Fréttastofur ala á fordómum!
28.4.2009 | 08:55
Ég verð að skrifa mig frá þessu. Undanfarin ár hefur Eftirlitsnefnd á vegum Evrópuráðsins (ECRI) beint því til aðildarríkja að fjölmiðlar verði hvattir til þess að greina ekki uppruna afbrotamanna. Það ali fyrst og fremst á fordómum í samfélagi. Morgunblaðið og fréttastofa sjónvarps (meðan hún var undir stjórn Elínar Hirst) unnu greinilega í samræmi við þessi tilmæli (hvort sem það var þeirra vegna eða vegna almennrar skynsemi). Fréttastofa útvarpsins gerði það ekki og tíundaði ítrekað þjóðerni eða a.m.k. hvort að viðkomandi væru íslenskir eða útenskir (án þess að það skipti máli í samhengi málsins eins og getur verið þegar um ferðamenn er að ræða eða útlensk gengi). Með þessu háttarlagi ala fréttamenn á fordómum. Og með þessu ómenntaða framferði lenda menn í gryfju: Þegar subbulegir glæpir eru framdir telja sömu fréttastofurnar nauðsynlegt að taka það fram að glæpónarnir hafi verið íslenskir, sé það tilfellið sem oftast er: Ég man eftir þremur tilvikum: Þegar strákar ógnuðu kaupmanni í Mávaahlíðinni. Þegar kona var myrt nálægt Straumsvík og núna þegar hjónum var ógnað á Arnarnesinu (heyrði það reyndar á Bylgjunni). Með því að tíunda það einungis þegar alvarlegir glæpir eru framdir að viðkomandi hafi verið íslenskir eru menn að segja: Ætla mætti að viðkomandi hafi verið útlenskir. Ala sem sagt á enn meiri fordómum með miklu duldari hætti en áður.
Sem sagt: Hefji fréttamenn þessa aðgreiningu lenda þeir í fordómapytti.
Mín skoðun er sú að fréttamenn ættu að skoða þessi mál betur þegar um hefur hægst í íslensku samfélagi. Það er óskynsamlegt að tilgreina uppruna afbrotamanna nema þegar málefnalegar ástæður gefa tilefni til þess. Sem sérfræðingur í ECRI sem hef átt þátt í því að semja ótal tilmæli í þessa veru í ýmsum löndum er ég tilbúinn til þess að hjálpa til.
Annars hef ég orðið var við það að Íslendingar eiga erfitt með að taka tilmælum. Væntanlega gerir smæð þjóðarinnar það að verkum. Veit ekki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það á ekki að ala á fordómum .. þar er ég þér algjörlega sammála.
En ég hef heyrt oft að fólk vilji vita þetta. Það vill heyra og vita hvað er að gerast í kringum sig í þessum málum meðal annars.
Það vill vita ef það heyrir um glæp, alvarlegan eða ekki ... hvort aðilinn sé Íslenskur eða hvort hann sé erlendur.
Skrítið? kannski ...
ThoR-E, 28.4.2009 kl. 09:50
Þjóðerni afbrotamanna skiptir ekki máli því um er að ræða einstaklinga. Ég man oft eftir því að minnst hafi verið á að Pólverjar hafi framið einhverja glæpi hér og með því er verið að gera allan hópinn tortryggilegan. Það gleymist hjá mörgum við slíkar fréttir að flest allir Pólverjar sem og aðrir eru á móti glæpum. Því er ábyrgð fjölmiðla mikil og mjög óæskilegt að verið sé að birta þjóðerni glæpamanna sem getur leitt til haturs og fordóma gegn öllum hópnum.
Hilmar Gunnlaugsson, 28.4.2009 kl. 11:51
Í mínum hefur það verið skammarstimpill á fjölmiðlum að nefna þjóðerni eða uppruna (útlendingur eða íslendingur) afbrotamanns eða þolanda. Það skiptir nákvæmlega engu máli. Afbrot er afbrot hver sem það fremur og hver svo sem verður fyrir því. Upplýsingar sem þessar hafa alveg örugglega aukið á neikvæða umfjöllun og neikvæðni í garð útlendinga hér á landi sem og erlendis.
Grétar Einarsson
Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 28.4.2009 kl. 12:24
Frábær grein Baldur, takk fyrir þetta........skammarleg staðreynd.
Einhver Ágúst, 28.4.2009 kl. 13:08
Það hefur verið talið nægja hingað til að segja að leitað sé að karli eða konu, ljóshærðum eða dökkhærðum einstaklingi, hávöxnum eða lágvöxnum, svo eða svo klæddum.
Tilkynningin með myndunum af þremur einstaklingum sem leitað var að nægði ein og sér án þess að segja okkur hvernig mennirnir sem sáust á myndunum litu út. Víð sáum það sjálf. Þetta var sérlega klaufalegt, en ég mun seint skrifa þetta á illan ásetning þeirra sem létu birta tilkynninguna. Hinu má samsinna að þetta VERÐUR að passa.
Flosi Kristjánsson, 28.4.2009 kl. 22:12
Alþekkt var fréttin frá Akureyri hér um árið um hundinn sem beit þar einhvern. Sagt er að fréttin hafi endað svona: "Hundurinn var aðkomuhundur."
Ómar Ragnarsson, 28.4.2009 kl. 22:31
Baldur
Þú (Baldur) ferð bráðum að tyggja allt upp eftir þessari Eftirlitsnefnd á vegum Evrópuráðsins (ECRI) , og nú örugglega allt sem kemur frá EU. sama hvað það heitir án þess að mótmæla og spyrja, eða er það ekki?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 00:46
Mér finnst rétt að vitum hvort um ISL eða útlending er að ræða í afbrotum,það á ekki að fela það að afbrot undanfarið hafa aukist og útlendingar oft þar í meirihluta og það á ekkert að fela það fyrir þjóðinni.
Marteinn Unnar Heiðarsson, 29.4.2009 kl. 07:07
Ég get með engu móti skilið hvers vegna við þurfum að vita hvort þolendur eða gerendur afbrota séu íslendingar eða ekki. Hvers vegna Marteinn?
Grétar Einarsson
Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 29.4.2009 kl. 16:37
Það er ekkert að fela Marteinn, afbrotum hefur ekkert fjölgað svo mælanlegt sé, morð eru ekki tíðari, ekki innbrot og ekki ofbeldi. Það er ekki nóg að segja eitthvað til að það sé satt.
Eina sem hefur aukist er að lögreglan hefur ná meiri eiturlyfjum, eiturlyf hafa ekki aukist heldur hefur meira náðst.
Útlendingum hefur fjölgað á íslandi og hlutdeild þeirra í glæpum að sama skapi, svona einsog í eiturlyfjasmyglinu 1 útlendingur á móti 5 íslendingum, og þessi auglýsing sem er nú margendurtekin um "útlendingslega" menn elur á mannfyrirlitningu og hatri, sérstaklegaq þarsem það fylgja með myndir og algjör óþarfi að lýsa fólki ennfrekar.
Ég hef einmitt búið á Akureyri og þykir afara vænt um þann stað enn þar kynntist ég þessu frá fyrstu hendi hvernig "utanbæjarmenn/útlendingar" eru hanteraðir á Íslandi, fræg er frétt af maríjuanaræktun í hafnarfirði um árið þegar bæjarverkfræðingur taldi fullvíst að um utanbæjarmenn hafi verði að ræða.
En einsog frétt af Arnarnesinu í þessari viku sýnir þá viljum við síður viðurkenna að um okkar eigin börn sé að ræða.
Við vildum að útlendingar kæmu hér og ynnu alla þá leiðinlegustu og óþægilegustu vinnu sem við þurftum að láta inna af hendi án þess að við yrðum þeirra vör, það er því miður ekki hægt nema með þrælabúðum og að drepa svo vitnin.
Fólk er fólk alveg sama hvaðan það kemur og einsog hefur verið sagt um innflytjendur í nýlegri baráttu, það er ekkert til sem heitir ólögleg manneskja.
Þó að við búum hér við alheimsverndarstefnu NATO og séum þar í raun einsog blóm í eggi þá megum við ekki falla í þá gryfju að dæma þjóðir sem lifa nær nató línunni og hafa átt erfiða æfi og með stríðshörmungum og fátækt. Það eru rauninni okkar hagsmunir og stanslausa velferðarkrafa sem skapa flest þessi stríð því að með heimsvaldastefnu Ameríku og Breska konungsveldisins erum við að kúga aðrar þjóðir til að framleiða fyrir okkur vörur sem ódýrast og jafnvel arðræna ríki af þeirra náttúruauðlindum, við erum sjálf að lenda í því núna og hvað ætlum við að gera?
Ganga í ESB? Ekki ég takk fyrir, nató hefur sýnt okkur nóg um hvað hlýst af svona bandalögum.
En að stimpla manneskju fyrir þjóðerni þeirra, sleppum því bara.
Einhver Ágúst, 30.4.2009 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.