Af kirkjugaungu alþingismanna og fyrirlestri Jóhanns Björnssonar!

strandarkirkja_098-150x150.jpgstrandarkirkja_001-150x150.jpgÞað er stillt og kyrrt og bjart í fyrsta sinn í langan tíma. Snillingurinn KK í útvarpinu.  Góður dagur vonandi.  Verst að Jóhann Björnsson hjá Siðmennt skuli tala fyrir engum hópi þingmanna á Hótel Borg. Þeir hefðu haft gott af því að hlýða á þennan ágæta siðfræðing. En þingmenn fara örugglega ekki að rjúfa þá hefð að ganga úr kirkju, dómkirkju yfir til Alþingis.  Kristindómurinn á miklu sterkari rætur meðal þjóðar en svo.

Nú á siðferðið ekki sitt eina ból í kristninni frekar en í öðrum trúarbrögðum. Að einhverju leyti er siðferðið slegið okkur í brjóst og á rætur í skynsemi og hugsun, gagnkvæmni, hagsýni, gáfum – þróast og þroskast hjá þjóðum eins og Grikkjum til forna og réttsýnt fólk á öllum tímum hefur komið auga á að mannlíf þrífst aldrei nema viss grundvallarprísíp í samskiptum manna séu höfð í heiðri.

 

En hinu verður ekki á móti mælt að höfuðtrúarbrögð mannkyns hafa þroskað og nært siðferðið það er að segja samúðina og réttlætið í samskiptum.  Þetta eru reyndar sömu grundvallarprínsíp og Móse  kom með ofan af fjallinu þannig að hin gyðing-kristna hefð kom þarna snemma inn.

 

Dómkirkjugangan er okkar hefð. Hefð okkar er hin kristna hefð. Trúarskynjun breytist þó milli tímabila og er miklu ,,fullorðnari” nú en oft áður. Við er ekki lengur svo ,,guðhrædd” en teljum ,,fallegt” og jafnvel ,,skynsamlegt” að trúa. Kannski er meginbreytingin þessi:  Áður fyrr trúði fólk einfaldlega. Nú trúir fólk vegna þess að það telur að trúin geti fært því ýmislegt gott.  Áður fyrr fór fólk einfaldlega í kirkju. Nú fer það í kirkju vegna þess að það er gott fyrir sálina.

 

En á öllum tímum hafa verið til guðleysingjar. Þeir hafa ekkert síður en aðrir þurft að berjast við sjálfa sig og þeir hafa ekkert síður en aðrir mótað siðferðið sem trúarbrögðin hafa þó þrátt fyrir allt átt þátt í að koma til þeirra.

 

Best væri ef þingmönnum hefði verið boðið upp á það að hlýða á fyrirlestur Jóhanns Björnssonar fyrir kirkjugönguna.

(myndir af og úr Strandarkirkju: kirkjan.is/strandarkirkja/   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

En þingmenn fara örugglega ekki að rjúfa þá hefð að ganga úr kirkju, dómkirkju yfir til Alþingis.  Kristindómurinn á miklu sterkari rætur meðal þjóðar en svo.
Þú veist vel að það er löng hefði fyrir því að þingmenn sleppi því að fara í kirkju.  En þeir hafa einfaldlega falið sig.  Svipað og hommarnir sem máttu alveg var hommar svo lengi sem þeir héldu sig í skápnum.
En hinu verður ekki á móti mælt að höfuðtrúarbrögð mannkyns hafa þroskað og nært siðferðið það er að segja samúðina og réttlætið í samskiptum.

Víst verður því mótmælt.

Dómkirkjugangan er okkar hefð. Hefð okkar er hin kristna hefð. 

Það var hefð okkar að samkynhneigðir væru úrhrök.  Það var hefð okkar að konur væru ekki á þingi.  Það var hefð að konur mættu ekki vera prestar.

Hefðir eru til að breyta þeim.

Áður fyrr trúði fólk einfaldlega. Nú trúir fólk vegna þess að það telur að trúin geti fært því ýmislegt gott.  Áður fyrr fór fólk einfaldlega í kirkju. Nú fer það í kirkju vegna þess að það er gott fyrir sálina.

2004 sögðust 51% landsmanna "trúa".  Afskaplega fáir mæta í guðsþjónustur í kirkju nema kannski um jólin.

 En á öllum tímum hafa verið til guðleysingjar. Þeir hafa ekkert síður en aðrir þurft að berjast við sjálfa sig og þeir hafa ekkert síður en aðrir mótað siðferðið sem trúarbrögðin hafa þó þrátt fyrir allt átt þátt í að koma til þeirra.

Siðferði er ekki uppfinning trúarbragða.  

Matthías Ásgeirsson, 15.5.2009 kl. 09:22

2 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Sumir þeirra sem eru án trúar vilja berjast fyrir rétti sínum til að vera án trúarathafna og vilja fara að dæmi BNA að skilja milli hins veraldleg opinbera og trúar.

Þeir eru í réttindabaráttu skilst mér. En eins og þú ferð nærri um eru þau fólk til að gera grein fyrir máli sínu.

Sporin frá BNA hræða og svo hefur mér alltaf fundist að styrkur og traust felist í því að gera það sem ætlast er til af mér ef það gengur ekki beint gegn samvisku minni og skaðar hvorki mig né aðra, avo mér finnst setning Alþingis hvorki staður né stund til að vekja athygli á málstað.

Það væri nú ljóta vitleysan ef allir gerðu það (smbr, KANT)

Hólmfríður Pétursdóttir, 15.5.2009 kl. 09:28

3 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Kapp á lyklaborði HP og MÁ

Hólmfríður Pétursdóttir, 15.5.2009 kl. 09:29

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Sumir þeirra sem eru án trúar vilja berjast fyrir rétti sínum til að vera án trúarathafna og vilja fara að dæmi BNA að skilja milli hins veraldleg opinbera og trúar.

Ég vil fara að dæmi Frakka, Hollendinga, Svía eða einhverra annarra.  Það er svo sannarlega ekki skil á milli hins opinbera og trúar í Bandaríkjunum, a.m.k. ekki í verki.

Annars hefur bara einn þingmaður lesið úr biblíunni á Alþingi síðustu ár.  Sá hinn sami er dæmdur þjófur og þekktur fyrir fordóma sína.

Getur verið að það sé ekkert endilega mannbætandi að aðhyllast kristindóm?

Matthías Ásgeirsson, 15.5.2009 kl. 09:41

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það á ekkert að koma persónulegri trú manna við þó veraldleg stofnun eins og Alþingi væri án trúarlegrar hefðar. Menn geta alveg verið kristilegrar trúar þó þeir vilji ekki aðlöggjafarsamkoman hefjist ekki á trúarathöfn.En líka án allrar trúar. Það á bara ekki að koma málinu við um jafn veraldlega stofnun og Alþingi. Og þetta held ég að Baldur skilji alveg þegar hann hugsar sig um. Hann vill bara halda við hefðina af því að hann er prestur og vill ekki minnka sýnileika og formsatriði kristins helgihalds þó það snerti veraldlega ríkisskipan.

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.5.2009 kl. 10:50

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er nú laungu hættur að taka mark á þér, þegar þú talar um kirkjugaungur, Baldur minn.

Jón Valur Jensson, 15.5.2009 kl. 11:47

7 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Gaman að sjá þig samt.  kv. B

Baldur Kristjánsson, 15.5.2009 kl. 12:52

8 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Var að koma heim frá því að fræðast um um trúariðkun í Rétttrúnaðarkirkjunni.

Komst að því að skilningur minn, eða skilningsleysi er þó nokkuð austrænn. Mér finnst svo gaman að himnaríki á jörðu og þessari vídd þar sem tíminn er ekki til.

Kemur ekki setningu Alþingis við, en aftur á móti skilningi og skilgreiningu á trú.

Ég get ekki skilið mig í sundur í veraldlega hlutann og trúarlega hlutann. 

Ég vil halda í þá hefð að ganga til kirkju fyrir setningu Alþingis, en finnst samt að við sem þjóð verðum að koma okkur saman um hvað er  mikilvægt og hvað ekki.

Matthías. Ekki gengur Hollendingum og Frökkum neitt sérlega vel að halda friðinn við fólk af öðrum trúarbrögðum.

Trúarbrögð stjórna afstöðu fólks og hegðun í einu og öllu, ef trúin er tekin alvarlega og það gera gjarnan innflytjendur af annarri kynslóð af ýmsum m.a. félagslegum ástæðum.

Danir hafa mörg undanfarin ár haldið uppi samræðum um trú og lífsgildi í fjölmiðlum og á öðrum  opinberum vetvangi.

Það getur verið seinlegt að tala sig að niðurstöðu, en mér finnst það samt það eina í stöðunni. Ekki dugar að munnhöggvast og gera lítið úr öðrum.

Að játa trú gerir fólk ekki endilega gott. En að lifa í samfélagi trúaðra getur gert fólk betra.

Hólmfríður Pétursdóttir, 15.5.2009 kl. 16:53

9 identicon

Það eina sem getur gert fólk betra er að horfast í augu við raunveruleikann... það gerir engum gott að lifa og hrærast í hjátrú, að telja að annað líf sé handan dauðans...

Á íslandi í dag gengur ekki upp að það sé verið að gæla sérstaklega við  einhvern trúarhóp... nú eða einhverja útrásarhópa.
Þjóð getur ekki sameinast undir trúarbrögðum.. hún getur bara sundrast.

DoctorE (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 17:07

10 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

DoctorE minn sæll og góður.

Um margt getum við verið sammála en hver segir að  trúuð manneskja geti ekki horfst í augu við raunveruleikan. Trúin fegrar ekki það sem er illt og ljótt, hún lýtur ekki undan.

Ég er ekki að tala um þig þegar ég segi að margir þeir sem hallmæla trúarbrögðum yfirleitt hafa afskaplega grunnan skilning á lífi og trú.

Hér er ekki verið að gæla við einhverja trúarhópa og þá sem ekki trúa.

Hér er  kristin Þjóðkirkja. Kristnin hefur fylgt þjóðinni frá upphafi, eða því sem næst og mér þykir óþarfa dekur við þá sem ekki fella sig við það að breyta þeirri stöðu í einhverju fljótræði.

Þorgeir þú veist, Ljósvetningagoði vissi það sama og þú að ef við slítum sundur siðinn slítum við líka sundur lögin og þar með er friðurinn úti.

Hólmfríður Pétursdóttir, 15.5.2009 kl. 17:29

11 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Matthías. Ekki gengur Hollendingum og Frökkum neitt sérlega vel að halda friðinn við fólk af öðrum trúarbrögðum.

Ekki frekar en Bretum og hafa þeir þjóð þjóðkirkju.

 Hér er  kristin Þjóðkirkja. Kristnin hefur fylgt þjóðinni frá upphafi, eða því sem næst og mér þykir óþarfa dekur við þá sem ekki fella sig við það að breyta þeirri stöðu í einhverju fljótræði.

"Fljótræði"!  Þetta hefur verið rætt áratugum saman, meirihluti hefur verið fylgjandi aðskilnaði lengi vel.

Þorgeir þú veist, Ljósvetningagoði vissi það sama og þú að ef við slítum sundur siðinn slítum við líka sundur lögin og þar með er friðurinn úti.

Það verður að fylgja sögunni Hólmfríður að Þorgeir tók þessa ákvörðun undir hótunum erlendra höfðingja, ef við tökum mark á þeim heimildum sem við höfum.  

Það gleymist nefnilega stundum að trúfrelsi var afnumið á Íslandi á Þingvöllum árið þúsund.  Held að kristnir ættu ekki að hreykja sér mikið af því.

Matthías Ásgeirsson, 15.5.2009 kl. 17:57

12 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

"Ég er ekki að tala um þig þegar ég segi að margir þeir sem hallmæla trúarbrögðum yfirleitt hafa afskaplega grunnan skilning á lífi og trú." Hólmfríður Pétursdóttir er kannski að tala um mig? Eða hvaðan hefur hún leyfi fyrir svona sleggjudómum?

Baldur, hefðir eru svo sem ágætar út af fyrir sig en þær verða að hafa einhvern tilgang, einhvern grundvöll. Hinar kristnu hefðir eru búnar að missa sinna grundvöll og hljóta því að hverfa. Við lifum spennandi tíma, dauða kristninnar, og gaman að fylgjast með því úr návígi.

Að lokum vil ég mótmæla því að kristni eða gyðingdómur hafi bætt siðferðisstig mannskepnunnar. Nær væri að tala um hið gagnstæða.

Brynjólfur Þorvarðsson, 15.5.2009 kl. 18:37

13 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég gerði mistök í fyrstu athugasemd minni sem ég verð að leiðrétta.  Ég sagði:

2004 sögðust 51% landsmanna "trúa". 

Þarna sló einhverju saman því nógu oft hef ég þulið þessar tölur.  Hið rétta er að 69% sögðust trúa einhverju og 51% sögðust vera kristin.

Ég vona að þessi mistök mín hafi ekki valdið nokkrum manni hugarangri.

Matthías Ásgeirsson, 15.5.2009 kl. 18:40

14 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Matthías,

Ég var svo sem ekki endilega að mæla með Þjóðkirkju, heldur upplýstri umræðu sem víðast í samfélaginu svo allir sem hafa eitthvað til málanna að leggja geti á jafnréttisgrunni rætt málin af sanngirni og með virðingu.

Tilfinningin fyrir fljótræði er sennilega meiri hjá okkur sem er ekki sama um kirkjuna en hinum sem hafa haldið fram málstað aðskilnaðar ríkis og kirkju lengi.

Æ, ekki hengja þig á hvernig ég svara Doctornum það er viss glettni í því, mér finnst stundum að við séum svoldið að tefla.Þú skilur af hverju ég tók svona til orða ef þú lest færsluna Doc's. 

Ég er ekki sérlega illa að mér um kristnitökuna.

Hólmfríður Pétursdóttir, 15.5.2009 kl. 18:54

15 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Það er gott að þú ert vel að þér um kristnitökuna Hólmfríður (eða takmörkuðum heimildum okkar um hana réttara sagt).  En þá veistu vel að allt sem ég sagði um hana er satt - eða hvað?

Vandamálið með umræðuna er að þar hafa einmitt ekki allir geta lagt eitthvað til málanna á jafnréttisgrunni.  Kirkjan hefur algjörleg einokað umræðuna þar til síðustu ár - og hina pólitísku umræðu hefur kirkjan átt ein og sér.  Ekki vanmeta ítök ríkiskirkjunnar, þau hafa verið þónokkur.

Matthías Ásgeirsson, 15.5.2009 kl. 18:57

16 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Brynjólfur,

Fyrirgefðu ég þekki þig ekki neitt og var ekki að tala um þig, en ég er eldri en tvævetur og hef rætt við marga og hlustað á enn fleiri svo það sem ég sagði er mín skoðun og ég hef væntanlega rétt til að hafa skoðun, án þess að vera að dæma einn eða neinn. 

Það ætti væntanlega að gleðja þig, ef fólki finnst ekki ástæða til að setja sig inn í trúarbrögðin.

Það eina sem ég er að reyna að gera er að halda uppi sæmilega vitrænni samræðu. Ég er ekki að fella dóma, ég vil gjarna skilja málflutning þeirra sem vilja breytt fyrirkomulag.

Í sambandi við siðfræðina þá hefur kirkjan verið farvegur þeirra strauma sem siðfræði vesturlanda byggir á. (sjá umræður á þessu bloggi  svona 6 -7 færslum ofar  69 athugasemdir)frá gyðingum, frá Grikkjum, frá Rómverjum, Frá upplýsingarmönnum frá húmanistum og fl. og fl. en kirkjan var aðal boðandinn afskaplega lengi.

 Siðferðisstig er annað mál. Að játa trú gerir engan góðan, en að lifa trúarlífi getur gert fólki gott.

Hólmfríður Pétursdóttir, 15.5.2009 kl. 19:09

17 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Matthías,

Rétt er það, og sumir sem hafa tekið að sér að tala máli kikjunnar eru sama merki brenndir og hinir sem ég var að tala um áðan.

Viltu endilega að ég segi að trúfrelsi hafi verið afnumið árið 1000, það get ég ekki því ég dreg þá ályktun af því sem ég hef heyrt og lesið að fólk hafi einmitt ekki verið þvingað til trúskipta.

Hólmfríður Pétursdóttir, 15.5.2009 kl. 19:14

18 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Nákvæmlega hvernig hefur þjóðkirkjan einokað umræðuna Matthías?

Trúfrelsi er afar virkt hér á landi og það má benda á þá líflegu grósku sem er í trúarlífi íslendinga þessu til staðfestingar.

Hugsanlega er siðferði ekki "uppfinning" trúarbragða en siðferði er lang ofast tengt trú á einn eða annan hátt.

Alveg örugglega hefur kristin trú á sinn þátt í að bæta siðferði mannskepnunar en það er líka jafn ljóst að þegar illvirki eru framin þá skiptir engu máli hvort viðkomandi er trúaður eða ekki. Það er bara svo oft sem trú er notuð til varnar illvirkjunum. Svo sannarlega ekki í anda kristinnar trúar.

Varðandi réttindi okkar homma og lesbía í þessu sambandi öllu þá er það alveg rétt að kirkjan um hin víða heim getur svo sannarlega ekki verið stolt af gjörðum sínum gangvart okkur. Á hitt skall bent og því haldið til haga að í flestum þeirra landa sem almennt má segja að réttindi okkar hafa verið hvað best í, þ.e.a.s. norðurlöndin, hafa alltaf verið mjög sterkar þjóðkirkjur og kristin trú áberandi í öllum þeim löndum. Það er ekki kirkjunni að þakka að okkar réttindi hafa breist til hins betra en það er þó athyglisvert að það gerist engu að síður í löndum sem sterkan Luherskan kristinn bakgrunn. Hins vegar hafa réttindi okkar verið hvað verst í flestum þeirra ríkja sem hafa verið hvað mest andsnúin trú þ.e.a.s. kommúnistaríkjunum fyrrverandi og núverandi. Undanskilin í þessu eru að sjálfsögðu Holland og Kanada.

En það er svo sem flóknara samspil þarna í gangi eins og alltaf er í flestum málum

Grétar Einarsson

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 15.5.2009 kl. 20:38

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Pólska þjóðin er nú ekki þekkt fyrir að vera mjög "andsnúin trú", Grétar, fjarri fer því. Og Norðurlandaþjóðirnar eru einhverjar hinna mest sekúlaríseruðu í heiminum. Þá mætti segja mér, að sterkari trúarvitund sé enn til meðal margra Rússa heldur en Svía og Dana.

En kristin afstaða gagnvart hommum og lesbíum getur vissulega birzt (A) sem velvilji eins og gagnvart öllum mönnum, sem þurfa á náð Guðs að halda, því að öll erum við syndug og öll í þörf fyrir iðrun og fyrirgefningu.

En kristin afstaða gagnvart þeim hlýtur einnig (B) að birtast sem andstaða við herskáar kröfur þeirra, sérstaklega gagnvart kirkjusamfélögunum í þeirri mynd að (a) falsa ritningartexta sem tala alvarlegum orðum um syndsemi kynmaka milli samkynja fólks, (b) ætlast til þess að kirkjurnar lýsi því yfir, þvert gegn Ritningunni, að það sé allt í lagi með homosexúelt kynlíf, (c) ætlast jafnvel til blessunar slíkra sambanda og (d), í sinni frekustu mynd, til innleiðingar kirkjurítúala þar sem samkynhneigðir séu "gefnir saman í hjónaband". Ennfremur (e) að ætlast til ýmissa ofréttinda þessum hópi til handa frá ríkisvaldi eða löggjafarþingum.

Hitt er allt annar handleggur og eðlilegt mál: að ætlast til tillitssemi og skilnings gagnvart samkynhneigðum og að árásir á og áreitni við þá verði ekki umborin í þjóðfélaginu.

Lúthersk kristni er ekki sú mest lifandi í heiminum, það hlýtur að verða minn lokapunktur hér.

Jú, ein athugasemd enn: Flest trúarbrögð hafa sitt (sérstaka) siðferði, sem fylgir heimildum þeirra eða uppruna og síðan hefð. Þótt margt í kristnu siðferði sé í samræmi við það, sem náttúrleg skynsemi getur uppgötvað, öðlast siðaboðin í fyrrnefnda tilvikinu meira vægi, þegar um það er að ræða, að þau helgast af vilja Guðs og orðum Krists og postula hans; það gefur hinum trúaða þann skýra valkost að gera þar tvennt í senn: að gera það, sem rétt er í sjálfu sér, og að gera það vegna kærleikshlýðni við Drottin. – En ósamræmi getur verið milli siðferðis mismunandi trúarbragða, jafnvel milli ólíkra kristinna safnaða, en í síðarnefnda tilvikinu á að vera unnt að greiða úr slíku smisræmi og ágreiningi, ef menn eru sammála um að lúta þar leiðsögn heilagrar Ritningar. Til þess þarf hins vegar rökhugsun auk undirgefninnar við Guðs orð.

Jón Valur Jensson, 15.5.2009 kl. 21:37

20 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Er ekki trúfrelsi í okkar ágæta landi? Nei langt frá því, þar yfirgnæfir Þjóðkirkjan allt. Það er fyrir löngu augljóst ofbeldi af Þjóðkirkjunnar hálfu að pína þingmenn fyrir hverja þingsetningu að ganga löturhægt út í Dómkirkju til að hlusta á mismunandi leiðinlega presta. Hversvegna eiga þá ekki allar trúarskoðanir og kirkjudeildir að eiga rétt á að kalla alla þingmenn til sín, Ásatrúarmenn, Íslamistar, Búddatrúarfólk, Kaþólikkar auk allra sértrúarsafnaða?

Ég dáist að þessum þingmönnum sem neituðu að sitja undir predikun í Dómkirkjunni, því miður voru þeir allt of fáir.

Ég krefst trúfrelsis á Íslandi. Ég er utan allra kirkjudeilda og hafna alfarið öllum guðum þó nóg sé framboðið. Mannkynið hefur búið sér til þúsundir guða, þeir hafa lifað mismunandi lengi, þeir koma og fara, sumir staldra stutt við, aðrir eru viðvarandi í þúsundir ára en hverfa svo að lokum.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 15.5.2009 kl. 21:43

21 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Nákvæmlega hvernig hefur þjóðkirkjan einokað umræðuna Matthías? 

Ég sagði:

Kirkjan hefur algjörleg einokað umræðuna þar til síðustu ár

Það var afskaplega sjaldgæft að hér sæist gagnrýni á trúarbrögð.  Kirkjan var áberandi í allri þjóðfélagsumræðu.  Kirkjan var áberandi í fjölmiðlum en lítið fór fyrir gagnrýni á kirkjuna.  Internetið hefur breytt þessu.

Hugsanlega er siðferði ekki "uppfinning" trúarbragða en siðferði er lang ofast tengt trú á einn eða annan hátt. 

Ranglega tengt trú á einn eða annan hátt.  Þetta er afleiðing þess að trúarbrögð hafa haft óeðlilega mikið vægi í samfélagi okkar.  Trúarbrögð hafa einfaldlega eignað sér siðferðið eftirá. Siðferði er miklu frekar afsprengi samfélagins og þróunar þess, enda sjáum við að trúarbrögðin eru yfirleitt alltaf á eftir samfélaginu, t.d. varðandi réttindi kvenna og samkynhneigðra.  

Varðandi homma og lesbíur, þá barðist ríkiskirkjan "hatrammlega" gegn því samkynhneigðir fengju að gifta sig.  Það fór t.d. ekki hátt þegar biskupinn fór fyrir nefndina sem um það mál fjallaði og hélt tölu um hve ómögulegt það mál væri.  Þingmaður sem varð vitni að því sagði við mig, og nú vitna ég orðrétt, "hann var verri en Gunnar í Krossinum".

Það er margt annað sem einkennir noðurlöndin heldur en þjóðkirkjur.  Það gleymist stundum í umræðunni þegar fólk reynir að tengja allt jákvætt í þessum löndum við kirkjurnar.

Má ekki leið að því líkur að kirkjunar á norðurlöndum hafi þróast eftir samfélögunum en ekki öfugt?   Trúleysi er t.d. afar mikið á norðurlöndum.  Er þá ekki hugsanlegt að samhengið milli réttinda samkynhneigðra tengist því á einhvern hátt?  (jú, vissulega ekki í austur evrópu, en var líka ýmislegt annað í gangi).

En það er svo sem flóknara samspil þarna í gangi eins og alltaf er í flestum málum 

Nákvæmlega.  Samt heyrist afar reglulega ræðan um að hér þurfi að vera ríkiskirkja svo allt verði áfram gott, því hér sé allt gott vegna þess að við höfum ríkiskirkju.  

Matthías Ásgeirsson, 15.5.2009 kl. 21:44

22 identicon

Gat nú verið að "vantrúar" hyskið byrjaði þvætting sinn enn einu sinni. Það á að banna þennan ömurlega vitlausa félagsskap athyglissjúkra uppvakninga. Þeir geta ekki einu sinni spilað bingó án þess að senda út frétta tilkynningu, þvílíkt og annað eins rugl.´Eftir að ég fór að sjá þessa skrattakolla gapa hér á netinu þá hef ég satt að segja farið að skilja læknar sjá eki sjálfir sjúkdóma sína.

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 00:31

23 identicon

annars hafði ég ákveðið að svara þessu einskisnýta rugludallasamansafni ekki oftar en ég bara ÞOLI ÞETTA SJÁLFUMGLAÐA OG HROKAFULLA LIÐ EKKI!!!!

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 00:33

24 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sæl Hólmfríður

"Það ætti væntanlega að gleðja þig, ef fólki finnst ekki ástæða til að setja sig inn í trúarbrögðin."

Nei þvert á móti, því fleiri því betra. Fræðsla er besta vörn geg fáfræði (!) og trú byggir á fáfræði.

"Í sambandi við siðfræðina þá hefur kirkjan verið farvegur þeirra strauma sem siðfræði vesturlanda byggir á. (sjá umræður á þessu bloggi svona 6 -7 færslum ofar 69 athugasemdir)frá gyðingum, frá Grikkjum, frá Rómverjum, Frá upplýsingarmönnum frá húmanistum og fl. og fl. en kirkjan var aðal boðandinn afskaplega lengi."

Þetta er nú mjög vafasöm söguskýrin en svo sem ekki einstök. Þegar kristin kirkja náði undirtökum í Rómarríki þá var aragrúi hugsuða og stofnana sem sáu um að halda lífi í, þróa og miðla áfram siðferðishugsjónum Grikkja og Rómverja. Kirkjan þaggaði þetta allt niður og setti sína mjög svo vafasömu siðferðishugsun í staðinn. Að hin elsta kirkja hafi gerst einhvers konar miðill grísk-rómverskrar siðfræði er einfaldlega rangt.

Siðfræði gyðinga, eins og hún birtist í GT, var auðvitað hlægileg forneskja á þessum fyrstu öldum okkar tímatals. Einn stærsti glæpur kirkjunnar í siðferðismálum er einmitt að beita þessum gömlu ofbeldisfullu lygasögum fyrir sér sem kúgunaráróður fyrir eigin valdastöðu og græðgi. Verra en versta Nígeríusvindl.

Við eigum nútíma siðrænum hugsjónum að þakka þeim hugrökku hugsuðum sem börðust gegn kirkjuni og sem *endurreistu* hugsanir og hugmyndir fornaldar. Þeir endurreistu siðfræði, mannfræði, vísindi frá 1000 ára kúgun kirkjunnar. Endurreisnin var rót nútímans í andstöðu við kristni og kirkju.

Að kirkja nútímans skuli á yfirborðinu styðja við þá manngildisstefnu sem risið hefur frá endurreisnartímum er dæmi um aðlögunarhæfni hennar. En stuðningurinn er bara á yfirborðinu og ekki einu sinni alltaf þar. Kirkjan og kristnin boðar undirgefni við andaheim, hlýðni við hatursfulla drauga, ótta við eilífar pyntingar. Lestu t.d. síðasta innleg sr. Svavars á Akureyri. Alltaf sami boðskapurinn: "Þú, maður, er aumt og vesælt skorkvikindi og átt að hlýða ímyndaða fjöldamorðingjanum." Þó sr. Svavar orði hugsunina með dæmigerðu nútímaguðfræðilegu mjálmi þá er það þetta sem hann segir. Og meinar.

Brynjólfur Þorvarðsson, 16.5.2009 kl. 11:07

25 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Er til meira lof en það að vera kallaður hyski af Ragnari Erni?  Ég er a.m.k. upp með mér.

Matthías Ásgeirsson, 16.5.2009 kl. 11:09

26 identicon

af litlu verður vöggur feginn. en öll umfjöllun er víst betri en engin hjá athyglissjúkum , er það ekki??

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 11:15

27 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég hélt þú værir hættur að svara

Matthías Ásgeirsson, 16.5.2009 kl. 11:32

28 identicon

Ragnar.... fylgir þú ekki Zombie Je$u$... ert þú ekki svona zombie líka... trúir á rugl og bull frá fornöld... vegna þess að þú telur þig græða á að leggjast undir raddirnar í tönnunum á þér

DoctorE (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 13:54

29 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Brynjólfur Þorvaldsson.

Ég reikna með að þú sért annað hvort heimspekingur eða sagnfræðingur, nema hvort tveggja sé.

Ég er enginn fræðingur nema í húsmæðrafræðum. Ég hef aftur á móti lesið guðfræði bæði sem ung kona og svo aftur um fimmtugt.

Ég ætla mér ekki þá dul að deila við einn eða neinn um þessi efni en hef gaman af að ræða þessi mál.

Ég er sammála þér um að fræðsla sé besta vörnin gegn fordómum.

Fyrir sjálfa mig langar mig að skipta sögunni frá upphafi okkar tímatals varðandi kirkjuna mjög gróft í þrjú tímabil:

Tímabilið frá frumkristninni fram til menningarlegrar einsleitni miðaldakirkjunnar, þegar kirkjan er að mótast í viðfangi við gyðinglegan arf, grískt menningarumhverfi og heimsmynd, sem síðan er leyst af hólmi af rómversku menningunni, sem tók kirkjun síðan í sína póitíski þjónustu. 

Ég reikna með að þarna, eins og annars staðar á öllum tímum hafi farið fram veraldleg barátta um auð og völd. Það breytir ekki því að kirkjan átti marga snjalla hugsuði.

 Fyrst þurfti að leysa árekstra gyðingdóms og kristninnar, því kristnin túlkaði Lögmálið og aðrar Ritningar öðruvísi en kennimenn gyðinga.

Síðan þurfti að fást við hellenismann og rómverska ríkið. Kirkjan varð ekki til í tómarúmi.

Austurkirkjan og Vesturkirkjan mótuðust síðan, þrátt fyrir samþykktir kirkjuþinga, önnur meira af hellenisma og hin af Rómverjum.(ég sleppi uppgjöri kirkjunnar við ýmsa strauma hellenismans.)

Kirkjan varð ríkiskirkja og fékk á sig rómverskt skipulag í vestri.

Í Austri hélt kirkjan meira af því gamla.

Í vestri reyndi kirkjan að koma á guðveldi, og tókst að koma á kirkjuveldi sem öllu réð og beitti valdi. En þar var líka til fólk sem hafði þá köllun að þjóna náunganum og þar voru líka menntamenn sem í endurreysninni tóku fagnandi hugsun heimspekinganna fornu, og mátuði kristnina við þeirra hugsun og öfugt.

Er ekki rétt að koma þessu frá sér og geyma afganginn í bili.

Hólmfríður Pétursdóttir, 16.5.2009 kl. 16:35

30 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sæl Hólmfríður

Þakka tilsvarið, ég er nú ekki nema áhugamaður á flestum sviðum. Kristin kirkja hefur vissulega haft ótal marga snjalla og góða menn innan sinna vébanda. Sem stofnun hefur hún haft mjög mikil áhrif, sum góð og önnur síður.

Frumkirkjan er illskilgreint fyrirbæri þar sem margar stefnur tókust á. Aríanismi var mjög fjölmennur, kaþólskan auðvitað frá miðri annarri öld, dósetísmi og gnostisismi. Sú kirkja sem Páll lýsir er í engu lík þeirri mynd sem menn gera af kaþólskri sem síðar varð. Enda var Páll ekki vinsæll meðal kaþólskra fyrst í stað.

Ríkiskirkja Konstantínusar varð hin kaþólska. Trúin var skilgreind af trúarjátningunni og gerð að stofnun sem um margt líktist rómverska hernum í uppbyggingu. Á sama tíma ríktu margar aðrar stefnur og trúarbrögð, sumt merkilegra en annað. En markmið Konstantínusar var að sameina hið rómverska ríki undir ein trúarbrögð. Arftaki hans reyndi hið sama en með önnur, mjög svipuð trúarbrögð, sem gengu út á dýrkun sólar. Konstantínus var búinn að reyna að sameina kristni og sóldýrkun, sbr. helgihald á sunnudegi, og spurning hvort hann og margir aðrir hafi ekki hreinlega talið að Jesú væri sólguðinn, sbr. upprisusögurnar fjórar.

Að lokum beittu rómversku keisararnir því úrræði að taka kristni upp sem ríkistrú og banna önnur trúarbrögð. Um leið hófst skoðanakúgun kirkjunnar, rit voru brennd eða sköfuð, trúvillingar drepnir, menntastofnunum lokað, heimsspekingar bannfærðir. Bókleg menntamenning fornaldar var lögð í rúst.

Hér var Rómverska ríkið enn gríðarlega sterkt og öflugt með hundruðir þúsunda manna undir vopnum, vel skipulagða embættismannastétt, vegakerfi og borgakerfi um allan hinn siðmenntaða heim. Patríarkarnir voru fimm og heyrðu allir undir keisarann sem var hinn æðsti yfirmaður kirkjunnar. Allt kirkjustarf fór fram á grísku, hvort heldur sem var í austri eða vestri. Patríarkinn í Róm var bara einn þessara fimm, heyrði undir patríarkann í Konstantínóbel sem aftur heyrði undir keisarann.

Við hrun vesturhluta keisaraveldisins missti rómarríki strax tvö patríarkadæmi, í Róm og Karþagó. Rómverski patríarkinn hafði reyndar alltaf haldið fram sérstöðu sinni sem arftaki Péturs en raunveruleikinn var sá að hann var bara yfirmaður fimmtungar kirkjunnar og sá fimmtungur var skyndilega orðinn að eyju í hafi germanskra aríanista.

Þremur öldum síðar var rómverski páfinn ekki nema kotungur á Vatíkanhæð á meðan rollur bitu gras milli fallinna súlnahofa í Forum. En í Frankaríki risu konungar sem vildu sameina Evrópu undir sína leiðsögn. Charles Martel stöðvaði framsókn Araba við Tours en hafnaði nánu samstarfi við páfagarð. Sonur hans Pipin yngri gerði samning við páfann og gaf honum stór landsvæði á Ítalíu og þar með hófst veldi Páfagarðs. Sonur Pipin var Karlamagnús sem lét páfa krýna sig til keisara árið 800. Karlamagnús skildi vald trúarinnar og sér í lagi vildi hann nýta sér styrk kirkjunnar. Hann lét reisa musteri um öll lönd sín, kirkjur og dómkirkjur. Frankiska ríkið og páfagarður urðu ein heild.

Páfastóll notaði latínu og var yfirboðari trúaðra í hinu frankiska veldi. Eftir því sem vald stólsins jókst minnkaði undirgefni hans við patríarkann í Konstantínóbel. Við klofning frankaveldis stóð páfastóll eftir sem hinn raunverulegi valdhafi Evrópu, einkum með tengsl við hið upprennandi Frakkland en einnig með ítök á hinu þýska svæði þótt þau samskipti hafi oftar en ekki einkennst af óvild og óvinskap. Páfastóll beitti sér fyrir síauknu frelsi og sjálfstæði frá veraldlegu valdi, öfugt við það sem gilti annars staðar í hinum kristna heimi, og að lokum tókst páfum 11. aldar að staðfesta yfirvald kirkjunnar. Samtímis klofnaði páfakirkjan frá móðurkirkjunni.

Urban II páfi hugðist stofna páfaher til að auka enn vald páfastóls en sú áætlun snerist upp í krossferðirnar sem mistókust að lokum gjörsamlega. Kaþólska kirkjan hafði liðið ógurlega niðurlægingu hugmyndafræðilega, hinn kristni heimur fór síminnkandi en velsæld og ríkidómur jókst með verslun við múslíma. Þarna sökk embætti páfa dýpst niður, en á sama tíma voru sáð fræ endurreisnarinnar - ríkidæmið var í hámarki, kennivaldið í lágmarki og hinar nýríku borgir Ítalíu höfðu skyndilega frelsi og fé til andlegra starfa.

Nokkurn veginn samtímis þessu jókst verulega þýðingarstarfsemi, hin fornu grísku og rómversku rit sem arabar höfðu geymt voru nú þýdd á latínu ásamt bestu ritum araba sjálfra. Endurreisnarmaðurinn drakk þetta í sig og fyrir honum opnaðist ný sýn, ljósið tók aftur að skína í myrkri hinnar kaþólsku Evrópu.

Þetta læt ég nægja í bili enda sjálfsagt komið meira en nóg!

Brynjólfur Þorvarðsson, 16.5.2009 kl. 17:40

31 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er nú trulausi Brynki farinn að gefa sig út fyrir að vera sagnaritari kirkjunnar?!

Það væri hægt að fara í losaralega saumana á þessu, en ég sleppi því og nefni þó tvö afar asnaleg atriði í þessu hjá honum:

"Enda var Páll ekki vinsæll meðal kaþólskra fyrst í stað."

"Patríarkinn í Róm [...] heyrði undir patríarkann í Konstantínóbel [sic]."

Jón Valur Jensson, 16.5.2009 kl. 17:49

32 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Brynjólfur,

Ég gerði ráð fyrir mikilli forþekkingu þegar ég dró saman fyrstu tvö tímabilin í þessari skilgreiningu minni og reyndi að setja þessa punkta  fram án gildisdóma.

Ekkert af því sem þú taldir upp kemur mér á óvart, en spurningin er svo hvernig menn kjósa að horfa á löngu liðna atburði og hvort menn vilja leyfa þeim að njóta sannmælis miðað við sinn tíma.

Ég endaði fyrri færslu á endurreisninni og veit ekki hvort nokkur ástæða er til að fara lengra ef allt sem ég fæ til baka er önnur yfirferð en ekki samræður um einhverja þætti málsins.

Upphaflega spurningin var um hvort kirkjan hefði verið farvegur siðfræðinnar til fólks á þessum tíma þegar kristni var svo til einráð trú á vesturlöndum.

Mætti  ef til vill taka fram við þig eins og ungu mennina að maður verður að hlusta eða í þessu tilviki lesa til að samtal eigi sér stað annars fer fyrir okkur eins og strandkapteininum í Hart í bak og ungu aðkomustúlkunni við segjum hvort sína sögu.

Hólmfríður Pétursdóttir, 16.5.2009 kl. 18:15

33 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Upphaflega spurningin var um hvort kirkjan hefði verið farvegur siðfræðinnar til fólks á þessum tíma þegar kristni var svo til einráð trú á vesturlöndum.
Hvernig var siðferðið þá Hólmfríður?  Getum við ekki verið (afskaplega) sammála um að siðferði hefur stórbatnað eftir að kristni missti einkaleyfið?

Matthías Ásgeirsson, 16.5.2009 kl. 18:57

34 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Stórt er spurt.

Eitt er straumurinn sem flýtur eftir farveginum. Annað er allskonar græðgisull og valdaúrgangur sem mengar bæði farveginn og boðskapinn sem hann flytur.

Stundum horfi ég meira á spillingu, framapot, græðgi og valdabaráttu sem var stunduð með kúgun og hervaldi. Ef það væri það eina sem kirkjusagan hefur að segja um áhrif kristninnar á líferni fólks væri ég algjörlega sammála þér.

En svo virðist sem alltaf hafi verið til fólk sem í einlægni þjónaði guði með þjónustu við náunga sinn og oft komu upp andspyrnuhreyfingar og höfðu áhrif en þurftu stundum að gjalda með lífi sínu.

Svo fékk fólk Biblíuna á sínu móðurmáli og uppkomu ýmsar myndir mótmælenda kirkna sem lögðu mikla áherslu á heita trúarupplifun og vandað líferni. Það neikvæða var kúgun, ofbeldi og þöggun en líka afskaplega fallegt mannlíf annars staðar.

Niðurstaða: Enn er tími guðsríkis á jörðinni ekki runninn upp.

Fólk er og verður fólk, smbr. sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum.

Ég held svo sem að siðferði hafi hvorki batnað né versnað. Ein stór breyting fylgdi þó mótmælenda kirkjunum og það var einstaklingshyggja.

Einstaklingshyggjunni fylgdi svo með tímanum spurningin um réttindi einstaklinga og þar með réttindabarátta ýmissa hóp sem vissulega eru miklar framfarir.

Til að gæta allrar sanngirni þá eiga húmanistar líka sinn hluta í þeirri baráttu.

Hólmfríður Pétursdóttir, 16.5.2009 kl. 19:42

35 identicon

Hólmfríður... sá yðar sem syndlaus er kasti .... þú veist að þetta kom í biblíu mjög seint... einhverjum fannst saga um þetta flott og sett í biblíu.
Biblía er einn stór lygavefur... stendur ekki steinn yfir steini í einu né neinu í bókinni.
Það sem mér finnst furðulegast af heiðarlegum mönnum sem td læra til prests... hvers vegna neita þeir að sjá að þarna er púra rugl á ferð, hvers vegna... hvers vegna.

DoctorE (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 20:55

36 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

DoctorE Af hverju í ósköpunum, hvers vegna....hvers vegna ertu að þessu röfli þegar þú veist betur.

Hitt er rétt hjá þér að sagan um konuna sem var staðin að því að drýgja hór er í yngsta guðspjallinu Jóh. 8:4  Mér finnst 70 ára bil frá atburði ekki langur tími.

Þú ættir að vita hvað guðfræði er skemmtilegt viðfangsefni alveg burt séð frá trú.

Hólmfríður Pétursdóttir, 16.5.2009 kl. 21:21

37 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Nei Pólska þjóðin er ekki andsnúin trú enda nefndi ég það ekki. Trúin hélt áfram að lifa þrátt fyrir kómmúnisma og hún mun lifa áfram sama hvað á gengur. Svo geta menn haft ýmsar skoðanir á þeim ósköpunum sem eru að gerast víða í kristnum kirkjum og ekki síst þeirri kaþólsku.

Trúfrelsi er virkt á íslandi og öllum heimilt og velkomið að standa utan trúfélaga sem innan og stofna til nýrra ef þeim svo sýnist.

Kristin afstaða til okkar samkynhneigðra er mjög breitileg. Ágætar greiningar þeirra Calrence E. Glad og Kristins Ólasonar á ritningartekstum sem fjalla um samkynhneigð í biblíunni ættu nú alveg að svara öllum fullyrðingum Jóns Vals um falsanir á ritningartekstum. Og hægt væri að týna til fjölda erlendra fræðimanna til viðbótar þeirra ágæta verki. En í þessu máli skiptast menn í ósamrýmanlegar fylkingar með og á móti í túlkunum og greiningum.

Vissulega er "sekúlísering" mikil á norðurlöndunum en það breitir ekki því að kristnin á þar mikil ítök, til hins betra eða verra eftir því hvernig á það er litið af hverjum og einum. Þróunin í sænsku kirkjunni hefur verið mjög athyglisverð með tilliti til okkar samkynhneigðra. Og vinna hennar um samkynhnegið og kirkjuna og lokaskýrslan var svo sannarlega til fyrirmyndar.

Þjóðkirkjan hefur ekki skildað neinn þingmann til að fara í kirkju. Þeir gera það sjálfir af sínum eigin vilja.

Það var hluti vígðra sem óvígðra kirkjunnar manna sem börðust hatrammlega gegn okkur samkynhneigðum í umræðunni um hjónabandið. Alls ekki öll þjóðkirkjan. Sem betur fer fór það mál allt á betri veg en á horfðist á tímabili.

En hvað um það. Það er komið sumar og því best að borsa breitt og huga að garðverkunum og hætta að rövla. Gleðilegt sumar:-)

Grétar Einarsson

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 17.5.2009 kl. 22:10

38 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ritningin er alveg skýr um samkynja kynmök.

Og verk Clarence og Kristins þekki ég vel – og get alls ekki mælt með þeim, enda hef ég kynnt mér þessi mál afar vel, þ.e.a.s. ritningartextana og fræðiskrif um þá og niðurstaðan er á hreinu: Páll postuli endurtekur kjarnann í III. Mós. 18.22 og bætir meira við, bæði í I.Kor.6 og I.Tím.1 og í Róm.1, og niðurstöður doktoranna tveggja eru rangar.

Jón Valur Jensson, 17.5.2009 kl. 23:42

39 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

En í þessu máli skiptast menn í ósamrýmanlegar fylkingar með og á móti í túlkunum og greiningum.

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 18.5.2009 kl. 09:44

40 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Það var hluti vígðra sem óvígðra kirkjunnar manna sem börðust hatrammlega gegn okkur samkynhneigðum í umræðunni um hjónabandið. Alls ekki öll þjóðkirkjan.

 Það hlýtur að hafa eitthvað að segja þegar sjálfur biskupinn er í forsvari þeirra sem berjast hatrammlega gegn ykkur samkynhneigðum?

Ég hef aldrei getað skilið samkynhneigða sem enn eru í ríkiskirkjunni eftir baráttu kirkjunnar gegn þeim undanfarin ár.

Matthías Ásgeirsson, 18.5.2009 kl. 12:13

41 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Það hefur mikið að segja þegar biskupinn tjáir sig. En það er þannig að biskup í okkar kirkju hefur ekki sama vægi og t.d. páfinn í kaþólsku kirkjunni. 

Þjóðkirkjan er þverskurður af samfélaginu. Fordómar þar eru ekki meiri en gengur og gerist í samfélagin.

Ég er einn þeirra samkynhneigðu sem er virkur innan Þjóðkirkjunnar. Þar finn ég trúarþöf minni svalað í kærleiksríku umhverfi trúsystkina minna og þar líður mér mjög vel. Ég vil veg og vanda míns trúfélags sem allra mestan í okkar samfélagi. Mér er að sjálfsögðu ekki sama hvernig mitt trúfélag er og því reyni ég að hafa einhver áhrif þar á.

Jafnt og Matthías skilur ekki þau okkar samkynhneigðra sem eru í Þjóðkirkjunni, ég geri þá ráð fyrir að hann líti á þá sem eru í kaþólsku kirkjunni vera enn skrítnari, þá skil ég t.d. ekki þau okkar sem eru í repúblikana flokknum bandaríska . En það sem skiptir máli í mínum huga er, að fólk finni lífsskoðun sinni farveg sem því líkar, að það finni, í þessu tilfelli, trúarþörf sinni fullnægt. Það er mjög einstaklingabundið hver sá farvegur er.

En hver og einn velur sér sína eigin leið og fyrir því þarf maður að hafa umburðarlyndi og skilning þó það geti verið algjörlega andstætt manns eigin.

Og svo er bara að njóta góða veðursins í Guðs friði

Grétar Einarsson

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 18.5.2009 kl. 14:15

42 Smámynd: Jón Valur Jensson

Karl biskup hefur alls ekki "barizt hatrammlega gegn samkynhneigðum," þvert á móti. Hann samþykkti blessun sambanda tveggja homma og tveggja lesbía, sem ekki samir kristnum biskupi að gera; og hann hefur gengið lengra en það, en ekki upplýst kirkjuþing og prestastefnu nægilega um vilja leikmannafélaga kirkjunnar í því efni, sem þó hafði staðið til. Útkoman er stofnanalausn á máli, sem verður til þess, að Þjóðkirkjan verður útilokuð frá andlegu samneyti (intercommunion) við rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna o.fl. kirkjur, enda eru kirkjuþing og prestastefna komin hér út í trúvillu.

Og af því að Grétar er að tala um túlkanir og greiningu, þá er eitt alveg ljóst: að 2007-þýðingarútgáfan á I.Kor.6.9 er algert klúður og að þar eru sagðir hlutir, sem hvergi koma fram í gríska frumtextanum (og það sama má með öðrum hætti segja um I.Tím.1.10). Þetta láta menn bjóða sér í þessari Þjóðkirkju! Vitað er, að það er meðfram af þjónkun við veraldlega, félagspólitíska stefnu í samtíð okkar. Á svo að ætlast til þess, að maður beri virðingu fyrir þessu?

Jón Valur Jensson, 18.5.2009 kl. 15:02

43 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Grétar, hefurðu lesið það sem Clarence skrifaði um skoðanir Jesú? Ef þú tekur mark á því sem hann skrifaði, þá var Jesús alveg örugglega á móti samkynja kynmökum.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.5.2009 kl. 18:18

44 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Karl biskup hefur alls ekki "barizt hatrammlega gegn samkynhneigðum,"

Víst gerði hann það Jón Valur, hættu að ljúga (eða tjá þig um það sem þú þekkir ekki).

Karl neyddist til að gefa eftir, en þar á undan hafði hann tafið framgang málsins um nokkur ár.

Ég hef lýsinguna frá frammistöðu hans fyrir þingnefnd frá fyrstu hendi.  Það þarf töluvert til að þingmaður þjóðarinnar segi að biskupinn sé "verri en Gunnar í Krossinum".

Matthías Ásgeirsson, 20.5.2009 kl. 09:55

45 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Matthías, það þarf ekki "töluvert til", að þingmenn ýmsir bulli um mál sem þeir hafa ekki vit á. Og svar þitt varðandi Karl biskup er máttlaust, án raka, og tekst ekki á við það, sem ég hafði skrifað þarna næst á undan.

Hjalti Rúnar, ég hef lesið (og heyrt) mjög mikið af því, sem Clarence hefur skrifað, og geymi það hjá mér á vísum stað, en ég kannast ekki við þetta, sem þú segir, að hann hafi skrifað "um skoðanir [sic] Jesú."

Jón Valur Jensson, 20.5.2009 kl. 13:12

46 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti Rúnar, ég hef lesið [sic] (og heyrt) mjög mikið af því, sem Clarence hefur skrifað, og geymi það hjá mér á vísum [sic] stað, en ég kannast ekki við þetta, sem þú segir [sic], að hann hafi skrifað "um skoðanir [sic][sic] Jesú."

Í umfjöllun sinni um ummæli Jesú um hjónabandið í Mt segir Clarence að Jesús hafi meðal annars verið andvígur hjónaskilnaði nema konan hefði ekki verið hrein mey við giftingu. Ég dreg þá ályktun að maður sem er svona mikill "púrítani" sé líklega á móti samkynja kynlífi.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.5.2009 kl. 18:30

47 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takk, Hjalti, ég hafði einmitt lesið þann texta Clarence og það með ærnum áhuga, en hafi ekki séð neinar ályktanir dregnar þar í ætt við það, sem þú hefur gert og það með vissum hætti réttilega. Það er raunar á hreinu (og ekki bara úr þessari túlkuðu heimild), að kristin trú talar gegn kynmökum fyrir hjónaband, og þá kæmi það nú úr hörðustu átt, ef prestar færu að réttlæta samkynja kynlíf (vitaskuld "fyrir hjónaband"!), þegar gagnkynja kynlíf á þeim basis (þ.e. fyrir hjb.) er bannað og talið lögmálsbrot. Samkynja kynlíf gengur líka lengra, það er bæði gegn vilja Skaparans og contra naturam (Vulg.) eða para fysin , eins og Páli (Róm.1.26) er jafn-vel ljóst og Platón (Lögin).

Jón Valur Jensson, 20.5.2009 kl. 21:48

48 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Það er raunar á hreinu (og ekki bara úr þessari túlkuðu heimild), að kristin trú talar gegn kynmökum fyrir hjónaband, og þá kæmi það nú úr hörðustu átt, ef prestar færu að réttlæta samkynja kynlíf (vitaskuld "fyrir hjónaband"!), þegar gagnkynja kynlíf á þeim basis (þ.e. fyrir hjb.) er bannað og talið lögmálsbrot.

Loksins er ég hjartanlega sammála þér. Manstu eftir því að hafa einhvern þjóðkirkjuprest hrekja þessi rök?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.5.2009 kl. 23:35

49 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þarna klúðraði ég setningunni (svona er að vera endalaust að krukka í setningum), átti að vera svona: Manstu eftir því að hafa séð einhvern þjóðkirkjuprest reyna að hrekja þessi rök? Í öllu þessu endalausa tali starfsmanna Þjóðkirkjunnar um samkynja hjónaband man ég ekki eftir því.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.5.2009 kl. 23:37

50 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, ég man það ekki, Hjalti, og þakka þér svarið. Þarna erum við þó sammála!

Jón Valur Jensson, 21.5.2009 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband