Nýtt land - ný von?
26.4.2009 | 08:05
Það er gaman að vakna upp í nýju pólitísku landslagi. Evrópustjórn í spilunum. Samfylkingin stærst. Sjálfstæðisflokkurinn kominn í stærð íhaldsflokka á Norðurlöndum. Margir Sjálfstæðismenn hafa greinilega farið yfir á Framsókn sem nýtur góðs af. Einörð viðleitni Vinstri grænna til að draga úr fylginu bar árangur á síðasta sprettinum. Borgarahreyfingin uppskar. Nú verður gaman að fylgjast með framhaldinu. Hér gætu þróast tvær blokkir, velferðarblokk með Samfylkingu, Vinstri grænum og Borgarahreyfingu og hægri blokk með Framsókn og Sjálfstæðisflokki.
![]() |
Tölur vantar úr 2 kjördæmum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Í dag er dagur til að fagna. Þessu hefur maður beðið eftir allt sítt líf og kannski sýnir þetta að enn er von með þessa þjóð.
Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.