Þöggun nafnlausra íhaldsdrengja!
13.4.2009 | 21:58
Amx sem kallar sig fremsta fréttaskýringavef landsins en er vefur hægri manna sem vega úr lausátri gerir mér þann heiður að fjalla um bloggfærslu mína frá því í morgun þar sem ég fjalla um Sjálfstæðisflokkinn. Ég held að ég sé ekki einn um þá skoðun að Mogginn hafi yfirleitt stutt þann flokk þó íhaldsdrengirnir blessaðir nafnlausir hafi ekki hugmynd um það. Ég sé þó ástæðu til þess að árétta það að mér hefur líkað við Morgunblaðið á síðustu árum enda hef ég sjálfur ritað í það margar greinar og það er heimilisblað mitt. Hins vegar er ég logandi hræddur um blaðið nú undir nýjum eigendum að það verði aftur flokksblað. Eða til hvers eru auðmenn að kaupa blöð? Hvers vegna keypti Jón Ásgeir Fréttablaðið? Svo lýsi ég frati á menn sem þora ekki að skrifa undir nafni sérstaklega þegar tilgangurinn er greinilega þöggun. Það er óheilbrigt í lýðræðissamfélagi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tek undir þetta. Þetta gerir útslagið fyrir AMX, að hefja nafnlausan rögburð á hendur bloggurum, sem hafa gagnrýna hugsun!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.4.2009 kl. 22:05
Baldur, ég verð að benda þér svolítið grátbroslegt. Þegar rakst á þessa færslu þína fór ég að skoða AMX vefinn og er greinilegt að þar á bæ er orðið hlutleysi óþekkt hugtak, þetta er hreinn og klár íhaldsvefur.
En svo smellti ég á tengil sem heitir: ,,Um AMX" og mér til mikillar undrunar var eftirfarandi texta að finna:
Hvernig dettur þeim í hug að fullyrða slíkt þegar allur vefur þeirra er stútfullur af fagurgala um Sjálfstæðisflokkinn?
Þeir mættu hugsa sig betur um, áður en þeir saka aðra um tvískinnungs hátt eða hræsni þegar þeir eru ekki skömminni skárri sjálfir!
Þeir hafa greinilega ekki lesið sig til um ákveðinn orð, sem einn mjög góður maður og sameiginlegur vinur okkar sagði um bjálkann og flísina.
Mbk,
Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.4.2009 kl. 22:28
Ég undrast þessar árásir þeirra á þig en ekki kemur það mér á óvart að þær séu í skjóli nafnleysis. Það virðist vera afskaplega mikið um skítkast á netinu einmitt í skjóli nafnleyndar. Þeir sem ekki þora að skrifa nafn sitt undir slíkar ásakanir eru að mestu ómarktækir í umræðunni.
Hilmar Gunnlaugsson, 14.4.2009 kl. 01:03
Kíkti inn á þetta AMX í gærkveldi.
Aum og illyrmisleg skrif!
Hlédís, 14.4.2009 kl. 09:58
Haltu þínu striki, Baldur. Íhaldsstrákana svíður í pelsinn undan skrifum þínum, og þá grípa þeir til þess sem þeir best kunna, skítkast í leynd nafnleysis.
Ólafur Ingólfsson, 14.4.2009 kl. 10:58
Mogginn er, og hefur alltaf verið, úlfur í sauðagæru! Látum það ekki blekkja okkur þó hann hafi opnað blaðið fyrir greinum og pistlum annarra en délistafólks! Hlutverk Moggans hefur alltaf verið að gæta hagsmuna auðvaldsins, líkt og Flokkurinn!
Auðun Gíslason, 14.4.2009 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.