Ísland; Spilltasta land í Evrópu?
13.4.2009 | 09:45
Sjálfstæðisfokkurinn hefur alla mína hunds og kattartíð haft betri aðgang að fjármagni en aðrir flokkar. Hann hefur alla tíð notið meiri peningalegrar velvildar en aðrir flokkar í atvinnulífinu. Þetta vita allir. Yfirburðir hans í íslenskum stjórnmálum hafa því að verulegu leyti byggst á peningum en ekki hugmyndum. Ofan í kaupið hefur Morgunblaðið stutt flokkinn leynt og ljóst. Ekki bara í leiðurum og Staksteinum heldur með öllum Morgunblaðslíkamanum mismunandi áberandi eftir tímabilum. Morgunblaðið var blað kaupmanna, blað efnamanna. Þetta vita allir. Yfirburðastaða flokksins í íslensku þjóðlífi hefur verið vegna þessa, ekki út af frábærri hugmyndavinnu, hún hefur verið slök. Ekki úr af frábæru fólki. Það hefur ekkert verið síðra í hinum flokkunum.
Það er ekki fyrr en flokkurinn fer að óttast um einokun sína á peningamönnum sem sagt á Baugstíma að hann ljær máls á fjárhagslegu eftirliti með flokkunum en svindlar þá og verður sér til skammar. Nú þarf að athuga framlög tíu ár aftur í tímann. Einnig svæðisbundin framlög og framlög til einstaklinga í prófkjörum. Kannski er Ísland eitt spilltasta land Evrópu í pólitísku tilliti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kannski, efa það þó. Mun verri mál hafa t.d. verið til umræðu varðandi stjórnmálaflokka annars staðar. S.s. í Bretlandi svo ekki sé talað um Ítalíu. Svo ekki sé talað um allar þær fjárhæðir sem ríki Evrópusambandsins mörg hver svíkja út úr sambandinu og styrkjakerfi þess og komast upp með það vegna þess að bókhald þess er í molum og hefur verið síðan á síðustu öld.
Hjörtur J. Guðmundsson, 13.4.2009 kl. 10:03
Kjánakall -
Mogginn er ekki og hefur ekki verið málgagn Sjálfstæðisflokksins - hann hefur verið galopinn síðan´´eg man ekki hvenær. Fyrstu árin var hann hallur undir Sjálfstæðisflokkinn en það er löngu liðin tíð.
það er komið 2009 -
ÁSKORUN TIL SJÁLFSTÆÐISMANNA TÖKUM HÖNDUM SAMAN OG GREIÐUM HVERT UM SIG KR. 5.000.- Í STYRKTARMANNAKERFIÐ - TIL VIÐBÓTAR ÞVÍ SEM VIÐ GREIÐUM VENJULEGA. LÍKA ÞIÐ SEM ERUÐ EKKI INNI Í STYRKTARMANNAKERFINU NÚ ÞEGAR.10.000 MANNS - 50 MILLJÓNIR - MÁLIÐ LEYST.20.000 MANNS - 100 MILLJÓNIR - OG ALLT Í GÓÐUM GÍR.Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.4.2009 kl. 10:32
Þetta er dagssatt og löngu vitað. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf snúist um völd og peninga en ekki um faglegar stefnur- Í raun afhjúpaði Hannes Hólmsteinn Sjálfstæðislokssmenn þegar hann sagði að hinni staðfasti sjálfstæðismaður hugsaði um að græða á daginn en grilla á kvöldin, en hugsaði ekkert sérlega mikið um pólitík. enda er þetta flokkur sem þessi hefur saurgað orð eins og frelsishyggja með því að gera það að sínu og sannað það að sjálfstæðismönnum er síðst af öllum treystandi til að stjórna þessu landi.
Brynjar Jóhannsson, 13.4.2009 kl. 15:16
Ég veit um meiri spillingu á plánetu 69a, en sú pláneta er reyndar í öðru stjörnukerfi en okkar.... RÁNFUGLINN er ekkert SPILTUR, heldur er hann ennþá LÉNSHERRA og OKKUR sem erum í flokknum ber SKILDA til að greiða honum VERNDARTOLLA fyrir að vera til..! Þau okkar sem hafa vit á að greiða rausnarlega mega eiga von að góðum "gjöfum", en það er óþarfi að sjá það sem mútur...
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson, 13.4.2009 kl. 15:35
það væri þá að fara úr öskunni í eldinn spillingarlega séð að ganga í ESB. Þar grasserar spillingin og ekki hefðum við möguleika á að uppræta hana. Núna hefur verið flett ofan af spillingunni í Sjálfstæðisflokknum sem og víða annars staðara í þjóðfélaginu. Við skulum halda áfram að uppræta spillinguna og kjósa flokka einsog V-G eða Frjálslynda sem ekki hafa svona lagað á samviskunni, og er best treystandi til að hreinsa hér til og byggja upp að nýju.
Guðrún Sæmundsdóttir, 13.4.2009 kl. 16:45
Ég er búinn að sjá þessa auglýsingu Ólafs víða. Baldur er ekki rétt að þú takir þóknun fyrir ? Ég leyfi ekki ókeypis auglýsingar hjá mér nema það sem kemur sjálfkrafa frá mbl.is
Finnur Bárðarson, 13.4.2009 kl. 17:17
Baldur....þú talaðir, eða réttara sagt, skrifaðir og ég hugsaði...
TARA, 13.4.2009 kl. 20:42
Athyglisvert að sjá hann Hjört J. Guðmundsson tjá sig hér á athugasemdakerfinu. Hann leyfir engar athugasemdir á bloggsíðunni sinni. Skyldi honum leiðast áhugaleysið fyrir síðunni sinni ???
Sævar Helgason, 13.4.2009 kl. 21:59
Góður pistill Baldur! Alltaf jafn pólitískur og með hjartað á réttum stað.
Það er ekki langt síðan að erlend stofnun sem mælir spillingu landa gaf Íslandi 9,7 í einkunn af 10 mögulegum! Þessi stofnun hefur augljóslega ekki verið að vinna vinnuna sína eins og stundum er sagt, eða e.t.v. ekki spurt réttu spurninganna. Hvað um það, spillingin liggur fyrir og er augljós öllum sem á annað borð ganga um með opin augu.
Hvað ætli þetta slagorð Sjálfstæðisflokksins "stétt með stétt" merki? Er það kannski að almúginn fái að vera með flokkseigendum á Landsfundum Sjálfstæðisflokksins, þar sem þeir snobba niðurávið yfir eina helgi?
Einar H. Björnsson, 13.4.2009 kl. 22:39
Góður Baldur. Krafan um að allt verði opnað allt til 2000 til baka - jafnvel allan Davíðstímann . . mun ná fram að ganga ef við fáum erlenda sérfræðipressu til þess.
Spilling í ESB - örugglega - en slíkt getur ekki orðið til réttlætingar á því að við upprætum ekki spillingu stjórnmálann hjá okkur . . .
Almennt hef ég mestar áhyggjur af boðsferðum í lax og á fótboltann . . .. og svo prófkjörum og peningaaustri í frambjóðendur sem eiga þá ekki "eigin sannfæringu" . . . svo megum við ekki vanmeta kumpánaskap tengsla og klíkubræðranna . . . . þar er líka spilling þó það fari etv. ekki miklir peningar milli handa.
Mér er sama hvar spillingin á heima . . . . eða hvaða flokka hún grefur að innan - - nú er færi á að uppræta hana . . .
Benedikt Sigurðarson, 13.4.2009 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.