Vantar eldmóð í stjórnarliða!
15.4.2009 | 13:12
Ætla Vinstri Grænir og Samfylking að klúðra þessu fyrir kosningar? Þeir láta Sjálfstæðisflokkinn komast upp með það að hræða fólk með skattahækkunum og þeir eru ógreinilegir um málsmeðferð þegar kemur að ESB. Fólki er illa við ógreinilegan málflutning og fólk er alveg að gleyma því að Sjálfstæðisflokkurinn ber höfuðábyrgð á því hvernig komið er fyrir þjóðinni. Það vantaði allan eldmóð í Helga Hjörvar og Katrínu Jakobsdóttur í diskúsjóninni í gær. Skástu tilþrifin voru hjá Kalla Matt., Þráni Bertelssyni og Ástþóri. Fulltrúi Framsóknar virkaði þungur og þreyttur (og ég skil það vel). Illugi var hins vegar góður fyrir sinn hatt og fékk að tóna óáreittur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"It takes two to Tango" Baldur..... Og til þess að danspar nái árangri þarf það að dansa í takt. Það gengur ekki að annar aðilinn dansi villtan Suðuramerískan tangó á meðan hinn er að dúlla sér í enskum vals. Þetta á jafnt við í dansi og pólitík.....
Ómar Bjarki Smárason, 15.4.2009 kl. 13:24
Sammála síðasta ræðumanni, xD þarf ekki að gera annað en að benda á vitleysisganginn í núverandi ríkisstjórn.
Magnús V. Skúlason, 15.4.2009 kl. 17:06
Auðvitað ómaklegt af MVS að hrista þetta svona hér inn. Jóhanna var veik og Helgi tók þetta að sér og tók dansinn. Það er alltaf þannig að stjórnarliðar eru í vörn á svona fundum. Mér fannst nú koma blossar frá Helga þegar ESB var nefnt. En... þú átt auðvitað að brýna.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 18:25
http://www.icelandicfury.se/video.php myndband http://www.icelandicfury.se/free/09Track.zip frítt niðurhal
Sjóveikur, 15.4.2009 kl. 21:49
Mér sýnist Vinstri grænir og Sandfylkingin hafa verið ósköp dugleg við að koma þeim boðskap áleiðis sjálf, það hefur ekki þurft Sjálfstæðisflokkinn til, þegar kemur að skatta-, efnahags-, atvinnu-, fjölskyldu- eða ESBmálum, til að sína dugleysi þessara flokka.
Rétt er það að eldmóðinn vantaði hjá þeim Helga og Katrínu, en það gerist þegar hugsjónina og sannfæringuna vantar, en það er akkúrat það sem maður upplifði er maður horfði og hlustaði á þau í gærkveldi.
Væri ekki betra að velja fólk á þing sem hefur hugsjón, skilning og vilja til að láta gott af sér leiða og er tilbúið til að láta hendur standa fram úr ermum ? en það greinilega vantar í ríkisstjórnarflokkana, þeir sjá væntanlega sem er að þeir ráða ekki við verkefnin.
Góðar stundir,
Tómas Ibsen Halldórsson, 15.4.2009 kl. 22:04
Jafnvel Helgi Hjörvar virkar ósannfærandi - - enda er hann manna líklegastur til að vera farinn að skilja að ríkisstjórnin er ekki að standa sig nógu vel gagnvart skuldsettum yngri fjölskyldum - - ríkisstjórnin er ekki að standa sig gagnvart framleiðslufyrirtækjunum og er þannig ekki að grípa inn með virkum aðgerðum til að snúa hruninu við.
Það verður sem sagt að leiðrétta vísitöluyfirskotið af verðtryggðum lánum heimilanna - - og það verður að skera niður skuldir framleiðslufyrirtækjanna þannig að þau fái tækifæri til að sanna sig í þessum hrunda veruleika - - og það verður að keyra niður vextina með handafli . . . . og átti að gera það með breytingum á Seðlabankalögum . . .
Ríkisstjórn jafnaðarmanna og vinstri sósíalista á að standa með framleiðslufyrirtækjum og bjargálnum heimilanna - og þannig neytendahagkerfinu . . . . og alls ekki vinna að forgangi fjármagnseigenda og svokallaðra "kröfuhafa" . . . . . . . .
. . . þangað til forráðamenn SF og VG fatta þetta er hætta á að þá skorti sannfæringu og kraft í sína pólitísku boðun . . .
Benedikt Sigurðarson, 15.4.2009 kl. 22:27
Málflutningur Illuga hljómaði eins og upptaka af stjórnarandstöðuræðu fyrir sossum einu ári, - jafnvel árunum þar áður! Þetta gengur ef til vill í algjörlega minnislaust fólk! Enginn fulltrúi þrí-flokksins stóð sig vel á þessum fundi, að mínu mati. Þreytumerki sá ég ekki á Katrínu, þó ekki hafi hún getað leyst vanda þjóðarinnar á staðnum. Segjum að hún og minni framboðin - meira að segja Ástþór! - hafi verið nær raunveruleika en gömlu brýnin. Undarlegt að telja Sigmund með gömlu brýnunum - Hann og Illugi eiga vonlausan, gamlan málstað að verja - Illugi sýnir þegar skaðann frá hirð "Goðmundar á Glæsivöllum" - Sigmundur ferskari sem eðlilegt er.
Hlédís, 15.4.2009 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.