Samfylkingin fyrsti kostur og Atli til vara!
20.4.2009 | 11:16
Samfylkingin verður væntanlega valkostur minn í þessum kosningum fyrst og síðast vegna Evrópumála. Ég hef skrifað um það í bráðum tvö ár að það sé lífsnauðsynlegt fyrir Íslendinga, að ganga í Evrópusambandið, að uppfylltum vissum skilyrðum, ef við ætlum ekki að eiga það á hættu að einangast hér í fátækt og basli næstu áratugina. Ég lít á Evrópusambandið sem nútíma og framtíðar samstarfsvettvang sjálfstæðra þjóða í Evrópu. Þetta er æ betur að koma á daginn.
Annars hugnast mér best efsti maður á lista Vinstri grænna hér í Suðurkjördæmi Atli Gíslason og myndi kjósa hann og Samfylkinguna ef kosningalöggjöfin byði upp á slíkt. Atli er alvöruframbjóðandi, alvöruþingmaður. Vinnusamur, glöggur, með hjartað á réttum stað. Efsti maður á lista Framsóknar Sigurður Ingi dýralæknir er einnig ágætur fyrir sinn hatt. Verður þarfur maður á þingi sem minnir á málstað bænda og dreifbýlinga en ég er hræddur um að hann sjái ekki Evrópuljósið eins og ég. Ég held að Sigurður Ingi sé hallur undir bændaforystuna sem spyrnir fótum við framtíðinni og tuðar nú um fæðuöruggi sem útleggst einangrun og tollamúrar sem er slæmt fyrir bændur sem aðra sé litið til lengri tíma.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:33 | Facebook
Athugasemdir
En skyldi nú Atli sjá Evrópuljósið þitt Baldur ?
ESv
Einar Sveinbjörnsson, 20.4.2009 kl. 14:44
það er nú verkurinn Einar Sveinbjörnsson. Væri hann upplýstur af því myndi ég sennilega kjósann! kveðja Baldur
Baldur Kristjánsson, 20.4.2009 kl. 15:03
Engin hætta á því. Atli sér ekki ljósið í því.
ESB málið er að sjálfsögðu ekki spurning um svart og hvítt. Þau sem eru eindregið á móti því að sækja um aðild að ESB ættu að benda á hina leiðina, svo að við sem viljum stefna til ESB, áttum okkur á hver hún er, hvort hún er fær og hvort hún er til. Er málið kannski þannig vaxið, eins og svo margan grunar, að stefna ESB- andstæðinga sé bara sú að vera á móti til að vera á móti?
Ingimundur Bergmann, 20.4.2009 kl. 15:06
Manni er farið að gruna að sambó hafi lofað ESB ráðherrunum eitthvað og þegið mútur styrki frá ESB í staðin og sama má sega um formenn ASÍ og marga aðra sem lofa ESB í hástert allavega er þetta fólk ekki að hugsa um hag þjóðarinnar það er einhverjar skrýtnar kendir þar að baki!!!!Afhverju vill þetta fólk ekki ræða um Dollar sem gengi fljótar fyrir sig og ekki þarf að láta fullveldi landsins á móti einsog sambó og ASÍ vilja gera.Það þarf ekki að fara í aðildarviðræður við vitum um 98% reglunum og hvað við fáum en það eru þessi 2% sem eru aðalmálið og allt snýst um .Það er nóg að senda 2 fúlltrúa þarna út til Brussel með eitt bréf sem í stendur þetta er það sem við viljum halda að fullu hér semsagt fiskimiðin-landbúnaðurinn-og okkar dýrmæta orka og náttúra og hvað viljið þið gera?ekki einfaldara.Og svarið verður stutt og laggott frá ESB farið bara heim aftur við höfum ekkert við ykkur að tala.Muna bara að kjósa ekki þennan spyllinga flokk sem vill afsala okkar sjálfstæði.
Marteinn Unnar Heiðarsson, 20.4.2009 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.