Vinstri stjórn betri fyrir dreifbýli?!

Scan1334Scan1336Í Bæjarráði Ölfuss sitja eingöngu fulltrúar minnihlutaflokka á landsvísu þ.e. fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Ályktunin endurspeglar sennilega ótta margra stórra fyritækja í Þorlákshöfn sem eiga kvóta svo sem Auðbjargar, Hafnarness og Þormóðs ramma um að fyrirtækin þoli ekki fyrningarleiðina en ég gæti trúað að hagsmunir Frostfisks sem kaupir eingöngu fisk á markaði væru aðrir þó væru þeir sennilega hlutlausir gagnvart þessari fyrihuguðu breytingu.

Ályktunin er hógvær sýnist mér, þarna er beðið um viðræður og samráð. Mér er  fullkunnugt um að útgerðarmenn í Þorlákshöfn meina það sem þeir segja. Þeir telja fyrirtæki sín í stórhættu ef fyrningarleiðin verður farin. 

Vonandi stendur ríkisstjórnin þannig að málum að fólkið í Þorlákshöfn hafi mikla og góða vinnu til frambúðar og að skaðlausu mætti atvinnlífið hér verða töluvert fjölbreyttara.

Og vonandi temja allir sér hófsemi í orðavali bæði í umræðum og ályktunum.  Allir rísi upp yfir eigin hag og ímyndi sér að þeir geti lent alls staðar á Íslandi framtíðarinnar og í öllum stöðum - hagi máli sínu og aðgerðum samkvæmt því (John Rawls).

 Hitt er svo annað mál og þessu óskylt að fræðilega séð ættu vinstri stjórnir að vera heppilegri fyrir dreifbýli en hægri stjórnir.  Hægri stjórnir eru líklegri til að láta markaðinn ráða en vinstri stjórnir líklegri til þess að taka fé af einum og láta annann hafa.  Í þessu tilviki að flytja fé frá þéttbýli til dreifbýlis. Þetta ættu margir ,,harðir" hægri menn að athuga. Þetta er fræðilega rétt og sagan sýnir þetta líka:  Dreifbýlið hefur aldrei átt eins undir högg að sækja og síðna 1990 eða þar um bil.

Útgerðarmenn myndu segja að fyrningaleiðin afsanni þessa kenningu.

(Myndirnar eru teknar af heimasíðu Ölfuss)


mbl.is Ölfuss hræðist fyrningarleiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Margt að athuga, margt að athuga. Framkvæmdir gætu haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Þess vegna er lítið gert.

Það virðist lítið vera hægt að gera nema á kostnað annarra og enginn vill gefa neitt eftir, sama hver pólitísk skoðun er.

Það eru ekki bara kötturinn, hundurinn og svínið sem sögðu ekki ég.

Hólmfríður Pétursdóttir, 15.5.2009 kl. 08:58

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Sírann minn! Á Jóhann hlýddu fjórir þingmenn; Þór Saari, Birgitta Jónsdóttir og Margrét Tryggvadóttir úr XO og Lilja Mósesdóttir úr VG.

Friðrik Þór Guðmundsson, 15.5.2009 kl. 16:30

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Lifi fjölbreytnin!  Kv. B

Baldur Kristjánsson, 15.5.2009 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband