Réttlaust fólk fyrir dyrum úti!

Í dag áttunda apríl er alþjóðadagur Roma fólksins sem við köllum stundum sígauna hérlendis. Víðast hvar eru þeir beittir misrétti  - í Evrópu eru þeir víðast hvar minnihluti sem er níðst á – hagur þeirra borinn fyrir borð.

Þeim er yfirleitt mismunað á vinnumarkaði og skólakerfið vanrækir þá.  Komið hefur á daginn að hærra hlutfall Roma barna en eðlilegt getur talist er í skólum fyrir þroskahefta.

Við vitum að Roma fólkið hefur fallið illa inn í samfélagsskipun þá sem nú þekkist.  Þau leggja meira upp úr fjölskyldulífi, dansi og söng en aðrir.  Vegna þess að þeir smellpassa ekki inn í samfélagsskipanina hafa þeir iðulega orðið afgangs og útundan og hagsmuna þeirra ekki gætt. Klisjurnar vinna gegn þeim og gerir líf Roma oft á tíðum erfitt, bæði þeirra sem reyna að laga sig að samfélaginu og einnig hinna.  Þú lítur út fyrir að vera Roma:  Færð ekki vinnu. Lítur út fyrir að vera Roma: það er komið fram við þig af tillitsleysi og djöfulsskap. Rasismi heitir það.

Hitler strádrap Roma fólkið. Þeir hafa átt erfitt með að fá það inn í sögubækur.

Ég hef komið í hverfi Roma fólks í útjöðrum stórborga sem sendimaður Evrópuráðsins. Eymdin þar er ömurleg. Sérstaklega situr í mér Roma hverfið fyrir utan Kiev. Fullorðna fólkið er án vinnu, krakkarnir ekki í skóla, mörg ekki einu sinni skráð.  Þau fluttu á staðinn í upphafi Sovéttímans til að vinna í verksmiðju sem var svo lögð niður á níunda áratugnum.  Nú reyna borgaryfirvöld að koma þeim í burtu til að geta byggt blokkir.  Roma fólkið býr nefnilega ekki í blokkum það býr í húsum sem það reisti sjálft úr kassafjölum – án þess að hafa lóðaleigusamning. Réttaust fólk úti fyrir dyrum allsnægtanna.

Það komu nokkrir Rúmenskir Roma hingað í fyrra eða hitteðfyrra og spiluðu á hljóðfæri fyrir utan stórmarkaði.  Þeim var vísað úr landi líkt og þeir væru skepnur en ekki menn. Man ég það ekki rétt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þörf áminning hjá þér. Þú manst þetta rétt og það var skammarleg sú framkoma sem yfirvöld sýndu fólkinu.

Hilmar Gunnlaugsson, 7.4.2009 kl. 20:15

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég hef engar mætur á sígaunum eftir að hafa kynnst þeim í Rómaborg. Þeir veittust að ferðamönnum, sníktu og stálu. Roskinn, gráskeggjaður Norðurlandabúi ásamt konu sinni var fýsilegt fórnarlamb. Við áttum hendur að verja fyrir ágangi þeirra og stundum kom til átaka. Einn reyndi að ræna okkur um hábjartan dag, þrekinn rumur með handleggi eins og trjáboli. Nokkrum mánuðum eftir að við vorum þarna skar borgarstjóri Rómaborgar upp herör gegn þessum ræningjaskríl. Ferðamenn voru farnir að missa trúna á þessum vinsæla stað.

Undarlegt að kenna sígauna við Roma. Þeir eru fjölmennir í Rúmeníu en hafa í sjálfu sér ekkert með Rómaborg að gera.

Baldur Hermannsson, 8.4.2009 kl. 00:13

3 Smámynd: Jón Daníelsson

Heill Baldur.

Ef ég man rétt drápu þeir Hitlersfélagar ríflega 5 milljónir gyðinga og um 2 milljónir sígauna, sem reyndar hafa líka verið kallaðir Tartarar á íslensku.

Gyðingar kalla sig þjóð. Ég veit ekki hvort Roma-þjóðin hefur nokkru sinni velt því hugtaki fyrir sér.

Gyðingar geta þó í besta falli kallast trúflokkur. Roma-fólkið veit ég ekki hvort á sameiginleg trúarbrögð. En skiptir það endilega máli? Gyðingar fengu landsvæði eftir helförina. Roma-þjóðin er enn í útrýmingarbúðum. Og við segjum náttúrulega ekki orð.

Eða hvað?

Jón Daníelsson, 8.4.2009 kl. 00:48

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Raunar voru það 6 milljónir gyðinga og hálf milljón Roma fólks.

Miðað við þann rasisma sem birtist hér í færslu Baldurs gæti ég vel trúað því að hann hefði sómað sér vel í nasistaflokknum.

Það á aldrei að alhæfa um hóp fólks vegna gjörða fárra. Það er regla sem við eigum alltaf að hafa að leiðarljósi.

Hilmar Gunnlaugsson, 8.4.2009 kl. 01:06

5 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Roma fólkið er mjög sérstakur þjóðflokkur, einn af þeim allra síðustu "frjálsu", landlausu í Evrópu.   Þetta er indó-evrópskt fólk, sem hefur engin sérstök tengsl við Rómaborg á Ítalíu, kemur upphaflega miklu austar að.

Hef kynnst þessu fólki í gegnum tíðina, bæði að slæmu og góðu.  Þó að það geti verið görótt, er ekki annað hægt en að dást að harðfylgni þess og hjartagæsku.   Og bara að það skuli ennþá vera til, jafn illa og þessi þjóðflokkur "fittar" inn í nútíma samfélög.  En það er auðvitað ein ástæðan fyrir því hve illa er með hann farið.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 8.4.2009 kl. 02:47

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvers konar ofurviðrini ert þú Hilmar að kalla mig rasista og nasista fyrir það eitt að sígaunar réðust á mig aldraðan og konu mína? Það voru greinilega mikil mistök að kenna þér að lesa. Og svona aðdróttanir ætla ég að frábiðja mér. Þú ert beinlínis að bera upp á mig saknæmt athæfi.

Sígaunar eru reyndar kallaðir Romani, en ekki Roma fólk. Ef einhver verðskuldar að vera kallaður Roma fólk, þá hljóta það að vera íbúar Rómaborgar. Veit ekki til hvers klerkur fitjar upp á svona tilgerð þótt hann hafi rekist á það í erlendum blöðum.

Og þú þarna Haukur! Vert þú ekkert að blanda Hitler og Gyðingum inn í þessa umræðu. Það er enginn að leggja til að sígaunum verði útrýmt. Þeir eru orðlagðir fyrir að vilja ekki setjast að og mynda þjóð. Væru sjálfsagt búnir að því fyrir löngu ef þeir kærðu sig um. Ég veit, Haukur, að þú ert loksins að komast í óskastjórnina þína en þú þarft ekki að byrja með svona stæla fyrir því.

Baldur Hermannsson, 8.4.2009 kl. 09:38

7 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sæll nafni.  Þú ert greinilega búinn að lesa Stríð og frið og kemur friðsamur þaðan. Flestir Roma kjósa að kalla sig svo. Sumir vilja láta kalla sig Roma - Sinti, Roma-Gipsy er valkostur margra og einnig Romani. Í Póllandi (minnir mig) gangast þeir við Sígaunanafninu en óvíða annarsstaðar. Ég held að það sé eingin eining um það að nafnið tengist Rómaborg. (Þá er tatara nafnið einnig til eins og Jón Daníselsson bendir á).

Roma eiga sennilega uppruna sinn á Indlandi aftur í grárri forneskju og eru fórnarlömb ríkjaskiptingar, fitta illa inn. Það gildir þó ekki um alla Roma. Mjög margir gera lítið með uppruna sinn og reyna að lifa ,,eðlilegu" lífi.  Þetta fólk verður oft fórnarlömb klisjukennds hugsunarháttar sem við kennum við rasisma. Fær óutskýrt lágar einkunnir t.d. í lögfræðidreildum og fær ekki framgang í starfi.

Ég verð að taka undir það með Hilmari að fyrsta færsla þín nafni var glannaleg.  þetta voru Rúmenar er það ekki sem réðust að þér?   Fátækir flökkumenn frá Rúmeníu? A.m.k. ekki allir sígaunar í heiminum!! Kveðja sem aldrei fyrr.  baldur

Baldur Kristjánsson, 8.4.2009 kl. 09:57

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Fyrsta færsla mín var ekki glannaleg. Farðu ekki að afsaka þessa ofbeldismenn. Þetta voru sígaunar - ekki fátækir flökkumenn frá Rúmeníu. Stórundarlegt hvernig þú og fleiri finna sig alltaf knúna til þess að réttlæta ofbeldi og hallmæla þeim sem fyrir því verður. Orðræða ykkar Hilmars minnir mig á Vestfirðinginn sem varð fyrir því óláni að frá honum var stolið og upp frá því var hann kallaður Jón þjófur.

Baldur Hermannsson, 8.4.2009 kl. 10:02

9 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Upphafið: ,,Ég hef engar mætur á sígaunum eftir að....." bendir ekki til þess að þú æfir þig á hverjum degi í að fordæma verknaði, hegðun etc. án þess að breiða illsku þína eða mætuleysi yfir milljónir manna af sama stofni.  Hvers vegna hefur þú litlar mætur á friðsömum hægrisinnuðum háskólakennara í Róm sem er Roma þó að einhverjir sem eru af sams konar uppruna hafi ráðist á þig?  Við Hilmar erum einfaldlega að vara við klisjukenndri upplifun af heiminum sem á það til að enda í rasisma. 

Reyndar: Út af þessum klisjum og þessum staðalímyndum voru nokkrir Roma myrtir á ítalíu um þetta leyti vegna illsku sem margir komu  sér upp í garð Roma yfirleitt út af meintri illsku einstaklinga af Roma uppruna.

Ofbeldi í garð Roma fólks er nefnilega skelfilega útbreitt en fer lítið fyrir því í fjölmiðlum.

Baldur Kristjánsson, 8.4.2009 kl. 13:16

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þú getur ekki notað orðskrípið Roma í íslenskri umræðu. Þú yrðir þá að íslenska það með einhverju móti. Þið Hilmar voruð ekki að vara við einu eða neinu. Hilmar blátt áfram vændi mig um rasisma og nasisma.

Einhver meintur háskólaprófessor í Róm kemur þessu ekkert við. Ég sá með eigin augum framferði þúsunda sígauna í Rómaborg - og varð fyrir því sjálfur margsinnis á einni viku - og get vel skilið vaxandi gremju heimamanna. En vilji menn snúa út úr orðum mínum er það vafalaust hægur vandi, en ekki er það stórmannlegt.

Baldur Hermannsson, 8.4.2009 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband