Erum við ekki örugglega best í einhverju?!

Heyrt hef ég bæði Seðlabankastjóra og fulltrúa í einhverri framtíðarnefnd ríkisstjórnarinnar lýsa því að horfurnar séu góðar og aldrei að vita nema Ísland gæti orðið best í því að ná sér upp úr kreppum – Ísland gæti orðið öðrum þjóðum lýsandi fordæmi í því hvernig á megi sér upp úr kreppum á hratt og vel.  Orðfæri þetta minnti óþægilega á orðfæri útrásartímans – þetta hugsanaferli að Íslandi þurfi eða geti orðið best í heimi. Eftir að hafa talið sig vera snillinga í viðskiptum, bestir af öllum, og runnið rækilega og háðulega á rassinn þá skulum við samt vera best í einhverju – nú í því að standa á fætur ef ekki öðru. Og hinn norski Seðlabankastjóri hefur smitast af þessum barnalega þankagangi.  Erum við ekki örugglega best í einhverju?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Alveg er mér sama þó við séum ekki best í neinu.

Af hverju þurfum við alltaf að reyna að sanna að Íslendingar geti staðið sig sem sjálfstæð þjóð þó fáir séu?

Það gefur yfirleitt hærri meðaleinkunn að standa sig vel í sem flestu frekar en að skara fram úr i einu.

Meira er alls ekki alltaf betra.

Hólmfríður Pétursdóttir, 27.3.2009 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband