Eflum landsbyggðina - kominn tími til að snúa óheillaþróun við!
21.4.2009 | 08:34
Vegna eiturlyfjasmyglsins fengum við myndir í sjónvarpinu frá þessum fallegu stöðum Hornafirði og Djúpavogi. Mín tilfinning er sú að þeir beri æ sjaldnar fyrir augu á opinberum vettvangi. Sannleikurinn er sá að síðustu tveir áratugir hafa verið landsbyggðinni erfiðir. Þar hefur heldur hallað undan fæti. það hefur fækkað í byggðunum og tekjur þar minnkað. Tólf ára stjórnartímabil Sjálfstæðisflokks með þátttöku Framsóknarflokksins fór heldur illa með byggðirnar á Austurlandi enda Sjálfstæðisflokkurinn markaðssinnaður flokkur og auðvitað er það ekki markaðsvænt að hafa langt á milli fólks. Við þurfum að snúa þessu við. Við þurfum vinstri stjórn sem þorir að styrkja og efla byggðirnar. Við þurfum kvótann aftur heim og við þurfum að kanna það í viðræðum við Evrópusambandið hvort að byggð meðfram ströndinni um allt land myndi ekki styrkjast við inngöngu í bandalagið. það er ýmislegt sem bendir í þá áttina.
Fiskiskip lét vita af skútunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hugsaði einmitt eins og þú um fegurðina,- mikið svkalega er fallegt á Djúpavogi og alltof sjaldan sem myndir þaðan fá að sjást í sjónvarpi allra....landsmanna !!
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 21.4.2009 kl. 08:40
Það er í gangi endurskoðun eða byrjun á umræðu um endurskoðun fiskveiðstefnu ESB. Mér heyrist í fljótu bragði að hún sé ekki sem verst. Betri en það sem við þekkjum hérna.
Gísli Ingvarsson, 21.4.2009 kl. 11:41
Það er nú allt betra en það sem við þekkjum hérna Gísli, bæði Noregur og Færeyjar t.d. Allt nema hugsanlega núverandi stefna ESB, hún er svona "sóunarkerfi" eins og hérna, þó hún sé ekki eins. Það væri nú kannski gagn í að komast í stöðu til að hafa áhrif á þá endurskoðun?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.4.2009 kl. 05:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.