Kirkjan á siglingu!
30.4.2009 | 08:35
Þjóðkirkjan er á Preststefnu í takti við samfélagið og ,,nýir tímar, endurmat og framtíðarsýn eru meginstef á stefnunni sem kallar til, eins og oft áður, fræðimenn og hugsuði utan preststéttar þó nóg sé af þeim innan hennar- þetta er styrkeiki fremur en veikleiki.
Kirkjunnar menn fjalla nú hispurslaust um samfélagsmál eins og greinar guðfræðinganna átta, málþing þjóðmálanefndar og nú preststefna bera með sér. Og enginn hallmælir kirkjunni og bendir á að hún eigi að halda sig við siðferðileg og trúarleg málefni. Það hefur runnið upp fyrir fólki að þetta er eitt og hið sama. Að minnsta kosti er siðferðið kjarninn í öllu okkar atferli þar með pólitísku atferli. Það leiddi nær dauðann í sér að eftirláta stjórnmálin kjölfestulausum krökkum sem höfðu í útlöndum komist yfir nýjar kennslubækur í hagfræði með fáránlegum kenningum sem byggðu á misskilningi á Adam Smith. Það var ekki nóg með að viðskipti væru markaðsvædd heldur samfélagið allt, samskiptin öll. Markaðshugsunin átti alls staðar við það sem ekki var bannað var leyft. Það sem ekki fór í bága við lög var í lagi hversu siðlaust sem það var. Við tókum okkur sameiginlega úr forsæti og settum þar okkur sjálf, hvert og eitt. Meðan við gátum eignast okkar snekkju var allt í lagi.
Þegar ræður prestanna eru skoðaðar kemur á daginn að þeir vöruðu við og héldu fram klassískum kristnum gildum um nægjusemi, hógværð, umhyggju og náungakærleika andspænis græðgi, sjálfsdýrkun, ójöfnuði og skeytingarleysi tímanna en það var lítið á þá hlustað og biskupinn uppnefndur við hirðina. Nú er þetta breytt. Flestir gera sér grein fyrir því að í siðferðisboðskap kirkjunnar felst sígild pólitík allra tíma. Að jöfnuður og virðing fyrir manneskjunni og aðstæðum hennar er kjarninn í allri pólitík ekki meðlæti sem hægt er að skilja eftir á diskinum.
Þeir sem töluðu töldu ekki tímana til að hrófla við stöðu þjóðkirkjunnar. Aldrei sem nú væri ástæða til að halda í hina sterku norrænu þjóðkirkjuhefð. Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að þjóðkirkjufyrirkomulagið mismuni ekki þegnunum (málshöfðun Ásatrúarfélagsins) og ECRI, mismununarstofnum Evrópuráðsins telur svo ekki heldur vera og telur þjóðkirkjufyrirkomulagið á Norðurlöndum félagslegt og menningarlegt fyrirkomulag og þannig sé á málum haldið í þessum ríkjum í trúarefnum að ekki sé hægt að tala um mismunun. Þó er víst að vegur kirkjunnar og boðskapur hennar veltur ekki á sambandi ríkis og kirkju eða má ekki gera það. Kirkjunnar fólk þarf hispuslaust að halda fram sínum kristnu gildum hvernig sem fyrirkomulagið er og ef marka má andann á Prestastefnu þá er það ákveðið í því að gera það enda komið á daginn að þjóðin þarf eins og hver annar bátur á siglingu á kjölfestu að halda.(þjóðir og bátar þurfa kjölfestu þó að slíkt sé óráð í bönkum). En þó að við höldum þessu fyrirkomulagi þurfum við að búa þannig um hnúta að engum sé mismunað og allt sé gegnsætt og á opnu borði.
Að lokum þetta: Fjölmiðlamenn ættu að kalla guðfræðinga oftar til. Við eigum haug af vel menntuðum, víðsýnum gáfuðum og skemmtilegum guðfræðingum. Kannski þurfa þessi guðfræðingar að stíga betur fram svo eftir þeim sem tekið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Og hvað eiga guðfræðingarnir að segja?
Að pabbi í geimnum elski alla.. hann sé bara að skamma okkur núna, svo jafni hann sig ef við skráum okkur í ríkiskirkju :=)
DoctorE (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 08:41
Jájá, það er engin hræsni í gangi þegar kirkjan talar um góðærið
Það er út í hött að þú og kollegar þínir haldi því enn fram að ríkiskirkjufyrirkomulag mismuni ekki. Þetta er einfaldlega mismunun sem þú sættir þig við, mismunun sem hentar þér.
Matthías Ásgeirsson, 30.4.2009 kl. 09:12
Matthías Ásgeirsson, 30.4.2009 kl. 09:15
Matthías, Í hverju finnst þér þér mismunað? Fannstu þetta með meint gjaldþrot kirkjunnar 1907?
Hólmfríður Pétursdóttir, 30.4.2009 kl. 09:26
DoctorE, minn góður, ætlarðu að bjarga þessum degi fyrir mig líka?
Hólmfríður Pétursdóttir, 30.4.2009 kl. 09:28
Ég skal gera hvað ég get fyrir þig Hólmfríður :)
DoctorE (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 09:30
DoctorE, ég veit ekki hvort Baldur, þó víðsýnn sé vill fá rausið úr okkur inn á síðuna sína.
En hver segir að Guð sé í geimnum?
Hólmfríður Pétursdóttir, 30.4.2009 kl. 09:37
Trúleysingjar og aðrir sem standa utan trúfélaga greiða sérstakan skatt sem meðlimir trúfélaga þurfa ekki að greiða.
Ríkiskirkjan fær auk sóknargjalda um þrjá milljraða á ári úr sameiginlegum sjóðum skattgreiðenda, þar með talið þeirra sem ekki eru í ríkiskirkjunni.
Ríkiskirkjan nýtur sérstakar verndar ríkissjóðs.
Í leik- og grunnskólum er stundað trúboð á forsendum ríkiskirkjunnar, oft á hennar vegum.
Alþingi Íslands hefst með messu í kirkju ríkiskirkjunnar.
Prestar ríkiskirkjunnar eru opinberir starfsmenn, laun þeirra eru greidd af skattborgurum.
Biskup ríkiskirkjunnar er með diplómavegabréf eins og æðstu ráðamenn þjóðarinnar.
Ríkiskirkjan fór óeðlilega mikið pláss í ríkisfjölmiðlum, sérstaklega ríkisútvarpinu.
Háskóli Íslands rekur deild sem sér um að mennta trúboða (presta) ríkiskirkjunnar.
Og svo framvegis.
Ég var ekki einu sinni að leita. Ég skal ræða við félaga mína á Vantrú og athuga hvort einhver nennir að skrifa grein um þetta uppgjör árið 1907 og stöðu kirkjunnar þá.
Matthías Ásgeirsson, 30.4.2009 kl. 09:44
Matthías, það máttu eiga að þú heldur vel utan um þín rök, sumu af því sem þú telur upp, eins og þessu með gjöld þeirra sem eru utan trúfélaga, má auðveldlega breyta.
Hvernig skilgreinir þú trúboð í leik og grunnskólum?
Guðfræðideild háskólans menntar ekki presta, hún útskrifar guðfræðinga. Þau sem hafa lokið því námi og sækjast eftir prestsstarfi sækja síðan viðbótar menntun til kirkjunnar.
Ef þið farið að líta á 1907 skoðið þið þá vandlega samningin um ríkisjarðirnar og grundvöll greiðsla ríkisins til kirkjunnar. Það er nauðsynlegt ef þið meinið eitthvað með ykkar málflutningi.
Um það bil, ef til vill og gæti verið dugar ekki til að koma af stað breytingum.
Hólmfríður Pétursdóttir, 30.4.2009 kl. 11:35
Já, og ég gleymdi, í HÍ er líka í boði nám í trúarbragðafræðum. Fólk í þessum deildum nýtur engra forréttinda.
Ertu að meina að HÍ ætti alls ekki að hafa nám og rannsóknir í neinu sem snertir trúarbrögð?
Hólmfríður Pétursdóttir, 30.4.2009 kl. 11:39
Baldur, erindi mitt inn á athugasemdakerfið þitt var að segja þér öðrum sem lesa að ég er stolt af kirkjunni og því fólki sem kemur að því sem fréttist af prestastefnu.
Svo er bara að snúa þessu þunga skipi smátt og smátt, án þess að kasta ballestinni eða steyta á skeri.
Hólmfríður Pétursdóttir, 30.4.2009 kl. 11:52
Það er blettur á háskóla að kenna hjátrú... alger hneysa og hneyksi.
Hvað kemur næst, mun HÍ útskrifa bollalestrarfræðinga
Og BTW hvað er guðfræðingur.. ? Ekkert er vitað um neina guði, hvernig er þá hægt að vera fræðingur... biblíusögufræðingur er nærri lagi
DoctorE (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 12:44
DoctorE,
Við erum líklega sammála um að það sem hefur gerst er saga. Biblíusagnfærði gæti því náð yfir hið liðna, en svo einfalt er það ekki, því hún skiptist í a.m.k. 6 þætti og sennilega fleiri.
Fyrst eru það málin á hvoru testamenti fyrir sig, því Gamla og því Nýja.
(Nú finnst mér ég vera komin í próf en ég hef gaman af þessu samt.)
Svo er það saga tímabils GT. og tímabils NT.
Svo er það guðfræði þ.e. kenningar og þróun þeirra í GT og NT.
Síðan eru skoðuð valin rit eða kaflar úr ritum bæði GT og NT. (og þá er ég komin í 6 en verð að yfirgera sexið því meira er um að ræða í sögu) Því í viðbót er svo Kirkjusagan þegar NT sleppir bæði í útlöndum og hér.
Úr þeirri sögu eru svo teknar játningar kirkjunnar og sígild guðfræði.
Tíminn sem er að líða og framtíðin getur ekki verið saga. Og um það er líka fjallað í guðfræðinni.
Annars er guðfræðin mjög kryfjandi, kritiskt, og krefjandi nám, sem hefur heldur betur hrist upp í trúarhugmyndum þeirra sem hefja þar nám.
Ekki veit ég hvort þú nennir að lesa þetta þurra raus í mér, en það verður að hafa það.
Siðfræði og ábyrgð kristins manns gleymist auðvitað ekki og þeir sem kjósa að sérhæfa sig í sálgæslu geta fengið mjög trausta undirstöðu.
Ég hafði mjög gaman að trúarfélagsfræði og trúarsálarfræði.
Nóg komið og meira en það.
Hólmfríður Pétursdóttir, 30.4.2009 kl. 13:23
Hólmfríður, ert þú lærður guðfræðingur?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.4.2009 kl. 14:23
Baldur, takk fyrir færsluna, og Hólmfríður, takk fyrir athugasemdirnar, mætti vera meira af þessu líku.
Greinar Guðfræðinganna átta, voru góðar, en máttu koma aðeins fyrr í ferlinu, finnst mér.
Sólveig Hannesdóttir, 30.4.2009 kl. 14:39
Hjalti, nei ég er ekki guðfræðingur, en ég hef stundað nám í guðfræði bæði í HÍ og í Svíþjóð. Aðkoma mín á seinni árum hefur aðallega verið að kenna trúarbragðafræði í 9, bekk grunnskóla.
Ég er húsmæðrakennari, en hef annars kennt flest nema raungreinar.
Svo sat ég á kirkjuþingi eitt kjörtímabil, leikmaður fyrir Reykjavík, austur.
Hólmfríður Pétursdóttir, 30.4.2009 kl. 16:27
Hólmfríður, guðfræðin snýst um það að mennta presta, flokkast sem "kennimannleg guðfræði".
Ég held að enginn sé að halda því fram að það eigi ekki að kenna um trúarbrögð, þá undir formerkjum trúarbragðafræðinnar.
Varðandi 1907, þá man ég eftir því að nafni minn Hugason nefndi þetta einhvern tímann á einhverjum fyrirlestri á kirkjudögum fyrir nokkrum árum síðan.
Af hverju ættu fjölmiðlamenn sérstaklega að kalla til guðfræðinga? Guðfræðingar eru sérfræðingar í helgiritum kristinna manna og trúarkenningum þeirra, en það tengist bara því sem fjölmiðlar ræða um afar lítið. Gætum alveg eins beðið um að fá meira af sérfræðingum í goðafræði í viðtöl hjá fréttamönnu.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.4.2009 kl. 17:25
Eins og þú eflaust veist er kennimannlega guðfræði mjög lítill hluti guðfræðinnar en það er rétt hjá þér hún er kennd þar.
Sumir háskólar hafa sleppt henni og látið kirkjur um það. Mér finnst þó ekkert að því í svona einsleitu samfélagi eins og okkar er enn að kenna kennimannlegu guðfræðina í HÍ.
Hvað er algjört jafnræði
Á ég að setja mig gegn því að kennt sé um pólitíska stefnu sem mér líkar ekki við í stjórnmálafræði?
Á ég að setja mig gegn því að kennt sé um ákveðna heimspekinga ef mér líkar ekki kenning þeirra?
Ég gæti haldið svona lengi áfram.
Ríkið greiðir fyrir ýmislegt sem ég sé ekki fram á að komi mér að notum og sumt sem ég er í rauninni mótfallin. En hér er verið að tala um samfélag en ekki einstaklinga, eða það finnst mér að minnsta kosti.
Ég skil vel að sumir kjósi að vera án trúar og hef hitt fólk sem hefur verið mjög ákveðið í sinni kristnu trú, en komist að því að að vilji heldur vera trúlaust.
Ég get bara ekki skilið að vel menntaðir menn (hver eru konurnar?) geti ekki séð það mark sem kristin trú hefur sett á samfélag okkar, löggjöf, siði og venjur, skilning okkar á góðu og illu, menningu og listir. Kristnin hefur verið farvegur kenninga sem ég held að margir vilji halda í. Taktu eftir að ég sagði ekki að það væri upprunnið í kristni allt saman en hún var farvegurinn sem fleytti því hingað.
Kirkjan, þ.e. þessi mannlega stofnun er ekki gallalaus, en hún vill gera sitt besta, og hlýtur að mega vænta þess að njóta sanngirni.
Hólmfríður Pétursdóttir, 30.4.2009 kl. 18:01
Já, og þar af leiðandi er það beinlínis rangt hjá þér að segja að HÍ mennti ekki presta.
Það er enginn að segja að það skuli ekki vera kennt um kristni, spíritisma og álfatrú í HÍ
Ef við komum með sambærilegt dæmi, þá væri þetta svipað því og að við stjórnmálfræði í Hí væri lögð sérstök áhersla á að þjálfa fólk til þess að starfa innan Sjálfstæðisflokksins.
Ég held að það besta við samfélag okkar, eins og lýðræði, frelsi og jafnrétti, séu afar ókristileg viðhorf. Þú þarft ekki að fara langt aftur í tímann til þess að sjá hvernig "löggjöf, siðir og venjur" voru þegar kristni hafði meiri áhri, þá var ólöglegt að vera ekki kristinn. Í nútímanum verður kristinna áhrifa aðallega vart í baráttu kristinna manna gegn réttindum samkynhneigðra. Já, það er óskiljanlegt hvernig fólk getur verið á móti kristni.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.4.2009 kl. 19:07
Enn sú býsn sem til er af rugluðu og fordómafullu liði! Sem virðist ekki hafa hugmynd um allt það góða sem kristin kirkja hefur leitt af sér gegnum tíðina en er þeim mun verseraðra í því sem e.t.v. kann að hafa farið úrskeiðis.
Sigurður Hreiðar, 30.4.2009 kl. 19:28
Ég gleðst yfir grunnlaunum presta og öllu álagi vegna ferminga og jarðafara og fl...en nú vilja sveitafélögin lækka grunnlaun kennara (sem eru 2 til 3 lægri en presta) og ekki með álagi vegna hvers nemanda sem tekur próf o.s.frv...
Hvað finnst Baldri um að sveitafélögin ætli að LÆKKA LAUN KENNARA?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.4.2009 kl. 19:47
Vlilja lækka laun tímabundið
Samband íslenskra sveitarfélaga vill lækka laun t.d. kennara tímabundið og að lögum verði breytt þannig að hægt sé að stytta skólaárið. Hugsanlega kæmu frídagar á móti launalækkun. Halldór Halldórsson, formaður, segir að tekjur sveitarfélaganna hafi minnkað á sama tíma og kostnaður hækki.
frettir@ruv.is
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.4.2009 kl. 19:49
Ég er ekki með æfingu í Morfis umræðum, já ég gleymdi þeirri kennimannlegu, enda hægt að ljúka námi með meistaragráðu í guðfræði án hennar cand theol verða aftur á móti að taka hana.
Hvaða menntun hefur þú Hjalti Rúnar?
Lestu betur það sem ég sagði. Ég sagði aldrei að allt það sem barst með kristninni hingað hafi átt uppruna sinn í henni.
Saga kristninnar er þannig að hún hefur mótast og sótt orð og hugtök í umhverfi sitt á hverjum stað. Hún hefur líka mótað samfélagið á hverjum stað og tíma. Þessi gagnkvæma mótun á sér stað enn þann dag í dag. Áherslur og orðaforði breytast en Kristur sem er sá sem kristin trú beinist að, hann er sá sami.
Ég skil ekki þessi rök þín um kennslu um Sjálfstæðisflokkinn, Sorrý.
Hefur þú kynnt þér samfélagsgerð meðal gyðinga og Rómverja fyrir botni Miðjarðarhafsins á dögum Jesú?
Veistu hvað hegðun Jesú braut gegn venjum, siðum og reglum á þeim stað á þeim tíma?
Af Nýja testamentinu má ráða að konur í lærisveinahópi Jesú hafi haft sama rétt og karlar og jafnvel notið meira trausts. Hitt er annað mál að fljótlega höfðu venjur umhverfisins betur.
Bræðralag einkenndi söfnuði kristninnar lengi og gerir víða líka á okkar tímum. Um tíma má segja að það hafi ekki verið ríkjandi alls staðar.
En hélst hjá þeim sem gerðu það að köllun sinni að vinna saman í bræðralagi til að þjóna náunganum.
Ef þið sem eruð trúlausir viljið að tekið sé mark á ykkur í átt að jafnrétti verðið þið að temja ykkur trúverðugri málflutning.
Hólmfríður Pétursdóttir, 30.4.2009 kl. 19:56
Hólmfríður, þú máttir taka þéttar í hnakkadrambið á Hjalta Rúnari, því að í reynd sagði hann kl. 17:25: "Hólmfríður, guðfræðin snýst um það að mennta presta, flokkast sem "kennimannleg guðfræði"."
Þetta virðist mér alhæfing um guðfræðina – og þá vitaskuld röng. Saga og guðfræði Gamla testamentisins er ekki kennimannleg guðfræði, gríska og hebreska (sem fornam í guðfræðideild) eru ekki kennimannleg guðfræði, ritskýring Nýja testamentisins og samtíðarsaga þess eru ekki kennimannleg guðfræði, trúfræði og siðfræði og kirkjusaga eru ekki kennimannleg guðfræði.
Jón Valur Jensson, 30.4.2009 kl. 20:31
Hólmfríður, vil taka fram að ég er ekki trúlaus, þótt ég sé ekki skráð í trúarsöfnuð! Mitt uppeldi í kaþólsku á Íslandi styrkir því miður ekki það sem þú skrifar m.a..."Af Nýja testamentinu má ráða að konur í lærisveinahópi Jesú hafi haft sama rétt og karlar og jafnvel notið meira trausts. Hitt er annað mál að fljótlega höfðu venjur umhverfisins betur."...því miður!
Verum skilningsrík hvort við annað?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.4.2009 kl. 20:35
Rökin snúast um að í guðfræðideild er verið að þjálfa presta ríkiskirkjunnar. Sambærilegt væri að í mastersnámi í stjórnmálafræði væri verið að þjálfa flokk fyrir starf hjá Sjálfstæðisflokknum.
Jón Valur snýr úr orðum Hjalta, hann er að segja að sá partur guðfræðinnar sem snúist um að mennta presta heiti kennimannleg guðfræði, hann er ekki að segja að allt sem fer fram innan deildarinnar sé kennimannleg guðfræði.
Hvað í ósköpunum áttu við Hómfríður?
Þess má geta að af fimm meðlimum í stjórn Vantrúar eru tvær konur.
Matthías Ásgeirsson, 30.4.2009 kl. 20:51
Matthías, ég svara ekki fyrir Jón Val.
Væruð þið sáttari ef kennimannlega guðfræðin væri færð til kirkjunnar?
Það sem ég á við með vandaðri málflutningi ættuð þið vel menntaðir mennirnir að skilja.
Ég veit ekki hvort ég á að segja að ég sé fegin að vita af konum með ykkur, en sennilega er ég það samt, því ég veit að konur eru líka trúlausar.
Strákar, samt ekki vera svona reiðir.
Hólmfríður Pétursdóttir, 30.4.2009 kl. 21:04
Hólmfríður, ertu að ásaka mig um Morfís-stæla?
Matthías er búinn að útskýra Sjálfstæðisflokkslíkinguna ágætlega.
Enn sem komið er ég bara kominn með gráðu frá MH (eðlisfræðibraut) en það fer að styttast í BA-gráðuna í málvísindum, síðan hef ég tekið einstaka áfanga í guðfræði í HÍ (grísku, hebresku og Nt). Viltu vita eitthvað meira?
Hvað ertu þá að tala um sérstaklega?
Já, ég veit hef alveg kynnt mér fornöldina ágætlega.
Nei, hérna ertu að fylgja í fótspor femínista sem skapa Jesus í sinni eigin mynd. Það er síðan afskaplega fyndið að ofur-kaþólikkinn Jón Valur skuli hrósa þér fyrir að "taka í hnakkadrambið" á mér, þegar hann er algjörlega ósammála þessu.
Síðan var þetta ruglingslega orðað hjá mér, Matti túlkaði þau rétt. Í HÍ er verið að mennta presta, enda er kennimannleg guðfræði kennd þar.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.4.2009 kl. 21:15
Já.
Er ég reiður?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.4.2009 kl. 21:27
Mér ætti afar vænt um að fá álit Baldurs um laun grunnskolakennara...gaman væri að fá yfirsögnina "GRUNNSKÓLINN Á SIGLINGU"!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.4.2009 kl. 21:39
Ég vitnaði orðrétt í Hjalta, en kannski komst hann bara klaufalega að orði.
Hjalti, ég hef ekki hrósað neinu hjá Hólmfríði hingað til, en get gert það nú: Hún hefur staðið sig afar vel hér á síðunni, miðað við það sem ég hef lesið hér eftir hana.
En vitaskuld er ég ekki sammála neinu því, sem heitið getur femínísk mistúlkun á Heilagri ritningu. Tveir menn (eins og við Hólmfríður) geta nú átt samleið um sumt, án þess að vera sammála um allt.
Jón Valur Jensson, 30.4.2009 kl. 21:48
Anna, Ég er gamall kennari og alveg sammála þér um það að einhliða lækkun launa fólks gengur bara ekki.
Varðandi trúna og karlana. Mér finnst gaman að lesa guðspjöllin og taka sérstaklega eftir konunum, hvernig Jesús kemur fram við þær og hvað hann segir við þær.
Það er alveg rétt hjá þér að karlar tóku fljótlega öll völd og hafa síðan ráðið því sem þeir vildu ráða, sérstaklega í Rómversk kaþólsku kirkjunni.
Þegar ég var ung lagði ég mikla áherslu á allt sem vitinu kom við, skilning, túlkun og jafnvel þras.(kannski ég sé að komast aftur á þras stigið )
Lengi hefur mér þótt meira virði það sem stendur í Rómverjabréfi NT 10:10: ,, Með hjartanu er trúað til réttlætis"
Það er svo margt í sambandi við trúna sem hvorki verður sannað né afsannað.
Hólmfríður Pétursdóttir, 30.4.2009 kl. 21:51
Það er svo margt í sambandi við trúna sem oft hefur verið afsannað.
Matthías Ásgeirsson, 30.4.2009 kl. 22:12
Kæra Hólmfríður, við erum greinilega sammála, sérstaklega sbr.."Varðandi trúna og karlana. Mér finnst gaman að lesa guðspjöllin og taka sérstaklega eftir konunum, hvernig Jesús kemur fram við þær og hvað hann segir við þær."
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.4.2009 kl. 22:20
Á dauða mínum átti ég von, en ekki að vera kölluð femínisti. Ekki það að mér þyki það skammareinkunn, en gamaldags húsmæðrakennari er víst í augum flestra andstæða þess sem femínismi felur í sér í hugum flestra.
Það er verst að langlokur í bloggi eru leiðinlegar, annars gæti ég tekið mörg dæmi beint úr guðspjöllunum.
Það sem ég var að tala um að kirkjan hefði verið farvegur fyrir hingað var eins og ég lýsti hér að ofan. Til frekari skýringa má nefna löghugsun og hugtök Rómverja, Heimspeki orðfæri og hugmyndir Grikkja frá fornöld, á síð miðöldum komu svo siðbótin og skynsemishyggjan og síðan húmanisminn. Ég gleymi eflaust einhverju mikilvægu. Þið eruð kannski að átta ykkur á að ég er ekki í kappræðum og ég tek leiðréttingum ljúflega.
Málið er að við menn eigum ekki orð yfir það sem guðs er, heldur notum orð sem við þekkjum, og þannig hefur kirkjan á öllum tímum talað inn í samtíma sinn með þeim orðum sem fólki voru töm og vörðuðu tilvistarspurningar hvers tíma.
Nú er ég held ég orðin of þreytt til að orða skýrt það sem ég vil segja svo ég þakka ykkur umræðuna og vona að lausn finnist á því sem ykkur finnst réttlætis mál, en látið það vera að gera lítið úr trú okkar hinna.
Hólmfríður Pétursdóttir, 30.4.2009 kl. 22:21
DoktorE er kvöldsvæfur. Annars hefði verið gaman að taka eina bröndótta við hann.
Sigurbjörn Sveinsson, 30.4.2009 kl. 23:18
gaman væri að heyra frá Baldri?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.4.2009 kl. 23:23
Hólmfríður:
Ég bíð enn eftir því að þú biðjist afsökunar á því að reyna að klína reiðisstimpli á andmælendur þína. Ef þú tekur leiðréttingum raunverulega ljúflega, þá er afsökun fyrir svona leiðinlegri rökvillu fyrsta skrefið.
Svona til þess að vera 100% réttur, þá sagði ég að þú fetaðir í fótspor femínista, ekki að þí værir femínisti. En þessi túlkun þín á Jesú er alger samtímatilbúningur fólks sem vill einmitt skapa Jesús í sinni mynd.
Þú sagðir fyrr í þessum athugasemdaþræði að Kristur væri sá sami þó að kirkjan breyttist. Það er einfaldlega rangt. Í þúsund ár fyrir þinn tíma var Jesús á móti jafnrétti kynjanna, það er ekki fyrr en með jafnréttissinnum að Jesús er orðinn Jafnréttisssinni.
Slepptu langlokum, komdu bara með vísanir á versin.
Síðan dugar það ekki að nefna bara einhver almenn hugtök eins og "Heimspeki orðfæri og hugmyndir Grikkja" til þess að rökstyðja einhverja ímyndaða sérstöðu Jesú.
Fyrirgefðu, til að byrja með eruð þið að sníkja opinbert skattfé til þess að boða þessa trú ykkar í opinbera grunn- og leikskóla. Þannig að þið hafið engann rétt til þess að biðja um að vera látin í friði.
Auk þess boðar trúin þín það að ég eigi skilið að kveljast að eilífu fyrir þá eina sök að vera ekki meðlimur í þessum trúarbrögðum ykkar. Ef að það er hugmyndakerfi úti þarna sem boðar það að ég sé það illur að ég eigi skilið að kveljast að eilífu, þá er ég í fullum rétti með það að gagnrýna það og að "gera lítið úr því".
Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.5.2009 kl. 05:32
Hjalti Rúnar, góðan og blessaðan dag. Mér þykir fyrir því að hafa túlkað tjáningarmáta ykkar og orðaval þannig að það væri vottur um reiði. Fyrirgefðu.
Gæti verið að það sé munur á orðanotkun kynslóðanna, ég gæti verið amma ykkar. Fyrirgefið báðir tveir.
Þú getur ekki vænst þess að ég vaki um nætur til að svara þér.
Ég get ekki skilið af hverju konur mega ekki lesa guðspjöllin á sinn hátt, þetta hafa karlar gert í næstum 2000 ár og engum fundist neitt athugavert við það.
Að slást með ritningastöðum er ekki mín aðferð, það gera þeir sem eru lögmáls- og bókstafstrúar á þann veg að slíta einstök vers úr samhengi.
Af hverju ætti samtíma túlkun á okkar tímum að vera rangari en samtímatúlkun á öðrum tímum ? t.d. á tímum siðbreytingar eða fyrra Vatíkansþingsins, eða þess síðara.
Þú sem verðandi málvísindamaður ættir að vita hvað orð geta verið óþekk í notkun. Jafnrétti er það sama og að það sé ekki gerður munur á í réttindum. Réttindi eru mjög nýlegt fyrir bæri. Í frumkristninni var meira verið að tala um jafngildi.
Tal mitt um Rómverja og Grikki og menningu þá sem var ríkjandi við miðjarðarhafi á tímum frumkristninnar sneri ekki að því að gera grein fyrir Jesú, heldur því hvernig menn töluðu um hann og boðskap hans. Lestu kirkjusögu.
Síðan dugar ekki segir þú dugar til hvers?
Ég er ekki að reyna að hafa áhrif á skoðanir þínar, ég læt annálsmenn um það. Ég er bara að gera grein fyrir minni trú eins og hún er og hvernig ég skil hana eftir meira en 60 ára trúariðkun.
Takk fyrir að stækka letrið.
Kirkjan sníkir ekki peninga.
Ég hef áður í þessum samskrifum mínum við þig og Matthías beðið um dæmi um að kirkjan komi inn í leikskóla og skóla með boðun og ég vildi gjarna vita hver er til frásagnar um það.
Trú mín er trú á miskunnsaman Guð. Miskunn er djúpt orð eins og fleiri sem eiga að lýsa eiginleikum Guð.
Nú skal ég koma með tilvísun sem er niðurstaða velmenntaðs manns á klassíska vísu á tímum frumkristninnar. Þú þekkir orðin vísast, en þú finnur þau í Fyrra bréfi Páls til Korintumanna 13:11-23.
Hólmfríður Pétursdóttir, 1.5.2009 kl. 08:02
Þegar ég var barn talaði ég eins og barn,
Hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn.
En þegar ég var orðinn fulltíða lagði ég niður barnaskapinn.
Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ráðgátu
en þá munum vér sjá augliti til auglitis.
Nú er þekking mín í molum
en þá mun ég gjörþekkja eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn.
En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt,
en þeirra er kærleikurinn mestur.
Hólmfríður Pétursdóttir, 1.5.2009 kl. 08:10
Börnin eru til frásagnar auk starfsmanna kirkjunnar sem eiga það til að tala hreint út þegar á þá er gengið - þó þeir séu vanari að segja ósatt.
Á Vantrú eru greinar um þessi mál, sérstaklega í greinaflokkunum um skólann og Vinaleið. Á bloggsíðu minni eru nokkrar greinar um leikskólaprest í Seljahverfi og annað skólatrúboð.
Þetta er náttúrulega heilmikið lesefni en hér eru fjórar greinar til að hjálpa þér að byrja:
Tja, kannski ágætt að vísa líka á það hvernig heimsókn leikskólaprests lítur út. Myndirnar tala fyrir sig sjálfar.
Matthías Ásgeirsson, 1.5.2009 kl. 10:56
Matthías, tvær spurningar
Hvað af þessu er nýtt? Þið verðið að reikna með að ábendingar ykkar hafi einver áhrif.
Hvað segja leikskólakennararnir á staðnum, sem eiga að gæta þess að það sem þar fer fram sé samkvæmt þeim reglum sem leikskólinn starfar eftir.
Ertu með ný dæmi úr grunnskóla?
Hólmfríður Pétursdóttir, 1.5.2009 kl. 11:11
Nú ertu að gera mér upp skoðanir. Ég hef aldrei sagt ða konur "megi ekki lesa guðspjöllin á sinn hátt", það er bara óskhyggja að halda því fram að Jesús hafi verið einhver jafnréttissinni.
Þetta er alveg einstaklega vitlaus afsökun. Ef ég held að einhver hugmynd X sé á mörgum stöðum í Nýja testamentinu, þá er bara sjálfsögð krafa að ég geti bent á hvar í Nýja testametinu þessi hugmynd er sett fram.
Þessi túlkun endurspeglar ekki textan sjálfan, heldur vilja fólks til þess að láta textann segja það sem það vill að hann segir, svona svipað og að segjast finna umhverfisverndarboðskap hjá Jesú.
Og hvar talar Jesús um jafngildi?
Jú, hún gerir það svo sannarlega.
Prestarnir sjálfir! En hvað kallarðu það að prestur komi í heimsókn í leikskóla og lætur börnin "tala við guð"?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.5.2009 kl. 11:26
Ég skil ekki af hverju þú spyrð. Greinarnar eru allar dagsettar.
Því miður eigum við við ofurefli að etja. Ábendingar okkar hafa einhver áhrif eins og dæmin sýna en ríkiskirkjan er bara miklu stærri og sterkari en við. Baldur og hans kollegar reka massívan áróður og þegar reynt er að setja lög um leik- og grunnskóla þar sem hlutleysis er gætt fer allt á fullt og slíkt er stöðvað.
Það er afskaplega misjafnt. Sumir hafa aldrei verið sáttir við heimsóknir prestanna, aðrir telja ekkert þessu. Ég held að það fari dálítið eftir viðhorfi þessa fólks í trúmálum. Getur lesið um þetta í skýrslu starfshóps leikskóla- og menntasviðs Reykjavíkurborgar.
Eins og ég sagði, þá er Vinaleið enn í gangi í nokkrum grunnskólum. Auk þess gæti ég tekið ný dæmi úr skóla dætra minna, en nám þeirra í kristinfræði er því miður að stórum hluta ekkert annað en trúboð.
En ég vona að þessi dæmi mín og vísanir hafi dugað til að þú samþykkir að kirkjan standi fyrir boðun í leik- og grunnskólum.
Það hefur nefnilega verið ótrúlegt að ræða við suma kirkjumenn undanfarin ár sem þvertaka fyrir að nokkur boðun eigi sér stað - jafnvel þó verið sé að kenna börnum að "tala við Gvuð". Afsökun þeirra er yfirleitt sú að börnin séu þegar kristin (skírð) og því sé ekki um boðun heldur fræðslu að ræða. Börn sem ekki eru kristin (eins og mín) eiga þá bara að vera tekin úr hópnum svo þau þvælist ekki fyrir blessuðum prestunum.
Matthías Ásgeirsson, 1.5.2009 kl. 11:31
Hjalti Rúnar og Matthías,
Þetta verður síðasta færsla mín á þessum vettvangi að sinni. Húsmóðurstörfin fá tímann minn í dag.
Mér þykir dapurt að þið getið ekki séð að ég er ekki í kappræðum við ykkur. Frá minni hendi er þetta einlægt samtal með fullri virðingu fyrir ykkur og skoðunum ykkar.
Að gera ekki eitthvað er ekki það sama og að geta það ekki.
Ég hef alltaf tekið meira eftir því sem guðspjöllin segja frá að Jesús hafi gert heldur en hvað hann sagði.
Hvernig hann kom fram við fólk sýnir það að fyrir honum voru allir jafn mikilvægir.
Þetta með boðunina þarfnast lengri umræðu. Þegar við ræðum þessi mál næst væri gott að þið skilgreinduð fyrir mig í hverju ykkur finnst boðun fólgin.
Að segja að eitthvað vitlaus afsökun er auðvitað dæmalaus dónaskapur gagnvart hverjum sem er og algjör flótti þegar rök þrýtur.
1. maí kveðjur
Hólmfríður Pétursdóttir, 1.5.2009 kl. 13:09
Matthías Ásgeirsson, 1.5.2009 kl. 13:15
Svona eins og þegar hann neitaði að hjálpa konu af því að hún var heiðingi og kallaði hana hund?
Það eru til grá svæði í sambandi við það hvað er boðun og hvað er ekki boðun, en þegar prestarnir eru að láta börnin "tala við guð", þá erum við ekki nálægt gráu svæðunum.
Að neita að benda á dæmi vegna þess að það er "bókstafstrú" að "slást með ritningastöðum" er afskaplega vitlaust. Svo er ekki eins og ég sé bara að slengja þessu fram, ég útksýri hvers vegna þetta er vitlaust.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.5.2009 kl. 13:41
Ekki veit ég hvort Baldur er sáttur við að öfgamenn hafi hertekið umræðuna en Hólmfríður talar hér allavega af mikilli skynsemi.
Hilmar Gunnlaugsson, 1.5.2009 kl. 14:44
Sælir piltar. Þið getið rökrætt ykkur í drep. Það skilar engu þegar allt er skoðað. Þið eruð að tala við fólk, sem á trú. Það er ekki hægt að sanna upprisuna og krossdauðinn er hneyksli eins og Páll postuli orðar það sjálfur. Trúin er von um þá hluti, sem ekki verður auðið að sjá.
Ég veit ekki um neinn, sem "talaður" hefur verið til trúar með samræðulistinni. Þekki allavega engan. Ég vil ekki búa í ríki, þar sem öll mannleg samskipti eru kemía og sdtefna ríkisins stærðfræðilega rökrétt úrlausnarefni.
Farinn í fimmtugsafmæli vinar, sem heldur upp á mig af gersemlega órökréttum ástæðum. Sjáumst.
Sigurbjörn Sveinsson, 1.5.2009 kl. 16:06
Rangt hjá þér, Sigurbjörn, það er boðun orðsins, sem hefur snúið mönnum til Krists. Við erum skynsemisverur og getum með heyrn okkar og vitsmunum meðtekið boðskap Krists.
Annað mál er hitt, að einlæg viðtaka er líka háð Guðs hjálp. Það þarf auðmýkt til og opið hjarta.
En leiðum aftur hugann að greininni hans Baldurs: Hann telur Þjóðkirkjuna greinilega á framfarabraut og að að "kirkjunnar menn fjall[i] nú hispurslaust um samfélagsmál," en ég fæ illa samræmt það þeirri staðreynd, hvernig sama kirkja brást algerlega í greiningu sinni á ágengu samfélagsvandamáli, sem fólst í því að þrengja sjálft frelsi kirkjunnar og setja trúnaði hennar við boðskap heilagrar ritningar stólinn fyrir dyrnar. Það var ömurlegt að horfa upp á þessa Þjóðkirkju meðvirka og misnotaða af sínum fræðimönnum og prestum til að leggja blessun sína yfir það, sem Biblían leyfir ekki með nokkru móti.
Jón Valur Jensson, 1.5.2009 kl. 19:05
Rétt hjá mér Jón Valur! Boðun orðsins hefur snúið mönnum til Krists.
Sigurbjörn Sveinsson, 2.5.2009 kl. 00:56
Jæja, þetta hljómar þó vel, Sigurbjörn.
Jón Valur Jensson, 2.5.2009 kl. 00:59
Sorry JVJ... að snúast til yfirnáttúrulegra hluta... hefur ekkert með skynsemi að gera, þetta hefur allt með sjálfselsku/sjálfsumhyggju að gera.
Zero skynsemi er í trú, get over it.
DoctorE (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 10:55
DoctorE
Það er nú samt ekki ósynsamlegt að reyna að vera góð við sjálfa sig.
Hólmfríður Pétursdóttir, 2.5.2009 kl. 11:23
Tálbeita biblíu er ekki í samræmi við biblíu... enda gengur trúin út á verðlaun og ógnir.
Leggstu í duftð fyrir hinum ósnertanlega master og þú færð mútur, ef ekki þá eru það pyntingar, slíkur er boðskapur biblíu... nóg að dýrka masterinn og ÞÚ munt hólpin verða, barnalega hlægilegur boðskapur sem menn búast bara við af einræðisherrum á jörðu.
DoctorE (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 11:55
DoctorE,
Og mér sem finnst ég umvafin kærleika og það hefur mér alltaf fundist og aldrei gert neitt til að vinna mér hann inn, end gæti ég það ekki.
Hólmfríður Pétursdóttir, 2.5.2009 kl. 12:52
Það sjá það allir sem vilja sjá að það getur ekkert staðist sem er í biblíu, guðinn er hræðilegur, sonurinn líka.
Allt sem Sússi á að hafa sagt fór út í loftið þegar hann sagði: Submit or burn.... alvöru guð myndi ekki segja svona, væri ekki með svona skilyrði, myndi ekki myrða á fullu... myndi ekki ógna, ekki lofa verðlaunum... enda eru verðlaun/ógnir ekki það sem alvöru hugsandi guð myndi setja fram
DoctorE (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 13:39
Þarna ertu kominn að gátunni ógurlegu. Spurningunni sem enginn hefur getað svarað svo ég viti. Tilvistarspurning númer eitt.
Ég trúi því reyndar að Jesús hafi unnið lokasigur, en mér finnst þessar dauðateygjur illskunnar ansi langar og ljótar.
Ég reikna með það þú hafir lesið Karamasoff bræðurna but never mind þessi barátta góðs og ills er meginþema flestra bóka og mynda -aðeins ýkt kannski - og þó.
Annars ætla ég núna að sinna dóttursyninum og horfa á James Bond.
Hólmfríður Pétursdóttir, 2.5.2009 kl. 14:12
DoctorE,
Hvað gerir maður ekki fyrir vini sína?
Nú er ég búin að setja bæði Submit og burn hvort í sínu lagi og saman inn í Biblíuleitarforrit og fletta upp þeim köflum í NT. sem ég var ekki viss um að muna rétt.
Hvaðan hefurðu það að Jesús hafi sagt þessi orð í samhengi. Eina skiptið sem ég man eftir að hann hafi talað um undirgefni var þegar hann sagði lærisveinununm að þeir ættu ekki að vera stoltir yfir því að andar væru þeim undirgefnir.
Fer vel við Jón Bónda
Hólmfríður Pétursdóttir, 2.5.2009 kl. 15:41
Þeir sem trúa ekki á Sússa verður kastað í eldinn... aka Submit or burn.
NT var útbúið til þess að ógna okkur útfyrir gröf og dauða, Sússi studdi GT algerlega... hann studdi þrælahald og alles.
En Sússi var aldrei til.. hann er sköpun kaþólsku kirkjunnar og einhverrar eilítu sem var uppi á meintum dögum meints Sússa.
DoctorE (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 15:55
Og ég sem hélt að sannleiksástin væri að fara með þig.
Hólmfríður Pétursdóttir, 2.5.2009 kl. 16:06
Hvenig dettur þér í hug að nokkur elíta hafi getað sætt sig við boðskap Jesú?
Hólmfríður Pétursdóttir, 2.5.2009 kl. 16:07
Baldur erum við þér til ama?
Hólmfríður Pétursdóttir, 2.5.2009 kl. 16:08
Boðun Nýja testamentisins gengur út á frelsun og hjálpræði og samfélag – samfélag við Guð og betra samfélag manna. Ávextir trúarinnar leyndu sér ekki í bræðralagi manna. Þeir leyndu sér heldur ekki hér á landi. Útburður barna lagðist af sem útbreiddur siður, hólmgöngur voru bannaðar, mannfórnir leyfðust ekki lengur, eins og þær sem ásatrúarmenn höfðu á stundum gripið til í sínum trúarsiðum. Samhjálp og náungakærleikur eru með mikilvægustu þáttum kristinnar trúar. Þar að auki fylgdi mikil bókmennt og fögur list þessari trú hér á landi. Skynsemin hefur líka miklu veglegri sess meðal kristinna manna en í mörgum öðrum trúarbrögðum. Lesið og sannfærizt af sögu lands og þjóðar.
Jón Valur Jensson, 2.5.2009 kl. 16:29
Eini "öfgamaðurinn" hér Hilmar, er Jón V. (veit ekki með þig?)
Doktorinn er ekki "öfgamaður" heldur sjálfumsér samkvæmur!
Hvern hafðir þú annars í huga?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.5.2009 kl. 19:35
Þú hlýtur að hafa gaman af því að skrifa svona, Anna.
Ert þú ekki annars manneskjan sem segist meta kaþólskuna svo mikils?
Jón Valur Jensson, 4.5.2009 kl. 22:45
jú...sorry Jón Valur en þú hefur ekki enn einkarétt á ást á kaþólsku?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.5.2009 kl. 23:25
Nei, sem betur fer ekki.
Jón Valur Jensson, 4.5.2009 kl. 23:39
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.5.2009 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.