Verra en maður hélt!
9.4.2009 | 17:16
Yfirleitt sögðu talsmenn flokksins að Sjálfstæðisflokknum væri sama þótt sett yrðu lög um fjárreiður stjórnmálaflokka en Jóhanna Sigurðardóttir flutti um það frumvarp árum saman. Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki kostaður af stórfyrirtækjum heldur miklum fjölda félagsmanna þessarar breiðfylkingar. Svo var því gjarnan bætt við að reglur væru hvort sem er gagnslausar og gott ef ekki af hinu illa því að það væri bara farið í kringum þær. Nú er bara komið í ljós að það var ekki nokkur skapaður hlutur að marka þessa talsmenn og ástæðan fyrir því að Ísland var langseinasta landið í Vestur Evrópu til að setja lög um fjárreiður stjórnmálaflokka var sú að menn vildu hafa sína spillingu í friði. Nú ættu menn ekki að unna sér hvíldar fyrr en bókhald flokkanna hefur verið opnað tíu ár aftur í tímann.
Nú er líka komið í ljós að spillingin blómstar í litlum ríkjum þar sem hægt er að hafa kontról á hlutunum. Þetta er verra en maður hélt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vissu þetta ekki allir sem vildu vita?
Ég neyðist að vísu til að viðurkenna að ég var í þeim hópi sem "ekki vildi vita". Mér hefur lengi verið illa við Sjálfstæðisflokkinn, en ég hef umborið Sjálfstæðismenn og jafnvel líkað vel við suma. Ég hef þó alltaf verið þes fullviss að forystan væri nákvæmlega svona - gerspillt og hugsanlega til í að þiggja mútur
Mútur! Notaði ég virkilega þetta orð? Að sjálfsögðu ófyrirgefanlegt. Þú ritskoðar, vona ég, séra Baldur. Ekki látum við hengja okkur fyrir "rangtmeðfarin meiðyrði". Og gagnvart ákæruvaldinu biðst ég afbötunar fyrirfram.
En ég ætla, þrátt fyrir allt, að halda áfram að láta mér þykja vænt um fáeina Sjálfstæðismenn. Þó helst að því tilskyldu að þeir snúi sér í einhverja aðra átt
Jón Daníelsson, 10.4.2009 kl. 00:07
Það eru víst fleiri flokkar sem hafa verið styrktir af fyrirtækjum en bara Sjálfstæðisflokkurinn. Sá flokkur er nú búinn að upplýsa um sína styrki en það hafa aðrir flokkar ekki gert. Kannski vilja vinstri menn ekkert vita um þá styrki. Jóhanna segir alla vega að það taki nokkra daga fyrir Samfylkinguna að taka þetta saman. Hvers vegna skildi það nú vera ?
Jóhann Ólafsson, 10.4.2009 kl. 10:51
Það er nú orðið ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er litli bróðir Mafíunnar á Ítalíu.
Árni Gunnarsson, 10.4.2009 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.