Kardimommubærinn - góðan daginn!

Í Kardimommubænum leikur Thorbjörn Egner sér með Gypsi (Tatara, Sígauna, Roma, Roma-Sinti, Roma-Gypsi) ímyndina.  Ræningjarnir reynast vera tónlistarmenn, hafa færst út á jaðar þjóðfélagsins atvinnulausir og vansælir, kunna ekki annað en að ræna sér til matar, lifa í skítugu hreysi – samfélaginu finnst stafa ógn af þeim (þeir halda ljón) þó að þeir séu í raun og veru bestu skinn sem ekki geta gert flugu mein og eiga sér enga ósk heitari en fá að vera með í samfélaginu með einhverjum hætti, njóta einhverrar velferðarþjónustu eða það sem er allra best- fá hlutverk, fá vinnu. Allt fer þetta vel. Ræningjarnir reynast vera hinir mætustu menn, jafnvel hetjur.

Roma eða annað fólk sem lifir á jaðri samfélagsins er í raun og veru engin ógn við hið friðsæla samfélag (Kardemommubæinn).  Það þarf bara skilning, fá að taka þátt. Jaðarmennska þess er ekki bara því sjálfu að kenna – það er ekki síður sök hins friðsæla samfélags sem óttast öll afbrigði.

Við hér þurfum að gæta þess að taka alla með.  Fordæma ekki þá sem eru á jaðrinum heldur kippa þeim uppí. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það er vissulega mikilvægt að við stöndum saman og förum hvergi í manngreinarálit og hjálpum þeim sem einhverra hluta vegna hafa það ekki jafn gott og meirihlutinn. Með því má sannarlega skapa betra þjóðfélag og auka mannvirðingu.

Þegar notast er við úreltar og fordómafullar staðalímyndir um fólk má segja að verið sé að setja þeim stólinn fyrir dyrnar og hindra þannig að sambúðin geti orðið sem gæfuríkust.

Hilmar Gunnlaugsson, 27.4.2009 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband