Yndislega óíslensk hugsun!

gallery_02_tartu_847520.jpg001_tartu_847521.jpgÞað er svipuð vegalengd og að fara frá Reykjavík til Víkur í Mýrdal að fara frá Tallin til Tartu sem er óskaplega falleg borg sunnarlega í miðju Eistlandi.  Ég var búinn að vera í Tallin í nokkra daga til að ræða við embættismenn, sem eru svipaðir hvar sem þú kemur um innflytjendalöggjöf og um það hvort þeir væru nógu réttlátir við Rússana sem misstu ríkisborgararéttinn þegar þeir losuðu sig undan Sovétinu og nú var ferðinni heitið til Tartu til að kanna hvernig þeir stæðu sig á sveitarstjórnarstiginu.  Glæsibíll innanríkisráðuneytisins ók okkur á lestarstöðina og síðan tók við þriggja tíma lestarferð þessa 185 kílómetra leið. Lestin var sem sagt hægfara enda frá Sovéttímanum og hún bompaði upp og niður enda teinarnir líka frá Sovéttímanum.  Útifyrir mismunandi þrifalegur skógur, byggð á stangli.  Það vantar ekki landið. Eistlendingar þurfa að endurbyggja allt teinakerfið sitt og lestarkerfið og búast við því að fá til þess framlag frá Evrópusambandinu.

 

Tartu er falleg borg.  Ógrynni af fallegum byggingum gefa mannlífi notalega umgjörð. Íbúar  um 99 þúsund. Þeir hafa einn borgarstjóra og fimm staðgengla hans og einn af þeim var gestgjafi minn. Ég spurði hann af hverju þeir segðu ekki eitt hundrað þúsund. ,,Það er ekkert markmið í sjálfu sér að vera hundrað þúsund.  Við vorum rúmlega hundrað þúsund en eru nítíu og níu þúsund núna” sagði hann. Þetta var yndislega óíslensk hugsun.  Tartu er háskólaborg.  Hún var og er að mörgu leyti enn miðstöð háskólamenntunar á þessu svæði í heiminum.  Falleg miðaldaborg sem dregur enn að sér námsmenn hvaðanæfa. Ég sé á Wikepidíu að Hafnarfjörður er systurbær Tartu.  Fallegur bær Hafnarfjörður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Turku - Finnland; Tartu - Eistland?

Mikið hlýtur að vera gaman að ferðast svona með tilgang í farteskinu og koma til staða sem við hin vitum varla að eru til.

Hólmfríður Pétursdóttir, 14.5.2009 kl. 10:40

2 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Fjögur fyrstu orð fyrri færslu ógild og spurningarmerkið líka!!!

Hólmfríður Pétursdóttir, 14.5.2009 kl. 11:12

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ég tók eftir því að ég hafði óvart skrifað Turku á einum stað. Miklu vanari Turku en Tartu.  Takk fyrir. kv. B

Baldur Kristjánsson, 14.5.2009 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband