Keppni í heimsku!

,,hann var ekki nískur þar, gyðingurinn, Ísraelsmaðurinn........sagði strákurinn sem lýsir sportinu á Stöð2 Sport. Ísraelsmaður hafði skorað.  Svona klisjuímyndir gagnvart gyðingum myndu, fullyrði ég, hvergi líðast í Vestur Evrópu á alvöru sjónvarpsstöð. Við ættum að taka okkur alvarlega - er ekki kominn tími til - bæði í efnahagsmálum og mannréttindamálum. Sumar klisjur eru saklausar, kannski hvimleiðar, en þessi klisja hefur átt sinn þátt í að viðhalda Gyðingaandúð í heiminum.  Ekki dettur mér í hug að viðkomandi íþróttafréttamaður sé neitt meiri klisjumeistari en aðrir.  Þetta liggur bara í hinni óábyrgu íslensku menningu þar sem menn virðast iðulega vera að keppa í heimsku.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Nei þetta gengur ekki!

PS; Gaman að meiga kommenta hjá þér aftur

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.4.2009 kl. 17:36

2 Smámynd: Oddur Ólafsson

Sorglegt.

Góð ábending hjá þér.

Oddur Ólafsson, 5.4.2009 kl. 20:34

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sumir "heimskir" Íslendingar keppast við að líkja gyðingum við nasista, t.d. við SS menn.

Hvenær var þetta sagt?

Ef litið er til þess hvernig HÍ skýrir orðin gyðingur og júði, er heimskan ekki bara lndlæg, heldur einnig lögleidd og fræðileg.

Annað orð er til fyrir heimskuna: Gyðingahatur. Það er sjúkdómur sem hrjáir ósælt fólk, sem leitar sér einhverra sem það geta notað sem mottur í öfundsýkiskasti sínu. 

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.4.2009 kl. 21:11

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ömurleg ummæli þessa íþróttafréttamanna og mikilvægt að honum sé veitt áminning og honum gert að biðjast afsökunnar opinberlega eða þá að honum verði vikið úr starfi. Ummæli sem þessi lýsa fordómum og heimsku og sjónvarpsstöðinni ber því siðferðisleg skylda til að bregðast við þeim og gera ráðstafanir.

Hilmar Gunnlaugsson, 5.4.2009 kl. 22:23

5 Smámynd: halkatla

hahahaha sorrí, ég er alveg sammála yður en þetta er samt hrikalega fyndið svo er ég reyndar að pæla í því núna að ég lærði einsog svo margir þessa klisju um að gyðingar væru nískir úr mörgum áttum þegar ég var bara pínu pínu lítil og vissi nánast ekki hvað gyðingar voru! - en mér þótti samt alltaf mjög órökrétt og asnalegt að heyra tilvísanir í þetta rugl og það olli mér bara óþægindum, börn skynja greinilega þegar eitthvað er heimskulegt - alhæfingar (og rasistaárásir) eru það ALLTAF.

halkatla, 6.4.2009 kl. 14:05

6 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Er eitthvað athugavert við hafa andúð á einhverju? T.d. morð-og eyðileggingaræði ísraelsmanna á Gaza í kringum síðustu áramót? Sem þýðir í túlkun Vilhjálms Arnar að fólkið sem hefur leyft sér að lýsa skoðun sinni á þessu framferði sé Gyðingahatarar. Ekkert hefur gert mannkyninu meiri skaða en trúarbrögðin. Enn í dag eru þau helsti trafali friðar í heiminum. Fólk heldur enn áfram að myrða, brenna, svíkja og pína í nafni trúarinnar. Þeir sem ekki vilja viðurkenna það er blindir, heyrnarlausir og samviskulausir.

Sigurður Sveinsson, 7.4.2009 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband