Ekki þrengja að öldruðum!
27.3.2009 | 08:54
Í fréttum að loka eigi öldrunardeild á Landakoti. Það er misráðið. Endurhæfinfgardeildir, hvíldardeildir og hjúkrunardeildir fyrir aldraða og veikburða eru of fáar í Reykjavík. Ég hef kynnst því bæði sem aðstandandi og sem prestur. Ekki klípa af þarna. Lokiði frekar einu sendiráði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Enn er verið að taka fyrstu skóflustungur að íbúðum fyrir aldraða, nú í Kópavogi þar sem allt er fullt af tómum íbúðum. Og íbúðir sérbúnar fyrir aldraða standa auðar í Reykjavík.
Ég hef annars komist að því fyrir löngu, þegar ég vann um tíma á þjónustumiðstöð í svona eignaíbúðahúsi fyrir aldraða, að þessar íbúðir eru bara góðar meðan fólk er hraust, og hefði því alveg eins getað verið heima hjá sér.
Þá kynntist ég líka vanda þeirra sem þurfa á hjúkrun og aðhlynningu að halda, meiri en heimahjúkrun og smá heimilishjálp getur leyst.
Þörfin sýnist mér þess vegna mest einmitt þarna sem á að fara að draga saman.
Það er okkur til háborinnar skammar að við getum ekki annast gamla fólkið okkar þegar það er orðið ófært um að sjá um sig sjálft.
Hólmfríður Pétursdóttir, 27.3.2009 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.