Baráttan gegn kynþáttafordómum!

Það er með ólíkindum hvað kynþáttafordómar krauma hér í yfirborðinu.  ECRI leggur mikla áherslu á kennslu gegn kynþáttafordómum ogf kynþáttamismunun. Það þurfi að kenna krökkum, unglingum, sjúkraflutningamönnum, fréttamönnum, lögreglum og dómurum hinar margvíslegu birtingarmyndir kynþáttafordóma og hvernig bregðast skuli við þeim. Þetta er lykilatriði í uppbyggingu góðs samfélags sem verður að vera laust við tortryggni, hvað þá hatur og illsku milli  fólks af ólíkum uppruna.  Almenn kennsla í mannréttindum dugar þar ekki. Þá þurfum við að temja okkur allt önnur vinnubrögð í móttöku flóttamanna.  Á árinu 2007 gerði ECRI fjölmargar athugasemdir við þann feril hjá okkur.  Ný ríkisstjórn er líkleg til þess að taka upp lög um móttöku flóttamanna og endurskoða innflytjendalöggjöfina.  Innflytjendamál þurfa að vera í fastari stjórnskipunarlegri skorðum, vera t.d. sérstök deild í nýju innflytjendaráðuneyti.

(ECRI stendur fyrir European Commision against Racism and Intolerance- Sjálfstæð sérfræðinganefnd Evrópuráðsins).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Baldur, þakka þér fyrir þrautseigjuna í þessum málum.

  • Getur þú sagt mér af hverju hælisleitendur fá ekki að vinna og afla sér viðurværis á meðan mál þeirra eru í vinnslu.
  • Veist þú af hverju þetta kerfi vinnur svona ægilega hægt, er tregðan hér eða erlendis?
  •  Eru okkar lög sniðin að ESB lögum?
  • Mér skilst að Danir deili við ESB um innflytjenda lög sín sem eru greinilega ekki að skila þeim árangri sem hælisleitendur þar vonuðust eftir.

Hólmfríður Pétursdóttir, 16.5.2009 kl. 11:08

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Auðvitað þurfa Íslensk stjórnvöld að endurskoða vinnubrögð sín og löngu kominn tími til.

Hilmar Gunnlaugsson, 16.5.2009 kl. 18:17

3 Smámynd: Axel Oddsson

Sæll Baldurég held að unga kynslóðinn sem er að vaxa úr grasi sé mun víðsýnni og án kynþáttafordóma , kannski er þetta okkur sjálfum að kenna af hverju eru ekki flóttamenn boðið að fara á heimili eða bóndabæi þar sem þeir samlagast samfélaginu sem þeir eru komnir í og kynnast fólkinu mun hraðar , þetta kerfi að setja alla á einn stað er ekki sniðugt ,þetta er búið að reyna út um allan heim og virkar illa.

Það er svo miklu verra að vera með fordóma út í fólk sem maður er búinn að kynnast persónulega og jafnvel líkar vel við. 

                             Kveðja úr Dölunum Axel Oddsson

Axel Oddsson, 17.5.2009 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband