Margir flottir fótboltamenn og konur frá Hornafirði!
27.3.2009 | 10:13
Frá Hornafirði hafa margir ágætir knattspyrnumenn og konur komið svo sem landsliðskonurnar Embla Grétarsdóttir, Rósa Steinþórsdóttir og Ásgerður Hildur Ingibergsdóttir og landsliðsmaðurinn Ármann Smári Björnsson sem nú er valinn í landslið fyrir leikinn gegn Skotum. Þá má nefna menn sem hafa verið í eða við unglingalandsliðin svo sem bæjarstjórann Hjalta Þór Vignisson, Pálmar Hreinsson og nú síðast Franz Elvarsson. Sjálfsagt gleymi ég einhverjum sem ætti heima í þessum hópi. Albert Eymundsson var t.d. einu sinni mjög frambærilegur knattspyrnumaður. Það er athyglisvert hvað það koma margir góðir fótboltamenn og konur ekki síður, frá Hornafirði. Sennilega gagnast þarna sömu eiginleikar og nýttust vel í að vaða jökulvötn og gott uppbyggingarstarf var unnið í ungmennafélaginu Sindra ekki síst á fyrri árum. Vonandi verður þarna framhald á.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:40 | Facebook
Athugasemdir
Það hafa margir afar frambærilegir frjálsíþróttamenn komið frá Blönduósi!
Guðmundur St Ragnarsson, 27.3.2009 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.