Virðum heiðarleikann - burt með þá sem vega úr launsátri!

Virðum heiðarleika stödd í kjörklefanum.  Hugsum um það hverjir hafa verið heiðarlegir í kosningabaráttunni.  Þeir eru líklegir til þess að endurreisa Ísland nýrra gilda.  Verum á varðbergi fyrir gömlu töktunum yfirborðsmennsku, græðgi, óheiðarleika. Leitum sannleikans. Þá mun okkur vel farnast. Höldum svo áfram að taka þátt.  Munum að stjórnmál eiga ekki að vera einkavettvangur útvalinna heldur sjálfsagður og eðlilegur þáttur í lífi hverrar manneskju.  Þeir sem kosnir eru eru ekkert merkilegri en annað fólk.  Þeir eru þjónar okkar til tiltekins tíma og eiga svo að hverfa til sinna fyrri starfa. Burtu með stjórnmálaelítuna.  Slíkt fyrirbrigði verður alltaf spillt.  Og niður með þá sem vega úr launsátri.  Þeir ættu að vera fyrirhrunsfyrirbrigði.  Verum óhrædd við að koma fram undir nafni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég tek undir þetta, það er meiri manndómsbragur að því að stinga menn framanfrá, það er ekki morð heldjur víg og á þessu tvennu er reginmunur samkvæmt fornri siðfræði okkar Íslendinga.

Sigurður Þórðarson, 24.4.2009 kl. 09:05

2 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Þessa stundina mundi ég helst vilja kjósa þann lista sem hefur í framboði fólk í Reykjavík suður sem ég gæti helst treyst til starfa á Alþingi, en nei með því atkvæði gæti ég orðið til þess að einhver eða einhverjir af lista þess flokka í  allt öðru kjördæmi kæmust þar með líka á þing, fólk sem mér finnst ekki eiga þangað neitt erindi.

Við verðum að finna lausn á þessu með vægi atkvæða. Allt landið eitt kjördæmi?

Hólmfríður Pétursdóttir, 24.4.2009 kl. 12:08

3 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sammála en af hverju lesa svona margir bloggið þitt en fáir mitt?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 24.4.2009 kl. 17:13

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sammála

Helgi Jóhann Hauksson, 24.4.2009 kl. 18:28

5 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Sammála en þá skyl ég ekki, að kjósa Björgvin er hann, búin að vera heiðarlegur?

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 24.4.2009 kl. 22:51

6 identicon

Samfylkingin verður aldrei neinn kostur. Aldrei!!!

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 23:39

7 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Sammála Baldur - það vissi ég að það leyndist Borgarahreyfingarmaður undir kuflinum!

Friðrik Þór Guðmundsson, 25.4.2009 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband