu gjarnan sína lærisveinahópa, eða prestarit, sem saman voru tekin af hópi manna (dæmi: a.m.k. hlutar Mósebóka) og engin leynd yfir því, þegar ritin voru birt. Sama hefur eflaust átt sér stað um t.d. Egils sögu og Njáls sögu, að höfundarnir reyndu ekki að vera "anonym", heldur vissu allir, hver átti handritið eða hvaðan það kom, í hans eigin samtíma.
Allt öðru máli gegnir um þann gervidoktor, sem hér um ræðir og vegur úr sínu launsátri.
Jón Valur Jensson, 13.3.2009 kl. 15:23
Yea rite JVJ, þú kynnir þér bara eina hlið, þína hlið.
Sannleikurinn um biblíu er sá að þetta eru fjölfölduð mistök á mistök ofan, viðbætur á viðbætur ofan, skáldað út í eitt... amk 40-50 árl liðu frá því að eitthvað var skráð um dæmið... vitnað í einhverja sem sögðu að einhver hefði sagt eða séð eitthvað.
Skrifað að ofurtrúaseggjum og elítu til að punga undir vald sumra.
Ekkert af þessu myndi standast fyrir rétti, lítið sem ekkert stenst sögulega skoðun.. Pítalus er td sá eini sem er vitað að hafi verið til í alvörunni, guðspjöllum ber ekki saman um hvað gerðist við krossfestingu.
Svona er þetta bara karlinn minn.... og hey ef við tökum upp þráðinn með þennan pistil sem gengur út á eldri feður, vó pabbarnir í biblíunni voru mörg hundruð ára gamlir :)
Ég bið ekki neinn um að trúa neinu sem ég segi, bið fólk einfaldlega að kynna sér efnið og það mun sannfærast... þeir sem eru ekki forritaðir til að hafna staðreyndum eins og sumir ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 17:22
Pítalus? – meinarðu ekki Spítalus?!
Æi, greyið mitt, gervidoktor, þú veizt greinilega ekkert, hvað þú ert að ræða hér um, það eru margir menn í Nýja testamentinu nefndir margfaldlega í öðrum ritum en einu (og ekki bara í guðspjöllunum) og ýmsir þeirra í öðrum ritum en Biblíunni. Kristur er nefndur hjá Pliniusi yngra í bréfi hans til Trajanusar keisara um 110 e.Kr., Tacitusi um 5 árum seinna og Suetoniusi um 120 e.Kr. Þá fræðir Júlíus Africanus okkur um það, að Thallus, í 3. bók söguritunar sinnar, hafi talið myrkrið, sem féll á eftir krossfestinguna, vera af völdum sólmyrkva, en ærnar ástæður eru til að álíta Thallus þennan hafa verið samverskan söguritara, sem ritaði um miðbik 1. aldar (J.N.D. Anderson, OBE, LLD, Christianity: the Witness of History, Lond. 1972, s. 19, sjá nánar Roderic Dunkerley, Beyond the Gospels, 1957, s. 25f).
Þá eru bæði Jóhannes skírari og Jakob, "bróðir Jesú, sem kallaður var Kristur," nefndir hjá Josephusi u.þ.b. 90/95 e.Kr. Og í einu Gemara-ritinu (safni rabbína-ummæla frá fornöldinni) byrja ein ummælin þanng: "Rétt fyrir páskadag hengdu þeir upp Jesúm frá Nazaret."
Þetta ætti að gleðja þína fróðleiksþyrstu sál, sem og hitt, að nær 19 öldum eftir að Lúkas ritaði verk sín (Lúk. & Post.) og löngu eftir að gagnrýnir fræðimenn höfðu afskrifað tilvist eins rómversks embættismanns, sem Lúkas nefnir á nafn – já, afskrifað hann, einfaldlega af því að um hann voru ekki til neinar ritaðar heimildir aðrar – þá kom loks fram steináletrun við fornleifafund, þar sem hann er einmitt nafngreindur sem slíkur embættismaður!
Og þetta var nú bara um þennan excursus þinn frá umræðuefninu, gervidoktor minn! Komum að hinu aftur á eftir.
Jón Valur Jensson, 13.3.2009 kl. 19:39
Það er svo hlálegt með þig, DoctorE (aðeins að hugga þig eftir afhjúpunina), að þú hefur oft hamazt út í Biblíuna fyrir einmitt þetta, að hún sé skrifuð af nafnleysingjum – það er eitt af því sem þú sérð henni til foráttu (þótt lunginn af ritunum beri höfundanöfn).
En svo gerirðu sjálfur nákvæmlega þetta sama ljóta, sem þú skammast út í Biblíuna fyrir!
En var þá Biblían eftir allt saman þín mikla fyrirmynd, þegar þú kaust nafnleysið?!
Jón Valur Jensson, 13.3.2009 kl. 22:18
Biblían er bull JVJ, skrifuð og plottuð af kirkjunni þinni, get over it or look silly
DoctorE (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 11:59
Mikill meirihluti Biblíunnar er skrifaður löngu fyrir daga Krists – og kaþólsku kirkjunnar!
En nú, í innleggjunum hér á undan (frá og með 19. aths., 13.3. kl. 11:25), hef ég greinilega stungið upp í þennan gervidoktor, hvað allt það varðar, sem þar var um rætt. Þetta síðasta innlegg hans hér á undan er greinileg uppgjöf hans í þeirri umræðu, eins og þó mikið er í húfi fyrir sjálfan hann – hann reynir jú hér síðast að sletta frá sér einhverjum ofurmælum samkvæmt sínum ljóta vana, en málefnastaða hans er eitt stórt NÚLL.
Jón Valur Jensson, 17.3.2009 kl. 14:40
Gaman að sjá að þú hefur tíma til að bulla hérna, en enn hefur ekkert komið frá þér um Ramsay.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.3.2009 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.