Í dag er ég kóngur um stund!
25.4.2009 | 08:40
Í dag er ég kóngur um stund. Fæ að kjósa. Kýs samfélag heiðarleika og manngæsku, nýtt upphaf, nýja tíma, nýja öld. Ekkert má verða sem fyrr, allt skal verða nýtt. Segjum skilið við samfélag sérgæsku, græðgi, montháttar og upphafningar hégómleikans. Í dag er dagur vonarinnar, vonarinnar um nýtt og betra Ísland og þar með betri heim. Við megum aldrei gefa vonina frá okkur og von er ekki hilling út við sjóndeildarhring heldur eitthvað sem við vinnum að ekki með því að vera í líði stjórnmál eru ekki íþróttir heldur með því að gera upp hug okkar, sjá fyrir hugskotssjónum að hverju við viljum stefna og haga okkur svo samkvæmt því , kjósa samkvæmt því óhrædd og vera óhrædd upp frá því ekki hrædd, nafnlaus, bæld heldur uppréttar manneskjur meðal uppréttra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Guðs blessi þennan fallega dag og láti sitt óendanlega umburðarlyndi, sinn óendanlega kærleika og þá óendanlegu von og fullvissu sem trúnni á Guð fylgir, fylla hjörtu okkar íslendinga.
Grétar Einarsson
Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 25.4.2009 kl. 09:43
Ja hérna, Baldur. Las ég ekki hjá þér um daginn að þú ætlaðir að kjósa Samfylkingun?
En samt: Gleðilegt sumar!
Sigurður Hreiðar, 25.4.2009 kl. 10:19
Megi vonir þínar rætast...
Lára Hanna Einarsdóttir, 25.4.2009 kl. 11:24
Megi fegurðin, manngæskan, víðsýnið, frelsið, auðmýktin, heilbrigðið eflast í veröldinni. Gleðilegt sumar Baldur.
Gunnlaugur B Ólafsson, 25.4.2009 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.