Byggjum vindrafstöðvar - festumst ekki í úreltum virkjunarhugmyndum!

Samkvæmt frétt frá Iðnaðarráðuneytinu yrði hagkvæmt að byggja vindrafstöðvar hér á landi. Máttum vita það og það er einfalt að benda á besta staðinn til slíks.  Fyrir sunnan og vestan Þorlákshöfn er tugir ferkílómetra af ónotuðu landi við vindótta suðurströndina.  Þarna mætti koma upp þúsundum vindrafstöðva og framleiða allt það rafmagn sem þarf  í kíslverksmiðjur, gagnaverksmiðjur, gróðurhús og til lýsingar íbúðarhúsa. Ef við gerðum þetta gætum við lagt af í meira lagi hæpnar ráðagerðir um að leggja fallegt og gott land við neðanverða Þjórsá undir lón og hætt við úreltar hugmyndir um Bitruvirkjun. Við verðum að geta hugsað hlutina upp á nýtt og megum ekki festast í úreltum hugmyndum.

Þá eigum við auðvitað að stórauka rannsóknir á því hvernig nýta megi sjávarstrauma til orkuframleiðslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

ÉG er búinn að nefna í 35 ár mikilvægi þess að virkja hérlendis "vindorkuna & hafstraumanna", en þetta fábjána land er með ólíkindum....

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 22.4.2009 kl. 12:36

2 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Úr skýrslunni:

"Gríðarleg vindorka er á Íslandi og ekki er ólíklegt að virkjun þessarar auðlindar sé raunhæfur og hagkvæmur kostur að einhverju marki hér á landi. Um þetta er þó ekki unnt að fullyrða nema ráðist verði í sérstakar rannsóknir og ennþá nákvæmari mælingar á vindi á áhugaverðustu svæðunum. Sérstaklega þarf að mæla vindinn í meiri hæð en gert hefur verið fram til þessa."

Það er m.ö.o. nauðsynlegt að framkvæma ákveðnar rannsóknir til að unnt sé að meta hagkvæmnina. En nokkuð góðar líkur eru á að vindrafstöðvar séu góður kostur á einhverjum svæðum á Íslandi. 

 

Ketill Sigurjónsson, 22.4.2009 kl. 15:32

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sjá orkublogg Ketils Sigurjónssonar http://askja.blog.is/blog/askja/

Væntanlega byggði fréttin sem ég heyrði á skýrslu hans. Nú þyrfti að hefja nánari rannsóknir við Þorlákshöfn. Þetta er vistvæn og yndisleg framleiðsla og vindrafstöðvar minna á geimengla. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 22.4.2009 kl. 15:44

4 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Ég er ekki viss um að sá hvinur og suð sem þessir englar gefa frá sér sé neinn geim-  eða himnahljómur.

Með þessu er ég ekki að hafa neitt á móti því að þessi kostur sé rannsakaður í alvöru. Minnir reyndar að hagleikamaður á Akureyri hafi varið miklum tíma og drjúgum frjármunum til að hanna nýtt afbrigði svona vindrafstöðva.

Ekki vantar landrými hér, en sums staðar í útlandinu er fólk á móti því að hafa svona skóga í nágrenni við byggð.

Hólmfríður Pétursdóttir, 22.4.2009 kl. 16:27

5 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Sæll Baldur!

Fyrir löngu var bent á mikilvægi vindorku og nokkrar tilraunir voru gerðar fyrir svo sem mannsaldri, m.a. þar sem átti að breyta vindorku í hita. Eitthvað held ég að lítið hafi orðið úr þessu og m.a. var það skýrt með því að hér væri of vindasamt, hvassviðri of tíð. En auðvitað á að kanna þetta. Mig grunar samt að hagkvæmasta orkuöflun Íslendinga nú kunni að felast í orkusparnaði, enda erum við einir mestu orkusukkarar á jörðinni!

Gleðilegt sumar!

Sigurður G. Tómasson, 22.4.2009 kl. 16:40

6 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Helst vildi maður sjá Vestmannaeyjar og Grímsey sjálfum sér nógar um raforku með því að virkja vindinn.

Sigurður Ásbjörnsson, 22.4.2009 kl. 17:54

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Tek undir efni pistilsins og ég heyrði í Katli í útvarpinu með sínar skilmerkilegu skýringar.

En innlegg Sigurðar G. er alveg hárrétt. Það verður að kenna þjóðinni að spara orku og hætta sukkinu. Hins vegar má ekki á móti auka orkusóun og byggja jarðgufuvirkjanir sem nýta ekki nema 10-15% af orkunni. Það er fullkomlega óforsvaranlegt.

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.4.2009 kl. 20:53

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Vindorka er nokkuð sem við höfum nóg að!  Hvernig væri að læra af Hollendingum?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.4.2009 kl. 22:01

9 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Allt er þetta nú gott og blessað, vindorkan er góð, en ekki ein sér.

Virkjum Þjórsá! En auðvitað ekki skilyrðislaust, virkjum ekki til þess eins að virkja. Sjónvarpsfólkið heldur að það þjóni einhverjum tilgangi að virkja virkjunarinnar vegna en það er vitanlega ekki þannig. Orkuna þarf að nota í eitthvað arðbært, en vindorkan er ágæt með öðru og hægt að safna í lónin á meðan blæs.

Ingimundur Bergmann, 23.4.2009 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband