Aðildarviðræður - takk!

Nú verða menn að fara til Brussel og hefja könnunarviðræður. Í framhaldinu leggjum við inn aðildarumsókn og hefjum samningaviðræður. Þjóðin hefur ekki efni á að tvístíga hér í orðaleikjum og þrasi, hefur ekki efni á að stjórnast af hræðsluviðhorfum.(Enga tímatöfsumræðu um einhliða upptöku evru, dollar, kanadískan dollar, norska krónu, bandalag við Kíverja, upptöku á yeni o.s.frv.). Upprétt göngum til viðræðna og látum reyna á það hverjum við náum  út úr samningum.  Auðvitað fellum við samninginn ef hann er óásættanlegur en samþykkjum hann sé hann ásættanalegur.  Það þýðir ekkert að mynda ríkisstjórn sem ekki fer í þennan leiðangur. Sjálft ferlið ætti að leiða til þess að við tökum upp agaðri og betri vinnubrögð á öllum sviðum þjóðlífsins.  Fagmennsku, fagmennsku og aftur fagmennsku.  Og enn einu ber að fagna varðandi þessi kosningaúrslit. Kynjahlutfallið hefur lagast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Hermannsson.

Getur ekki verið einfaldara, skýrara og lýðræðislegra.

Atli Hermannsson., 26.4.2009 kl. 15:52

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Segðu.....annars er þetta svoldið góð hugmynd hjá þér með Kínverjana

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 26.4.2009 kl. 22:01

3 identicon

"..Auðvitað fellum við samninginn ef hann er óásættanlegur...."

Nei, Nei því þessi nýja stjórn (SF + VG) á örugglega eftir að svíkja okkur öll

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 23:12

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

Mín spá:

Þetta verður útkljáð á þingi. Þar koma tvær tillögur um aðildarumsókna að ESB önnur um að farið skuli í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja skuli um aðild að ESB og hin um að sækja skuli um aðild að ESB hvað sem þjóðinni kunni að finnast um málið. Borgarahreyfingin reynist geta valið hvor niðurstaðan verður ofan á og þarf þá að vega og meta hvort verður ofan á hjá henni vilji hennar til að þjóðin geti stöðvað mál sem stjórnvöld eru að fara í gegn vilja hennar eða stefna hennar í ESB málum.

Héðinn Björnsson, 27.4.2009 kl. 09:43

5 identicon

Inngangan í ESB er ekki endilega einhver óskastaða en í mínum huga eru rökin með inngöngu fleiri en mótrökin.

Stöðugleiki og alþjóðlegt traust í fjármálum vegur þar þyngst með.

Grunninn að samfélaginu þarf að vera í lagi svo að allt annað geti gengið upp.

ESB er fyrst og frest tolla- & mynt-bandalag./Samræmir reglur.

Við erum ekki að fara að afsala okkur neinum auðlindum.

Þó að ESB þurfi að samþykkja kvótatillögur okkar á deilistofnum (30% af heildarkvóta) að þá verður kvótinn og nýting hans væntanlega áfram í okkar eigu.

Síðan gætum við gert eins og Finnarnir; gengið í ESB vegna fjármálastöðuleika en haldið áfram að kaupa bara innlendar vörur til að viðhalda vinnu, byggð og fæðuöryggi á Íslandi.

Þó að við eigum langt í land með að uppfylla öll inntöku-skilyrðin

Það er sjálfsagt að stefna á samninga-viðræður og sjá hvernig samningurinn mun líta út þegar upp er staðið og láta þjóðina síðan kjósa um hann.

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband