Forsetinn og prestarnir

IMG_1956,bk og forsetinnÓháði söfnuðurinn hélt upp á 50 ára vígsluafmæli kirkju sinnar með hátíðarmessu, kaffi og rjómatertum sl. sunnudag.  Hólmfríður Guðjónsdóttir sem lengi var formaður safnaðarins flutti hátíðarræðu og Pétur Þorsteinsson prestur safnaðarins lengst til vinstri á þessari mynd þjónaði fyrir altari eins og sagt er. Aðeins fjórir prestar hafa þjónað þessari ágætu fríkirkju. Frá stofnun safnaðarins og til 1984 var það séra Emil Björnsson sem jafnframt var fréttastjóri, maður eftirminnilegur, látinn fyrir allmörgum árum. Þá var það undirritaður um tveggja vetra skeið, síðan Þórsteinn Ragnarsson sem nú er framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkur sonur hins mæta klerks Ragnars Fjalars Lárussonar. Viðstaddur hátíðina var forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson. Þetta var sama dag og hann tók á móti nýju ríkisstjórninni á Bessastöðum. Sigurður Bogi Sævarsson blaðamaður og ljósmyndari og mannvinur stóðst ekki mátið og hóaði okkur saman á mynd. Ég er þessi sem trana mér fram fremst á myndinni.  BK

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Í þessari kirkju fermdist ég 1961.

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.5.2009 kl. 23:21

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ætli ég hafi ekki fermst þar 1962. Skaði að við skyldum ekki verða fermingarbræður. kv. B

Baldur Kristjánsson, 12.5.2009 kl. 08:25

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Mjög merkileg saga og fórnfúsar hendur.

Var við fermingu systurdóttur minnar í vor og það var gott að hlusta á kjarnyrtann fermingarboðskapinn, umbúðalaust, frá Pétri.

Sindri Karl Sigurðsson, 12.5.2009 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband